Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 29
BÖRNIN í EVRÓPU (Framhald af bls. 19). í haust yfirfærði UNRRA 5 millj. dollara til sjóðsins, Bandaríkin hafa látið 15 raillj. og Kan- ada 5 millj. Frakkland hefur boðizt til að láta 6% af framlagi Bandaríkjanna. Suður-Ameríku- ríki munu leggja fram 20 millj. Samtals er það framlag, sem sjóðurinn getur nú vænzt frá með- limum Sameinuðu þjóðanna, ekki nema 70 millj. dollara. En ekki er meira fé fyrir hendi nú en nægir til þess að gefa rösklega 4 millj. barna litla máltíð á degi hverjum. Ekkert er til fyrir föt, meðul, skófatnað eða aðrar lífsnauðsynjar. ASTANDIÐ er svo vonlaust, að mörgum finnst, að ef ríkisstjórnir landanna sýni ekki meiri áhuga en orðið er, verði þjóðirnar sjálfar að taka málið upp á arma sína. Aðalforgöngumaður þessarar hugmyndar er Norðmaðurinn dr. Arne Ording, fulltrúa Noregs hjá Sameinuðu þjóðun- um. Fyrir hans aðgerðir er nú verið að undirbúa ávarp til þjóðanna af hálfu UN. Það mun taka sinn tíma, að fá það skipulag til alþjóðasamstarfs, sem til er, til þess að láta til sín taka, því að ætl- unin er að skipa nefnd í hverju landi, til þess að vinna að því, að allir þegnar verði gripnir alþjóðlegri ábyrgðartilfinningu og verði fúsir til að leggja eitthvað á sig til þess að bjarga mill- jónum ungra barna frá hörmungum og dauða. Einhvern ákveðinn dag einhvers mánaðarins verður farið fram á það, að allir vinnandi menn í öllum löndum, gefi daglaun sín, eða jafnvirði þeirra í næringarríkum fæðutegundum, til hjálp- ar börnunum. Hjálparsjóðurinn mun fá það fé, er safnast, til umráða. Dr. Ording hefur sagt um þetta: „Hinir prakt- isku og sálfræðilegu möguleikar svona fyrirætl- ana eru geysimiklir. Því, að hvaða gagni kemur okkur réttlátur heimur, ef engin börn eru til?" En nú er harður vetur genginn í garð, og eng- ar slíkar fyrirætlanir eru hlaupnar af stokkunum ennþá. Víst má telja, að það verði ekki fyrr en einhvern tima á næsta ári. Á meðan er reynt að halda í horfinu og hlynna að börnunum, eins og hægt er, fyrir tilstilli góðgerða- og líknarstofn- ana og margra ötullra manna og kvenna víða um lönd. En þessi hjálparbeiðni kemur, og þá eins til okkar íslendinga og annarra. Væri nú ekki rétt og gott, nú á þessum jólum, að færa forsjóninni og ættjörðinni þakkir fyrir velgengni liðinna tíma, með því að strengja þess heit, að styðja og styrkja þessa miklu menn- ingar- og líknarstarfsemi Sameinuðu þjóðanna, þegar kallið kemur? Þá má enginn skerast úr leik. — Jólahaldið í ár verður gleðiríkara, ef hver þegn vinnur það heit með sjálfum sér, að leggja fram sinn skerf. JÓLAGJÖFIN (Framhald af bls. 20). arnar. En svo voru nefndir allir gestir, sem komið höfðu að Stað á jólaföst- unni. Börnin höfðu fylgzt nákvæmlega með allri gestakomu og skrifað hana niður jafnóðum. Svo var dregið um gestina á aðfangadagskvöld. Piltarnir voru látnir draga jólameyjarnar, en stúlkurnar drógu auðvitað jólasvein- ana. Af þessu varð mikið en góðlátlegt gaman. Kiddi dró t. d. Siggu gömlu í Hlíð, sem var sjötugur sveitarómagi. Þessu næst var svo farið að afhenda jólagjafirnar, sem voru hvorki margar né veglegar. Mest voru það útprjón- aðir vettlingar, treflar, útskornir mun- ir og einstaka smáhlutir úr kaupstaðn- um. Þessar jólagjafir vöktu óblandna gleði og hrifningu, og þeim fylgdi góð- ur hugur. Kiddi fylgdist af forvitni með öllu, sem fram fór, en engri tilhlökkun. Hann bjóst ekki við neinni jólagjöf. Hann var ekki vanur þeim heima, svo að það þurftu því ekki að verða nein vonbrigði fyrir hann. En nú bar svo undarlega við, að húsmóðirin kemur til hans og réttir honum lítinn böggul. „Viltu þiggja þessa litlu gjöf, Kiddi minn?