Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1947, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.02.1947, Blaðsíða 24
BOÐIÐ UPP Á ÞEGNRÉTT í RÍKI TÓNANNA (Framhald af bls. 13) ma'nna ritgerð um íslenzkan sálmasöng fram- an við 1. útgáfu Grallarans 1594. Sýna orð hans þar, að kirkjusöngurinri hefur ekki allt- af verið fagur: „Hér vil eg svo alla fróma kirkjuprésta og kennimenn áminnt og um- beðið hafa, að þeir láti þá eina syngja þessa sálma í kirkjunni, sent þar hafa góða hljóða- greincl til, svo að sú heilaga lofgjiirð verði sem bezt önduð og sé ekki sent drukkinna manna hróp og kall eða hrinur, þá sitt syng- ur hver, hvað meir horfir til guðs vanæru og styggðar en sannarar lofgjörðar í kristilegri samkundu." íslenzk söngfræði hefst með Þórði biskupi Þorlákssyni í 6. útgáfu „Grallarans", „Ap- pardix, sent- er stutt undirvísun um ein- faldan söng fyrir þá, sem lítið eður ekkert þar útí lært liafa, en girnast þó grundvöllinn að vita og sig framar að iðka.“ Magnús Stephensen konferensráð var manna sönglmeigðastur. Hann ryður braut Bronslúðrar. nýjum söng og ritar fyrsta ágrip af nútíma söngfræði aftan við sálmabókina 180f, og endar það svo: „Hversu verðugt og tilhlýði- legt er það ei, að hver og einn leggi af Ijótan vana í söng, en jrar á móti alúð á, að útlistio guðs þjónustu megi sem reglulegast og prýði- legast fram fara og þar með fá uppörvað ann- arra guðrækni.... Óskin, að styrkt yrði að betri reglu en fyrri í téðu efni, er orsök þess- arar stuttu vegleiðslu þar til, sem allir góðir vel virði...." Um veraldlega tónlist eru sýnd þessi um- mæli: Vísa eftir Eggert Ólafsson um rím- urnar: Þegar hjá heimi húmar að og hjarnar ljós í ranni margt Jtær raula rímublað og reka hryggð frá manni. Ummæli Einars skálds Bcnediktssonar: „Af sögu rímnalaganna er það auðsætt, að þau hafa um langan aldur hrifið jiorra þjóðarinn- ar og gjört þar hlýtt og bjart, sem annars mundi hafa verið liarla kalt og dauflegt úti um liinar strjálu byggðir íslands." Þessar glefsur úr ritum fyrri tíðar eru að- eins örlítil sýnishorn af hugsun jieirra manna, er mesta umhyggju hafa borið fyrir þeirri fátæklegu hljómlist, sem iðkuð hefur verið á íslandi. Þær eru vörður við veg ís- lenzkrar tónlistarsögu, en annað ekki. Annað enn áþreifanlegra vitni um tónlistarlíf á landi hér eru hin gö.mlu, [jjóðlegu liljóðfæri, sem sjá má á sýningunni, íslenzka fiðlan og langspilið. Aðeins ein íslenzk fiðla með göndu lagi hefur varðveitzt til vorra tíma, að vísu harla frumstætt hljóðfæri, eins og mynd- in sýnir, en Jx> voru j>ær enn óbrotnari á ölcf- inni áður, sem bezt kemur fram í þessu viki- vakaerindi: Hrosshár í strengjum og holað innan tré; eigi átti hann fiðlari meira fé. Einfaldur kassi með tveimur strengjum yf- ir að enclilöngu, fyrst úr lirosshári, seinna úr vír, jiannig var hin íslenzka fiðla. Fullkomnara var langspilið, alltaf með vír- strengjum, fjórum talsins, nótnafjöl og út- skornum haus í líkingu við útlendar fiðlur. Það liélzt líka lengur við og hefur verið til á stöku stað fram undir okkar daga, þar sem fiðlurnar aftur á móti voru aðeins til í þrem- ur stöðum árið 1840. Sú kynslóð, sem lifði sín manndómsár á 19. öld, er nú undir lok liðin og störf hennar eru hluti af fortíðinni. Sú öld er tími endurreisn- arinnar á íslandi, j>egar hvert menningar- sviðið á fætur öðru er til ræktar tekið og eign- ast sína forvígismenn. Þá er gróðursettur hinn fyrsti