Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 5
bók vora. Enn hefur hann þýtt úr dönsku lítinn en hugljúfan jólasálm, sem vér mundum ekki vilja missa úr sálmabók vorri- „Sem börn af hjarta viljúm vér nú vegsemd Jesú flytja hér.“ o. s. frv. Sálmurinn er sunginn með hinu fagra lagi Berggrens. EF taka ætti jólasálmana eftir ald- ursröð, bæri næst að nefna þýzka sálminn: „Sjá, morgunstjarnan blikar blíð“ („Wie schön leuchtet der Mor- genstehr"), eftir Filippus Nicolai, prest í Hamborg (d. 1608), í glæsilegri þýðingu Helga lektors Hálfdánarson- ar. Sálmur þessi komst reyndar ekki inn í sálmabók vora fyrr.en 1886, þó að kunnur væri hann söngfróðum nrönnum hér á landi miklu fyrr. Lag- ið er einnig talið að vera eftir höfund sálmsins, og hefur það staðið í þýzkum sálmasöngsbókum frá 1599. Svro er að sjá, sem Bjarni Jónsson Borgfirðinga- skáld yrki sáhn sinn: „Gæzkuríkasti græðari minn“ undir þessu lagi, enda er lagboðinn: „Hvað morgunstjarnan skín nú skært“ notaður í sálmabók- inni 1772 (,,Höfuðgreinabókinni“), sem Hálfdan rektor Einarsson bjó til prentunar. Hér er þá einnig ljóð og lag ævagamalt í lúterskri kirkju. Enn hefur Helgi Hálfdánarson þýtt merkan jólasálm: „Syng með oss þakk- arljóð, himnanna herskari glaður“. Sálmurinn er eftir Gerhard Terstee- gen, vefara í Muhlheim við Ruhr (d. 1769). Hann var dulspekingur og lifði einsetumannslífi, og var talinn svo mikið göfugmenni, að nálgaðist hei- lagleik. Komu ýmsir til hans að leita huggunar sálum sínum. Sálmurinn er nokkuð styttur í útgáfunni 1945. Auk þessara þýðinga á frægum jóla- sálmum, dönskum og þýzkum, eigum vér í sálmabókinni tvo einkar vinsæla jólasálma, fruinkveðna eftir séra Helga Hálfdanarson. Eru það sálmarnir: »>Velkomin vertu, vetrarperlan fríð“, og: „Syng guði dýrð, hans dýrkeypt hjörð“. Hvortveggja sálmurinn er prýðisvel kveðinn, með sléttu og felldu rími, mjög kirkjulegir og mynd- arlegir. Aðeins hætti Helga Hálfdanar- syni við, að hlaða of miklu af guðfræði inn í sálma sína, og fer það sízt vel á jólasálmum. Gæddir voru þó sálmar Helga þeim trúaryl og skáldlegu leiftrum, sem gerir þá hugþekka, enda var Helgi lektor Hálfdanarson, eins og kunnugt er, einn af aðalhöf- undum sálmabókarinnar 1886 og orti nálægt því þriðjung hennar. Helgi Hálfdanarson var fyrst prestur í Kjal- arnesþingum og síðan að Görðum á Alftanesi. En 1867 gerðist hann kenn- ari við Prestaskólann og varð seinna forstöðumaður hans. Hann andaðist í Reykjavík 1894. Séra Helgi Hálfdanarsonar. EINI frumkveðni sálmurinn, sem stóð í Aldamótabókinni, og staðið hefur til þessa dags í sálmabók vorri, aðeins með lítils háttar lagfæringum, er sálmur séra Þorvalds Böðvarssonar: „Dýrð sé guði í hæstum hæðum“. Er það mikill og voldugur lofsöngur, sem sunginn er með frönsku lagi frá miðri 16. öld. Séra Þorvaldur Böðvarsson var síð- ast prófastur í Holti undir Eyjafjöll- um (d. 1836), lærdómsmaður mikill og hainhleypa til starfa, en átti við ýmis- legt mótdrægt að etja um dagana. Ævi- sögu hans, að sumu leyti eftir sjálfan liann, er að finna í Fjölni, 3. árgangi. Hann átti 62 sálma í Aldamótabók- inni, og var eitt höfuðskáld hennar, en nú munu ekki vera nema þrír sálmai eftir hann í sálmabók vorri, og ætla eg, að af þeim muni: „Dýrð sé guði í hæstum hæðum“ verða langlíf- astur. Á er eftir að nefna þann sálminn, sem vinsælastur hefur orðið af þeim, sem fyrst birtir voru í Nýjum Viðbæti 1861, en það er jólasálm- ur Sveinbjarnar Egilssonar rektors: „Heims um ból“. Er það sá jólasálm- ur, sem börnum og unglingum hefur ef til vill orðið kærastur, og svo mjög liefir sungizt inn í trúarvitund manna, að sennilega liefur oftast verið með liann farið allra jólasálma síðan. í Ljóðmælum Sveinbjarnar (1856) er sálmurinn nefndur: „Jólalofsöngur", og gerð við liann svo hljóðandi atliuga- semd: „Lagið og hugsunin er tekin eftir þýzka kvæðinu: „Stille Nacht“. Hér er því raunverulega um stælingu að ræða, en ekki þýðingu, enda er þýzki sálmurinn sex erindi, en sá ís- lenzki ekki nema þrjú. Frumsálmurinn er eftir séra Jósef Mohr, sem var prestur í Hallein, litlu fjallaþorpi í austurrísku Ölpum. Var liann ortur á jólanótt 1818, og eru sögð þau tildrög til þess, að prestur var sóttur til að skíra nýfætt barn þar í fjallabyggðinni, hjá fátækum hjón- um, og varð sálmurinn til í huga hans á heimleiðinni, er liann gekk gegnum skógarkyrrðina í nýföllnum snjó og stjörnuskini. rnnst lionum dásemd jólanna liafa oorið fyrir augu sín á þessari stundu Skólakennari þar í þorpinu , að nafni Franz Xaver Gru- ber, gerði lag við sálminn daginn eft- ir, og þannig sungu þeir, presturinn og skólakennarinn, sálminn við undir- leik gítars. Barst ljóð og lag á ör- skömmum tíma út um heim allan og er nú sungið á fjöldamörgum þjóð- tungum. Sveinbjörn Egilsson var söngvinn vel og lék oft fyrir börn sín á hljóð- pípu, eða söng með þeim í rökkrinu Sveinbjörn Egilsson. á kvöldin. Hef eg heyrt þá sögu um Jólalofsöng Sveinbjarnar, hafða eftir Benedikt Gröndal, syni lians, að Ijóðið hafi orðið til, er hann var eitt sinn að velja af fyrir börnum sínum, meðan

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.