Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 21
Svipir samtíðarmanna: De Valera ástundar einstefnuakstur IOKTÓBERMÁNUÐI síðastl. voru G5 ar liðin síðan spönskum föður og írskri móður fæddist sonur í óásjálegu hverfi í New York. Snemma beygist krókurinn, segir máltækið, og fljótt kom í Ijós, að drengurinn var einþykkur og vildi fara sínu fram, en hann skorti þá heldur ekki dug, vit né áræði. Þessir eiginleikar allir í fari hans hafa komið ríkulega í ljós á því fimmtán ára skeiði, sem hann hefur verið forsætisráðherra Eire. Og þeim ferli er ennþá engan veginn lokið. írar eru farnir að hugsa til kosninga á næsta ári eða snemnta á árinu 1949, og flestum þykir senni- legast, að „Dev“, eins og almenningur kallar hann, fái þá það traust, að hann verði enn við stýrishjólið í næ'stu fimm ár, ef honum þóknast þá ekki sjálftnn að eyða efri árunum í forseta- stóli lýðveldisins, frekar en í hinu annasama emb- ætti forsætisráðherra. ÞAÐ er þó mikið breyttur De Valera, sem situr nú í stjórnarbyggingunum í Dublin, ef rnenn bera hann saman við granna, hávaxna, einbeitta hermanninn, sem var sjálfkjörinn foringi Sinn- Fein uppreisnarhersins, sem barðist gegn Bretum árið 1916. Arin hafa sett mark sitt á andlitsdrætt- ina, og þykka, svarta hárið, sem flaksaðist fyrir vindinum á orustuvöllunum 1916, er tekið að þynnast. Þessi fimmtán ár við ábyrgðarmikil stjórnarstörf liafa líka sett rnark sitt á viðhorf hans, De Valera — hugsjónainaðurinn og stærð- fræðingurinn — er orðinn rneiri raunsæismaður en áður. Hann er ennþá einstefnuakstursmaður, gæfubraut írsku þjóðarinnar verður aðeins farin í eina átt í augum hans, en hann sér nú, að ekki er hollt að hún sé þar ein á ferð, heldur verði hamingja hennar bezt tryggð með samstarfi við aðrar þjóðir heimsins og heilbrigðum samskipt- um á alþjóðavettvangi. BRETAR dást að De Valera á sinn hátt, en þeir botna ckki í sumum kenningum hans og starfsaðferðum. Stundum þykir írum sjálfum fullerfitt að skilja sumar röksemdir hans. Hann hefur gefið ríkinu stjórnarskrá, sem er þyrnir í augum stjórnskipunarsérfræðinga, því að hún á enga sér líka. írland er sem sé, að undanteknu Norður-ír- landi, í sambandi við brezka samveldið, en þó ekki í þvi. Það voru góðar, sögulegar ástæður fyrir því, að De Valera kaus að vera hálfur innan dyra og hálfur utan þeirra í þeirri byggingu, sem brezka samveldið er. Hann sá, að hagsmunir íra á sviði verzlunar og fjármála mæltu með því, að öll tengsl væru ekki rofin, en hins vegar gat trúnaður við brezku krúnuna alls ekki sam- rýmzt stjórnmálaskoðunum Suður-írá. SUNDURSKIl’ I I.NG landsins í milli hins sjálf- stæða Eire og Ulster, sem lýtur Bretum, heftir alla jafna verið þyrnir í augum suður- irskra manna og veigamikið atriði í stjórnar- stefnu De Valera. Jafnvel þótt andúðin á Bret- um, sem er arfur 700 ára stjórnar þeirra í írlandi og hins hatursfulla stríðs 1921, hafi smátt og smátt verið að þoka fyrir bættri sambúð og aukn- um skilningi í milli þjóðanna, verður hún ekki upprætt með öllu fyrr en landamerkin verða af- máð og allt landið verður sameinað írskt þjóð- veldi. De Valera hcfur hvað eftir annað sagt, að hann vildi bætta sambúð við Breta, en hann hefur líka lagt áherzlú á það, að skilveggurinn á landamærinum þurfi að hverfa, áður en falleg orð geti oiðið í samræmi við raunveruleikann. Þessi milduðu sjónarmið gilda einnig gagnvart Ulster. F.ngin stjórnmálatengsl eru að vísu opin- berlega knýtt í milli þessara tveggja hluta sama eylandsins, en ýmsar stjórnardeildir De Valera hafa þó allnáið samband við stjórnarvöldin í Ulster, og ríkir samvinna í milli stjórnanna í skattamálum og tollaeftirliti, og lögregluyfirvöld landahlutanna hafa náið samband sín í milli. Margir óbreyttir