vísir nútíma tónlistar á Islandi, þá eignumst við hina fyrstu tónlistarmenn og tónskáld,*sem nú eru flest í valinn fallin, en eru j>ó hverju mannsbarni kunn á íslandi enn þann dag í dag: Pétur Guðjohnsen 1812 — 1877, Jónas Helgason 1839—1903, Helgi Helgason 1848—1922, Sveinbjörn Svein- björnsson 1847—1927, Magnús Einarsson 1848—1934, Bjarni Þorsteinsson 1861—1938, Jón Laxdal 1865—1928, Sigfús Einarsson 1877 — 1939. A tónlistarsýningunni er með réttu gerður góður hlutur }>essara frumherja og myndir af þeim og verk þeirra sýnd við hliðina á deild J>eirra tónlistarmarina, sem enn lifa og starfa á meðal vor, og J>á [>arf ekki að kynna hér, svo vel sem J>eir eru }>ekktir megin[>orra J>jóðarinnar. Þar getur að líta ýmsar myndir úr starfi }>essara manna, tónskálda, hljóðfæraleikara, söngvara og söngstjóra. Allt er [>etta ekki hvað sízt fróð- legt fyrir }>á, sem vanir eru að heyra þessa menn fremja listir sínar gegnum útvarp og grammófón, en fá nú að sjá hér í svipsýn dá- lítið sýnishorn af vinnubrögðum J>eirra. Fyrir stafni sýningarskálans er mynd af því, sem forstjórar sýningarinnar hafa kallað hinn mikla draum íslenzkra hljómlistarmanna: hljómsveit. Um }>etta farast Jóni Leifs, tón- skáldi, orð á J>essa leið: „Höfuðverkefni sýn- ingarinnar er að minna á gildi hljómsveita fyrir alla J>róun tónmennta. An liljómsveitar fær engin tónlist }>róazt. — Við aðalvegg skál- ans er }>ögul eftirmyncl hljómsveitar, — óska- Maður að spila á islenzka fiðlu. draumur allra tónlistarvina í landinu. Sýnd er miðlungshljómsveit eða sá flokkur hljóð- færa, sem flutt getur hljómkviður Beethov- ens, þær er mannfærri eru — án þess að skerða tilætlun tónskáldsins." — — — „Hljómsveit á íslandi má ekki standa að baki nokkurri annarri hljómsveit erlendis að grcfí- um, — J>arf eiginlega að vera betri en nokkur önnur hfjómsveit: smáþjóðirnar þurfa að skara fram úr stórþjóðunum, ef þeim á að takast að vekja eftirtekt. Hins vegar getum vér látið oss nægja 50 manna hljómsveit til að byrja með og hún getur skólazt með }>ví að flytja miirg sígilcl verk í fullkomnasta bun- ingi áður en fleiri mönnum yrði bætt við. Þetta eru óbreytt orð Jóns Leifs á fylg1' kveri tónlistarsýningarinnar. Hann var einn lielzti hvatamaður hennar og formaður sý'1' ingarnefndar. Orð hans lýsa þeim stórhug lS' lenzkra tónlistarmanna og þeim gífurlegu átökum, er J>eir hyggjast gera i framtíðinn'- Markmið er sett með þeim myndarskap °S trii á málefnið, sem sjaldgæft má kalla °S hlýtur að hressa og styrkja hvern J>ann, seiu hangsar liálfvolgur í starfi sínu. Margt ein stakt var gott á tónlistarsýningunni, vel °S smekklega fyrir komið, sem ekki mun sízt að }>akka framkvæmdastjóranum Jörundi Pá|s syni. En }>etta átti sér J>ó vitanlega sin þröngu takmörk. Það sem var langtum eftn tektarverðast var andinn, sem yfir öllu livíldÞ logandi áhugi og skilyrðislaus ást á viðfangs efninu og efasemdalaus trú á gildi þess fyrn allt mannkyn. „ísland er langt á eftir öðrum í tónlistinni, eins og mörgu öðru,“ sagði euiu ræðumaður sýningarinnar, og mun Þa liverju orði sannara. En ef }>essi fanatíska ti u og vissa um menningarhlutverk hljómlistar innar, einnig hér á landi, megnar ekki a< }>oka henni drjúgan spöl fram á við, þá C1 annað en eg ætla. Þær þúsundir manna, sem sótt hafa tónlistarsýninguna, eru margar °S það má inikið vera, ef þeir eru ekki ófáir, sern 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.