Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 24
JÓLASÁLMARNIR (Framhald af bls. 6) var það, að prestur nokkur, kunningi hans, fann árið 1850, í þýzku tímariti, krossfarasöng, sem álitið var að sung- inn hefði verið á miðöldum af kross- farendum, er voru á leið til Jerúsalem. Naumast reyndist þetta þó rétt við nánari rannsókn, en því var allmennt trúað þá, og lagið var talið mjög gam- alt. Var söngur þessi mjög sunginn á Þýzkalandi um þær mundir. Séra Feng- erde, en svo hét presturinn, söng kvæð- ið fyrir Ingemann, við undirleik dótt- ur sinnar, og bað hann að snúa því á dönsku. En þar sem Ingemann leizt ljóðið eigi þægilegt til þýðingar, gerði hann þá úrlausn, að hann stældi það og orti þennan fagra sálm við kross- farasönginn. Jólasálmar eru til eftir Matthías Séra Matthias Jochumsson. Jochumsson sem eru svo sérkennilegir, að eigi hefir þótt fært að taka þá inn í sálmabók vora, eins og til dæmis þessi, sem séra Haraldur Nielsson tók þó í sálmakver það, sem hann gaf út 1924 (77 sálmar): Guði dýrð og foldu frið flutti drottins englalið, frið og blessun, fyrir dag, fyrir nótt og sólarlag, frið á milli morgna og kvelds, milli krafta, lífs og hels. Frið og sátt með fullri tryggð, frið um alla jarðarbyggð. Syng nú hærra, heilög drótt, hærra, hærra þessa nótt, hærra, drottins dýrðar her, daufum eyrum hlustum vér. Ennþá vantar ást og grið, ennþá ró og sálarfrið; enn sem fyrri, himinn hár, hrópar til þín synd og fár, ánauð, blindni, ógn og blóð. — Ennþá hærri friðarljóð! Syng þú hærra, sæl og há sveitin drottins himnum frá; syng svo hátt, að hver ein sál heyri Drottins friðarmál; Syng svo hátt að hverja þjóð hrífi drottins sólarljóð! Margt óskáldlegra stendur enn í sálmabók vorri. En kannske hefir sálmabókarnefndin ekki kunnað við 'þessa lögeggjan séra Matthíasar til englanna, senr sennilega er bæði frum- leg og fágæt í sálmakveðskap. Líta má þó einnig á hana sem „hróp af heitum dreyra“, og vissulega er það bæn frjálsborins anda. Hér kemur annar jólasálmur efíir séra Matthías, sem ekki hefir þótt tæk- ur í sálmabók: Nú hljómar dýrð frá himui og jörð með hósíanna og þakkargjörð. Þvf irindum strax vort bræðralag og bjóðum Jesú góðan dag. Vér hneigjum þér, ó, blessað barn! Þú bendir yfir lífsins hjarn, svo kuldinn ber oss kærleiksarð og klakinn snýst í aldingarð. Þú brosir, jörð og himinn hlær, og hjarta hvert af gleði slær, þú talar, böl og beiskja fer; þú bendir, allir lúta þér. Þú blessar, heift og hatur flýr, þú liorfir, syndin burtu snýr; þú kallar, dauðir kasta hjúp; þú kennir, lífsins skína djúp. Þín kærleikstrú er lífsins ljós, vor líkn og frelsi, vizka, hrós; ó, gef þú mér þann gæfuhag að geta fæðst með þér í dag. Þess skal geta, að sálmarnir eru báðir styttir, og síðasta erindið sett saman úr tveimur. NN ER EFTIR að minnast á nokkra jólasálma, sem teknir voru inn í sálmabók vora 1945, en það er jólakvæði Stefáns frá Hvítadal: „Gleð þig særða sál,“ kvæði Guðmundar Guðmundssonar: „Kom blessuð, ljóss- ins hátíð“, og sálmur Jakobs J. Smára: „Ó, Jesúbarn." Öll eru þessi ljóð fallegur skáldskap- ur, en reynslan á eftir að sýna, hvort þeir koma til að vinna sér jafnmikið rúm og helgi í liugum manna og sumir hinna eldri sálma. Þegar litið er yfir sögu jólasálmanna í sálntabókmenntum vorum, þá eru þeir lengi framan af heldur fáskrúð- ugir og furðu snauðir af fegurð og andríki. Má það merkilegt heita, að skáld eins og Hallgrímur Pétursson, skyldi aldrei yrkja jólasálm. En á öid rétttrúnaðarins snerist hugsunin miklu meir um fórnardauða Krists en fæð- ingu hans og líf, og það var meira hugs- að um reiði guðs en kærleika hans og velþóknun yfir mönnunum. En þó jólasálmar vorir væru lengi í fátæklegum búningi, eins og þjóðin sjálf, sýnir það þó mikla tryggð við jólasöngvana, hvernig þeir hafa öld frarn af öld verið sungnir með hinu santa lagi, eins og kynslóð nam þá af kynslóð. Orðavalið hefir fríkkað eftir því sem smekkvísi og skáldleg tilfinn- ing hefir þróast, en sá undirstraumur trúartilfinningarinnar, sem söngurinn túlkar og gefur sinn sérstaka hátíð- arblæ, virðist ltafa verið líkur í ald- anna rás. Með jafn innilegri hátíðartilfinning ltafa ntenn áður fyrr sungið: „In dulci jubilo“, eins og vér syngjum nú: „Sjá hintins opnast hlið“. Geðblærinn ltef- ir verið líkur. Því að þegar öllu er á botninn livolft, er það söngurinn frem- ur en orðin, sem bezt túlka fögnuð hjartans. Og jólasöngurinn hefir orðið fagn- aðarstefið í krossgöngu þjóðarinnar, „eilífa lagið við pílagrímsins gleðisöng." ,J}jóst þú virkilega þessa holu tilV' 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.