borgarar beggja hlutanna vinna einnig að því, að færa þá nær hvor öðrum. DE VALERA er talinn harðskeyttur, en harkan gildir jafnt gagnvart sjálfum honum og samstarfsmönnunum. Hann rís snemma úr rekkju og gengur seint til náða. Allan daginn geta ntenn gengið að því vísu, að hann sitji við skrifborð sitt í forsætisráðuneytinu. Hann trúir á vinnubrögð hins gamla skóla og hann þolir ekki slæpingshátt eða vinnusvik í návist sinni. Hann hefur alla tíð verið mikill trúmaður, og trú hans hefur ekki dofnað með árunum. Hann byrjar starf sitt á hverjum rnorgni með því að hlýða á stutta messugjörð í sóknarkirkju sinni, í úthverfi Dublinborgar. Að því loknu ekur hann til stjórnarbygginganna inni í borginni. Á ná- kvæmlega sama tíma alla virka daga árið um kring sjá Dublinbúar hinn hávaxna, lítíð eitt álúta mann, hraða sér upp tröppurnar með út- troðna skjalatösku í hendinni. Allur dagurinn fer í ráðherrafundi eða önnur embættisstörf. Að starfi loknu, ekur hann sömu leið til baka. De Valera er heimilismaður, hann eyðir þeim fáu frístundum, sem starfið veitir honum, með fjöl- skyldu sinni. Helzta dægrastytting hans er að glíma við stærðfræðilegar þrautir eða lesa forn- rit íra á gaelísku. EFTIR 1920 var De Valera þjóðhetja landa sinna. Þeir sungu um hann á götum og torg- um og höfðu við orð að krýna hann til konungs. En nú eru tíinar breyttir, Yngri kynslóðin í dag hefur í svo mörg horn að líta, að nokkuð þykir skorta á að hún gefi sér tóm til að fylgjast með stjórnmálalífinu í sama mæli og áður var og gera sér fulla grein fyrir hinni sérkennilegu stjórn- skipan landsins. Stjórnarandstaðan hefúr því ekki verið hörð. Þó er alið á því, að stjórninni hafi ekki tekizt að halda dýrtíð í skefjum til jafns við það, sem Bretar hafa gert i Ulster. En ekki er slíkur mótbyr líklegur til þess að velta De Valera úr sessi. HINS VEGAR kann svo að fara, að öflug stjórnarandstaða rísi í landinu, er tímar líða, út af þessum málum og öðrum. írar hafa , stundum áður sýnt það, að þeir eru ekki lang- minnugir heldur fljótráðir, og hafa fyrr snúið baki við þjóðhetjum sínum, eins og örlög Par- nells og Redmonds vitna uin. Snúa þeir líka baki við De Valera? Um það er engu hægt að spá. Þrátt fyrir alla ágalla núverandi stjórnar- fyrirkomulags, og þeir eru vissulega margir, eru írar yfirleitt ánægðir yfir því, hvernig De Va- lera tókst stjórnin á þjóðarskútunni á hinum erfiðu árum heimsstyrjaldarinnar, hvað sem um það mál er sagt með öðrum þjóðum Þótt De Valera hafi tjáð þýzka sendiherranum samhryggð sína við andlát Hitlers, og hvöss orð hafi þá ldjómað handan yfir sundið, frá Bretum, ljreytir það ekki þeirri staðreynd, að í augum íra hefur De Valera jafnan verið boð- andi lýðræðislegrar uppbyggingar. í ræðum sín- um skírskotar bann oft til „fólksins" og „vilja jijóðarinnar". En jafnvel þótt Eire hafi öll ein- kenni lýðræðisþjóðfélags á sér hið ytra, og njóti í sannlcika þeirra réttinda, sem í slíku þjóðfé- lagi eiga að ríkja, svo sem algers rit- og málfrelsis, hefur De Valera eigi að síður í gegntim hinn trausta meirihluta sinn í þinginu og áhrif sín á flokksmennina, einræðisvald í málefnum ríkisins. Hitt hefur reynslan oft sýnt, að friðsamleg uppbygging er oft eins valtur grunnur fyrir stjórnmálaleiðtoga að standa á og erfiðleikar og hættur ófriðarástands. Fái friður að standa í Evrópu, verða næstu árin reynslutími fyrir De Valera og Fianna Fail stjórn ltans. Fari svo, að hann ljúki 20 ára stjórn- arferli svo, að þjóðin standi eftir sameinaðri og menntaðri en fyrr, hefur hann vissulega verð- skuldað það traust, sem honum hefur verið sýnt, og sagan inun þá minnast hans sem mikilhæfs stjórnmálaleiðtoga og þjóðskörungs. 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.