“ mælti hún hlýlega, um leið og hún rétti honum böggulinn. Kiddi brosti lítið eitt og rétti henni höndina. Hann gat einhvern veginn ekkert sagt í þetta sinn. Þetta var lítill og laglegur ullartrefill með bláum röndum. Hann gladdist af þessari hugulsemi og hlýju. Það var eitthvað í ætt' við ylinn og birtuna heima. Hann lagði trefilinn ofan á koddann sinn og horfði í kertaljósið sitt. Fólkið gekk um og skoðaði jólagjaf- irnar hvert hjá öðru. Einhver barnsleg gleði ljómaði í svip þessa fólks, sem margt var þó orðið roskið og hafði fyrir löngu lifað sín bernskujól. En eitt hið dásamlegasta við jólin er ein- mitt þetta, að þau gera okkur að börn- um á ný. Kiddi varð fyrir áhrifum af þessari saklausu og barnslegu gleði og hann fór loks að spjalla og gera að gamni sínu, eins og hinir. En þá skeði allt í einu stærsti við- burður þessara jóla. Eldhússtúlkan, ér ekki hafði haft tíma til að koma inn fyrr, kom nú inn í baðstofuna og hélt á litlum böggli í hendinni. „Jæja, Kiddi minn, eg var nú nærri búinn að gleyma að afhenda þér þenn- an böggul. Það eru nú skárri ósköpin! Það rignir yfir þig jólagjöfunum! Þú ert víst eini maðurinn á heimilinu, sem fær tvær jólagjafir." Að svo mæltu rétti hún Kidda lítinn böggul. Kiddi ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum og eyrum. En það var ekki um að villast. Hann hélt á böggl- inum í hendinni. Og þetta var jóla- gjöf! Hann þorði varla að taka utan af honum. Fyrst þurfti hann að leysa krossbandið, og það tók nokkurn tíma. Það var ekki siður þá að slíta eða skera slík bönd. Snærið þurfti að nota. Hann var líka svo skjálfhentur, að það tafði fyrir. Því næst vafði hann bréfinu utan af, og loks kom jólagjöfin í ljós. — Það var bók — bók í fallegu bandi. Hvílík jólagjöf! Því að hér sá hann aldrei neina bók. Hann opnaði bókina — Nýja Testa- mentið, og á fremstu blaðsíðu stóð: Gleðileg jól. Frd jjabba, mömmu og systkinunum. Honunr vöknaði um augu. Nú loks- ins kom jólafögnuðurinn og streymdi inn í sál hans. Hann gat ekkert sagt. Hann gat engu svarað fólkinu, sem var að spyrja hann. Hann gat ekkert nema glaðst. Og þessi blessaða og þráða jóla- gleði kom að heiman. Þaðan fann hann nú streyma ást og hlýju, sem vermdi sál hans. Hann vissi það, að systkini hans höfðu ekki fengið neina jólagjöf. En vegna þess að hann var nú einn meðal ókunnugra, höfðu foreldr- ar hans haft einhver ráð með að senda honum jólagjöf. Þetta var þeim líkt. Hann settist á rúmið sitt og fletti þessari dásamlegu bók. Undursamleg- ar og fagrar litmyndir voru á víð og dreif. Myndir frá Landinu helga og af sjálfum meistaranum, sem jólin voru helguð. Það var eins og myndirnar stigu lifandi út úr bókinni, og hann barst í anda alla leið til Landsins helga þar sem haldin voru hin fyrstu jól. Djúpur friður fyllti sál hans. Friður jólahelginnar. Og hann sofnaði um kvöldið eins og lítill saklaus drengur með Nýja Testamentið undir koddan- um sínum. En jafnskjótt og liann var sofnaður, hélt hann önnur jól heima í Garðshorni, hjá pabba og mömmu. Og hin helga nótt vafði allan kristinn heim í faðmi sínum. H. J. M. 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.