Samvinnan - 01.02.1947, Page 22
ÍBÚAR JARÐARINNAR EIGA AÐ
NJÓTA AUÐÆFA HENNAR
(Framhald af bls. 6)
ur tekist, eigi aðeins í milli samvinnu-
manna á Norður.löndum, heldur í
milli samvinnumanna um heim allan.
Líkurnar fyrir þessari þróun hafa auk-
ist stórlega síðan Bandaríkjamenn
hófu þátttöku í hinu alþjóðlega sam-
vinnustarfi. En til þess að þjóðirnar
geti unnið saman á sviði framleiðsl-
unnar, þarf að rýmka urn tolla og aðr-
ar verzlunanlegar hindranir. Banda-
ríkjastjóm hel'ur nú gert ákveðnar til-
lögur um aukið verzlunarfrelsi í lieim-
inum. Það er skylda samvinnumanna
alls staðar, að hlynna að þeim tillögum
og ráðstöfunum, sem miða að frjálsari
verzlun í veröldinni, því að þar með
eru um leið opnaðar dyr fyrir mikil-
virkt samstarf samvinnusambandanna
á alþjóðlegum ivettvangi.
Olíumálin verða merkilegur áfangi á
braut hins alþjóðlega samstarfs.
Tilraunir þær, sem gerðar hafa ver-
ið um raunhæft alþjóðlegt samstarf
samvinnuhreyfinganna, hafa flestar
snúist um sameiginleg innkaup fyrir
samvinnuheildsölur margra landa. —
Samvinnusambönd fjögurra Norður-
landanna hófu fyrir 27 árum síðan
slíka samvinnu, með stofnun Nordisk
Andelsforbund. Þetta samstarf hefur
gefizt vel og fyrirtækið var í óslitnum
vexti allt til stríðsbyrjunar. Stofnunin
sá þá um innkaup fyrir samtals 74
milljónir króna, og á þessum 27 ára
starfsfeni hafði hún eignast sjóði, sem
nema 10 milljónum króna. Tilraun
hefur verið gerð um ennþá umfangs-
meira samstarf samvinnusambandanna
en Nordisk Andelsforbund er. Árið
1920 stofnuðu samvinnuheildsölur
margra þjóða Hið alþjóðlega sam-
ivinnuheildsölusamband, er hafði það
hlutverk að rannsaka möguleikana á
þessu sviði. Árið 1937 var síðan stofn-
að Hið alþjóðlega samvinnuheildsölu-
umboð (International Cooperative
Wholesale Agency), eftir fyrirmynd
Nordisk Andelsforbund og hafði stofn-
unin aðsetur í London. Stríðið trufl-
aði þessa starfsemi, en nú hefur verið
ákveðið, á fundi í Kaupmannahöfn, að
sameina þessar tvær alþjóðlegu stofn-
anir og má vænta þess, að starf hefjist
bráðlega. í sambandi \ið þetta má
minna á hina alþjóðlegu olíuheild-
sölu, er stofnuð var í Zurich í október
1946, samkvæmt ráði alþjóðlegrar
nefndar er það mál hafði með liönd-
um. Hugmyndina átti ameríski sam-
vinnuleiðtoginn Howard A. Cowden,
en liann hefur að bakhjarli hina vold-
ugu samvinnuhreyfingu í Bandaríkj-
unum, sem er einmitt stórvirkust á
sviði olíumálanna og hefur eflzt ótrú-
lega mikið á stríðsárunum. Samvinnu-
félögin þar ráða nú eigi aðeins yfir
hreinsunarstöðvum og leiðslum, held-
ur einnig mörg hundruð borturnum á
olíuilindasvæðum. í Svíþjóð hefur nú
verið stofnað landssamband olíuneyt-
enda, senr á að hafa með höndum
hreinsun og sölu á öllum tegundum
olíu. Sams konar samband hefur verið
stofnað í Noregi, og brátt munu hinar
Norðurlandaþjóðirnar bætast í hóp-
inn. — (íslenzka samvinnuhreyfingin
hefur þegar kontið á fót slíkri stofnun,
sbr. janúar-hefti Samvinnunnar.)
