Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 27
sjálf, þessi elztu samkomu- og menn- ingarstaðir þjóðarinnar, eru kumb- aldaleg og víða niðurnídd. Og ekkert hefur verið gert til að varpa ljóma nútímans yfir hina fornu sögustaði. Vel færi á því, að hefja nú þegar sókn í þá átt, að efla slíka staði og prýða. Hver veit, nema að það gæti orðið einn þáttur þess starfs, sem haldið fær fólk- inu kyrru í sveitunum. Það gæti ef til vill aukið skilninginn á því, að sveit- irnar geyma mörg verðmæti, sem kaup- staðina vantar, og að rætur mikils hluta þjóðarinnar standa þrátt fyrir allt djúpt í mold sveitanna, sem veitir tilveru þeirra aukið öryggi, og tengir fólkið fast við land sitt. Þessar hugsanir, sem nú eru skráðar, sækja á mig, þegar eg reika um á Berg- þórshvoli, einum frægasta sögustaðn- um á landi voru, og því læt eg þær flakka í ferðaþáttum þessum, þótt hér sé vitanlega um að ræða málefni, sem þyrfti rniklu lengri rökstuðnings og umræðu. Ekki get eg skilizt svo við Bergþórs- livol, að minnast ekki prestsins þar, sr. Sigurðar Haukdal, sem nýlega er þang- að kominn, og hefur fullan hug á að sitja svo hið gamla setur Njáls, að sæmd sé að. En einmitt skilningur á- búenda á slíkum stöðum, er mikils virði til að skapa hin nýju viðhorf til sögustaðanna, en hið opinbera verður að rétta þeim hjálparhönd. SAMVINNA VÍSINDANNA (Framhald af bls. 9) gildi gulrótanna sem A-vitamíngjafa er miklu minna en áður var talið, en það hefur einnig komið í ljós í rann- sóknum Virtanens, að karótín og A- vitamín smjörs nýtast svo að segja al- gjörlega. Eru þessar niðurstöður hans hinar merkilegustu. Auk þess, sem hér hefur verið nefnt af rannsóknarstörfum Virtanens, hef- ur hann endurbætt geymsluaðferðir smjörs og osta stórmikið og lagt þann- ig drjúgan skilding í lófa finnskra bænda og margra annarra þeirra, er hagnýtt hafa sér uppfinningar hans. Sama markmið Þannig hljóða í stuttu máli upplýs- ingar þær, sem Elis Karlsson sendi mér um störf Virtanens í þágu finnsku sam- vinnufélaganna, landbúnaðarins og alls mannkynsins. Nokkuð er síðan þessar niðurstöður voru gerðar heyrin- kunnar, og er efni þetta því ekki nýtt af nálinni, en eg hafði ekki heyrt þess getið fyrr og fannst það mjög merki- legt og fróðlegt og vænti þess, að svo muni fleirum fara. Samvinna vísindanna og samvinnu- hreyfingarinnar í Finnlandi er mjög athyglisverð og lærdómsrík. Vísindi prófessors Virtanens miða að því að bæta lífskjör fólksins, stuðla að hreysti þess og hamingju. Samvinnustefnan hefur vissulega sama markmið. Tengsl þessa heimskunna vísindamanns við samvinnuhreyfinguna voru því vissu- lega eðlileg, og þau hafa orðið árang- ursrík. Mætti þessi reynsla vera til fyrirmyndar öðrum þjóðum og til þess að hvetja samvinnufélögin yfirleitt til þess að styðja og styrkja rannsóknar- starfsemi og tilraunir á sviði atvinnu- lífsins. Með þeim hætti væri e. t. v. hægt að auðvelda sóknina að betra og hamingjuríkara lífi fyrir öll landsins börn. H. Sn. JÓLIN OG BÖRNIN (Framhald af bls. 12) eiga sín síðustu Litlu jól í skólanum. Börnin haldast í hendur og ganga kringum borðin. Og svo er sungið, sálmar og kvæði, léttar vísur og ætt- jarðarljóð, hvert mannsbarn þreytir röddina, en kennarar stjórna söngn- um og ganga á milli hópanna, því allir kennarar verða að koma til hvers hóps og syngja með honum. Engum má gleyma. Þessu er haldið áfram meðan litlu kertin endast. En áður en lýkur, stanza elztu hóparnir og syngja þjóð- sönginn. Þá er hringt, og mega nú börnin lioppa og skoppa milli stofanna og skoða myndir og skraut, hvert hjá öðru. Finnst þá öllum að þeir búi í glaumbæ. Enn er liringt, og heldur þá hver til sinnar stofu og þar á sína röð, og svo er gengið inn, og hefst nú síðasti þátt- urinn. Fyrst kemur pósturinn, fínn og virðulegur, skilar bréfaböggli og býð- ur gleðileg jól. Að launum fær hann súkkulaði — eða brjóstsykurmola. Þá heimsækir skólastjóri og kennarar hverja stofu, þakka fyrir skemmtun og óska gleðilegra jóla, og fylgir þá hjá skólastjóra einhver áminning um góða hegðun um jólin. Þeir fá einnig einhverjar góðgerðir, en heldur er það nú í smáum stíl, eins og vera ber. Og loks kemur svo sá, semlengihefurverið beðið eftir í spenningi, en það er jóla- sveinninn, eða jólasveinarnir, því venjulega eru þeir tveir. Þeir heilsa einkennilega, segja nöfn sín, og máske bræðra sinna líka, segja eitthvað um ferðir sínar, aðeins fáein orð, bjóða gleðileg jól og kveðja svo með bukki og beygingum, eftir að hafa notið ein- hverrar gestrisni hjá bekknum. Þá eru lesin sundur bréf og kort, og hver fær sitt. Og loks talar hver kenn- ari við sín börn, segir þeim gjarnan fallega sögu að lokum, og fylgir svo hópnum út. 4 RÖKKURBYRJUN sama dag, I venjulega kl. 3, koma svo öll yngri börnin, og er þá allt hátíða- haldið endurtekið, og fer eins fram, nema hvað söngur og sögur er nú öllu léttara að efni og formi og allt miðað við óþroskaðra fólk, sem eðlilegt er. En hrifning þessara hópa yfir öllu þessu tilstandi er ekki minni en hinna eldri, heldur enn meiri og einlægari, því að einmitt þeirra aldur nýtur þess bezt, enda hafa þau lengi til Litlu- jólanna hlakkað. Og svo hefst jólaleyfið, og mega bönin, ef þau vilja, fara með foreldra sína í skólann til að sýna þeim skreyt- inguna, og notfæra sér ýmsir það og og hafa gaman af. Mér hefur stundum fundizt að kveldi þessa dags, eftir að hafa verið með börnunum allan daginn í þessu jólahaldi þeirra, að eg hafi í raun og veru lifað hin eiginlegu jól. Og jafnan, er eg horfi á kvikmynd- ina, er tekin var af Litlu-jólunum fyrir nokkrum árum, kemst eg í jólaskap. LJÓSMYNDIR í ÞESSU HEFTI: Forstíðumynd eftir Guðna Þórðarson. — Myndir frá Litlujólum eftir Edvard Sigur- geirsson. — Myndir í greininni Á Gamma- brekku eftir Þorstein Jósefsson. — Aðrar myndir fengnar að láni frá ýmsum aðilum. 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.