Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 11
 Börn og kennarar syngja jólasálm á ganginum. stundir, og einhvers konar veðmál ýtt undir hana, enda þótti slíkt sveitar- met, og hefur máske verið landsmet í þá daga, og ekki trúi eg því, að neinn hafi gert betur síðan. En það, sem mér finnst nú skemmti- legast að minnast í sambandi við þenn- an tóskap, var kappið og vinnugleðin á heimilinu. Það var t. d. ekki óalgengt á jólaföstunni, að heyra prjónahringlið úr rúmunum í myrkrinu á morgnana, þegar einhverjir voru að reyna að komast fram úr náuns;anum með sokk- inn sinn. En jólin voru í nánd, og J^etta var undirbúningurinn undir {jau. Það spennti bogann. Og svo var öllu prjónlesinu raðað niður í kofort- in, allt talið vandlega, hver fékk sína „premíu“, ef vel hafði gengið, eina sokka til að kaupa fyrir. Kaupstaðar- ferðin hófst. Og svo kom sá mikli og dásamlegi dagur, þegar koffortunum var ekið í lilað, fullum af jólavarningi. Enginn gleymir þeim degi. Hann var eins kon- ar forleikur jólanna, — „Litlu jólin“ okkar þá. Og svo voru dagarnir taldir, — ótrú- lega margir og allt of lengi að líða, fannst okkur. En þetta mjakaðist þó áfram, unz jólin stigu sjálf fram úr rökkrinu í allri sinni dýrð. Hægt og hljótt kom hin helga nótt. Hún mátti sannarlega koma, Jdví að bærinn var tandur hreinn, allur sópaður og prýdd- ur, og hvert mannsins barn komði í sparifötin. EN jólunum varð að heilsa með lestri og söng. Það var óvenjulega hátíðleg stund. er söngurinn fyllti bað- stofuna, að horfa á alla prúðbúna og hátíðlega á svip. Mér er sem eg finni enn snertinguna við þennan hátíðleik og hljóða blæ jólanæturinnar. Ekki var mikið um jólatré og jóla- skraut í þá daga. Slíkt þekktist ekki í minni sveit. Þar var, að eg held, aðeins á einum bæ jólatré, á öðru prestssetr- inu, Tjörn, lítið og skrautlaust, smíð- að úr tré. En það var samt hátíðleg stund, er á því var kveikt á jólanótt- ina. Engar voru jólagjafirnar, nema þá kerti eða spil, og einhverja flík munu flestir hafa fengið, svo að þeir klæddu ekki jólaköttinn. En maturinn bætti allt slíkt upp. Hann var mikill og góð- ur, — hrokaðir diskar af hangikjöti og alls konar góðgæti, og margar laufa- kökur fylgdu. Þennan mikla mat gat enginn etið í einu, og þess vegna var hann geymdur í læstri hirzlu, ef hún var til, og smá-nartað í hann næstu daga, og átti helzt að ljúka þessum skammti á Þrettándann, — rota jólin, eins og það var þá kallað. Ekki vissi eg til að væri spilað á jóla- nótt, en Jx3 mun nýja öldin hafa eitt- Iivað byrjað á því í laumi, en aldrei var það vel séð, enda gerðu það víst fáir. En algengt var, að heimilisfólkið fór í ýmsa leiki Það var og mikill sið- ur fram yfir aldamót, að skrifa nöfn allra þeirra, sem komu á jólaföstunni, og láta svo karlmenn draga sér stiilku og konur karla, á jólunm, og þótti góð skemmtun. Svo komu jóladagarnir, glæsilegir dagar, Ineð kirkjuferðir og mikinn söng í Ijósum skreyttum kirkjunum, sem enginn talaði þó um kulda í, og öllum þótti alveg sjálfsagt að fara til kirkju á jólunum. Og svo var að finna jafnaldrana, spyrja um jólakertin og jólamatinn, mæla sér mót á skíðum eða skautum, ef færi gafst, eða þá að spila púkk „upp á peninga", sem raun- ar voru aðeins glerbrot. Þannig leið þessi dásamlega hátíð barnanna í þá daga. Hún var í sterkum en dularfullum tengslum við jólabarn- ið í jötunni, sem lesið var og sungið um í heimilum og kirkjum þessa daga, barnið, sent liátíðin var helguð, og einnig á undarlegan hátt tengd Jóla- sveinunum og Grýlu, sem voru þó af allt öðru sauðahúsi. — Man eg enn, hve þetta olli þá miklum heilabrotum okkar, sem Jiorðum að minnast á þetta í okkar hóp, og live ráðþrota við stóð- um frammi fyrir þessu óræða íhug- unarefni. NÚ eru börnin alin upp við miklu íburðarmeira jólahald en áður var. Þó er vafasamt, að jólagleði þeirra sé meiri, þótt tilstandið allt sé fjöl- breyttara og umgerðin öll skrautlegri. Við gerðum litlar kröfur, kunnum jiað ekki, þekktum ekki annað til neins samanburðar, enda var öldin sú nægjusöm um Jiægindi og skart. En börn eru alltaf sjálfum sér lík. Þau gleðjast enn af smáu, sé þeim ekki spillt með því að moka í þau stórum og glæsilegum gjöfum og þannig dekr- að við slæma eðlisþætti mannlegs veik- leika, ágirndina og sjálfselskuna. Því er ofrausn foreldra í Jiessum efnum oft og tíðum mjög háskaleg börnum þeirra, og er slíkt raunar alkunna, en þó stöðugur ásteitingarsteinn, sem margur hefur brotið bát sinn á. ÓTT jólahaldið sé nú ekki eins mikil tilbreyting frá hversdagslíf- inu og áður var, eru þó jólin alltaf mikill viðburður, ekki sízt í lífi barn- anna, enda fara þau jafnan, löngu fyr- ir jól, að iða í skinninu af tilhlökkun. Vonandi er það svo og verður, að allir, ungir og gamlir, hlakki til jólanna. Því að það er kennimark liins „lifandi dauða“, segir Stephan G. — „að kunna ekki lengur að hlakka til“. Sjálfur jóla- 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.