V.erkefnin, sem hægt er að leysa með
alþjóðlégu samstarfi, • eru geysilega
mikil og .víðtæk. Þau hafa stórkostlega
þýðingu fyrir mannkynið í heild. Tak-
ist að skipuleggja mikinn hluta heims-
verzlunarinnar á grundvelli sam-
vinnuhugsjónarinnar, er lagður horn-
steinn að varanlegum friði, því að
hreyfing; sem hefur það á oddinum að
þjóna náunganum, en græða ekki á
honum, er vissulega friðarhreyfing.
En til þess að þessu marki verði náð,
verður að afnema hinar tilbúnu hindr-
anir á vegi verzlunarinnar. Sænskir
samvinnumenn munu því með aukn-
um áhuga og meiri krafti hlynna að
frjálsri heimsverzlun og styðja allar
ráðstafanir, sem miða í þá átt.
Litlir árabátar.
Frá Miðjarðarhafinu símar fréttarit-
ari nokkur um nýja tegund af árabát-
um, sem farið sé að nota þar og segir
m. a. í því sambandi:
Ýmsum finnst að amerískra áhrifa sé
farið að gæta víða, þegar menn á þess-
um slóðum gera sér mat úr því, að
leigja út smábáta, sem eru búnir til úr
gömlum tundursprengjum, eftir að bú-
ið er að taka tundrið úr. Það er ekkert
ánægjuleg sjón, að sjá litla 5—6 ára
stráka vera að leika sér á slíkum farar-
tækjum. Það getur varla haft góð áhrif
eða vakið skemmtilegar minningar.
Það er nú eftir því, hvernig á það el
litið.Hér á árunum var það venjan að
fleygja þessum „smábátum“ úr flugvél-
um yfir borgir og byggðir, áður en
tundrið var tékið burt. Breytingin
virðist því óneitanlega vera til btns
betra.
★
Eftirmælin lofa starf.
íslenzks sauðfjár hefur stundunr vei-
ið getið í erlendunr blöðum, en oftast
hafa höfundar þeirra hugleiðinga vei-
ið íslenzkir. Undantekning frá þessn
er bréf, er birtist í skozka blaðnru
„Tlre Scotsman" fyrir nokkru °S
Morgunblaðið íslenzka segir frá. Þa'
segir k jötsali nokkur svo frá:
„Slátrarinn minn sýndi mér wn'
fluttan lambsskrokk í dag. Aldrei hef
eg séð annað eins, hvað gæði og útht
snertir, í þau 40 ár, sem eg hef fengist
við kjötverzlun. Kjötið var vissulega
eins gott og það bezta lambakjöt, sern
eg hef séð frá Nýja-Sjálandi og eru þa
meðtaldar margar kunnar kjöttegund-
ir. Er eg spurði hvaðan kjötið væp,
undraðist eg, því að það var frá ís'
landi. Bréfritarinn skýrir síðan frá vigt
skrokksins og útliti, og heldur þvl
frant, að það sé skömm að því að nefna
brezkt lambakjöt því nafni, samanbor-
ið við það íslenzka. Að lokum segist
hann ekki hafa neinn hagnað af því nð
hæla íslenzku lambakjöti, en segist
minnast þess, að hafa keypt nokkra is'
lenzka lambsskrokka árið 1912 fyrir h't-
ið verð, og það hafi nú verið eitthvað
annað. Það sé áreiðanlegt, að íslenzkir
bændur hafi tekið framförum á sviði
kvikfjárræktar."
Nú er orðinn mikill munur á, síðan
því var haldið fram í blöðum, að ís'
lenzkt kindakjöt væri „óæti“ og lS'
lenzk sauðfjárrækt „bjánalegt sport •
og er gott til þess að vita. Morgunblað-
ið segir orð hins brezka Ikjötsala „fáH'
eg eftirmæli“ um íslenzkt lamb. Gjarn-
an hefði blaðið mátt geta þess jafn-
framt, að orðin eru meira en eftn''
mæli, þau lofa mikið og gott starf, sem
íslenzk bændastétt ög samtök þeirra,
samvinnufélögin, hafa unnið á sviði
vöruvöndunar á undanförnum áratug'
um. Nýtízku sláturhús kaupfélaganna,
frystihús þeirra og forusta Sambands-
ins á sviði kjötsölumálanna, hafa rutt
brautina fyrir þessa þróun í íslenzkri
sauðfjárrækt.