Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 3
ÞÓ AÐ fenni í sporin og hið ytra herði fróst og kyngi snjó, halda jólasálmarnir áfram að vera oss kærir langt fram eftir ævi, rneðan nokkur viðkvæmur strengur er í sálinni fyrir því, sem mannlegt er og guðdómlegt. Þannig kvað Jónas Hallgrímsson sein- asta veturinn, sem hann lifði: Jólunum mínum uni eg enn, og þótt stolið hafi hæstum guði heimskir menn, hefi eg til þess rökin tvenn, að á sælum sanni er enginn vafi. Jólasálmarnir eru samofnir ljúfurn minningum frá bernskuárunum, með- an hugurinn var ennþá næmastur fyr- ir lielgi lífsins og undrum þess, og stjörnudýrð og himinskraut jólasög- unnar blandaðist á innilegasta hátt jarðneskum fagnaði fjölskyldulífsins. Inn í lágreistan bæ lagði bjarmann af gleðiboðskapnum, meðan allir klædd- ust sparifötunum og öllu var tjaldað, sem bezt var, til að fagna yfir því, að sjálfur guðssonurinn fæddist á jörðina eins og fátækt mannsbarn, til að flytja öllu mannkyni frið og blessun. Síðan var jólaguðspjallið lesið og sálmarnir sungnir, sem fjölluðu um' hið sama efni: hina helgu mey, sem fæddi son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, því að ekki var rúm fyrir þau í gistihúsinu. En úti í hag- anum heyrðu fjárhirðarnir gleðisöng englanna og komu til að sjá þann at- burð, sem orðinn var. Við jötuna mætast háir og lágir. Vitringar koma frá Austurlöndum til að veita barninu lotningu og færa því gull, reykelsi og myrru. Álengdar standa málleysingjarnir og horfa á það, senr gerist, með sínum stóru undrunar- augum. Þannig greypist myndin inn í vitund barnsins. Á jólanóttina snertast himinn og jörð. Snjórinn verður hreinni, loftið tærara. í jólasöngnum endurómar söngur englanna, þessara flekklausu og skínandi himinbarna. sem vér elsk- um, þrátt fyrir tötra vora og vansæmd, eða kannske einmitt fyrir það, að sú ljóssins veröld, sem þeir tilheyra, er oss að svo miklu leyti lokuð Paradís, með- an heimskautanóttin sveipar borg og byggð sínuin myrka faldi. Allt í einu rofnar myrkrið og dýrð guðs Ijómar umhverfis oss. Þetta gerist, þegar lítið barn fæðist á jörðina. Jólasagan flytur oss þann boðskap, að hjálpræði þjóðanna geti komið frá hinu fátækasta mannsbarni. Þetta gæti hafa gerst í kotbæ á Islandi. Einnig þar hafa fæðzt fátæk börn, sem lögð hafa verið í jötu, rneðan fjárhirðar hafa gætt hjarðar sinnar úti í hagan- um. Enginn veit, hvað býr í hvítvoð- ungnum, sem fátæk móðir vefur reif- um og leggur við brjóst sér. Allar geyma þær án efa í hjarta sínu stóra drauma um franrtíð barnsins síns, eins og hin heilaga mær í Betlehem. Og það er vegna þess, hversu þessi saga snert- JÓLASÁLMARNIR og höfundar þeirra Eftii séra Benjamín Kristjánsson 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.