Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 4
ir hina undursamlegu reynslu foreldra- gleðinnar, að hún verður þeim einnig kær, sem eldri eru. EINKENNI beztu jólasálmanna er þá líka það, hvernig tekst að lýsa þessum atburði og túlka hann. í jóla- sálminum er það einkum barnið í jöt- unni, sem hyllt er og sungið er um, barnið fátæka, sem á að verða frelsari heimsins. Þar er einnig lýst engla- söngnum: Um dýrð guðs föður, frið á jörð og föðurást á barnahjörð Yndislega lýsir séra Matthías Jochumsson jólahátíðinni í Skógum, er hann man „fullvel“ eftir fimmtíu ár: Kertin brunnu björt á lágum snúð, bræður fjórir áttu ljósin prúð, mamma settist sjálf við okkar borð: sjáið ennþá man eg hennar orð: „Þessa hátíð gefur ykkur guð, guð. hann skapar allan lífsfögnuð, án hans gæzku engin sprytti rós, án hans náðar dæi sérhvert ljós. Þessi ljós, sem gleðja ykkar geð, guð hefir kveikt, svo dýrð hans gætum séð; jólagleðin ljúfa lausnarans leiðir okkur nú að jötu hans.“ Síðan hóf hún heilög sagnamál, himnesk birta skein í okkar sál; aldrei skyn né skilningskraftur minn skildi betur jólaboðskapinn. MARGIR jólasálmarnir eru svo að segja alþjóðaeign og hafa verið sungnir öldum saman í kristnum lönd- um. Elzti jólasálmurinn í núgildandi sálmabók vorri mun vera sálmurinn: „1 Betlehem er barn oss fætt“. Þetta er að stofninum til ævagamall latnesk- ur sálmur frá 13. öld („Puer natus in Bethlehem"), og er liann nú sunginn með dönsku lagi, sem einnig er talið að vera frá miðöldum. Sálmurinn var fyrst þýddur í sálmabók Guðbrands biskups 1589, en stóð síðan í Grallar- anum og sálma- og messubókinni, sem gefin var út á Hólum 1742. Var sálmurinn upphaflega 10 erindi, og hljóðar hið fyrsta þannig í sálma- bók Guðbrands: Borinn er sveinn í Betlehem, bezt gleðst af því, Jerúsalem. Hallelúja. í Aldamótabókinni (,,Leirgerði“) er sálminum sleppt, en hann er aftur tekinn upp í Nýjan Viðbæti 1861, þá í lagfærðri þýðingu eftir séra Stefán Thorarensen, nema felld eru úr þrjú erindi. Þannig var sálmurinn prentað- ur í sálmabókum Péturs biskups. Hefst nú sálmurinn á þessa leið: Oss barn er fætt í Betlehem, þeim boðskap fagnar Jerúsalem. Hallelúja. Loks tók séra Valdimar Briem sig til og orti sálminn alveg upp að nýju líkt og Grundtvig hafði áður gert í Danmörku, og þannig birtist hann oss fyrst í sálmabókinni 1886. Er sálmur- inn nú 9 erindi og reyndar endurkveð- inn fremur en þýddur, enda er hann nú í stórum fegurri og skáldlegri bún- ingi en jafnvel latneski frumsálmur- inn, þó jafnframt svo einfaldur, að hvert barnið skilur. Þetta er fagnaðar- söngur. Mannanna börn taka undir söng englanna, og „Hvert fátækt hreysi höll nú er, því guð er sjálfur gestur hér. Hallelúja. TVEIR jólasálmar Lúthers hafa staðið í sálma- og messusöngs- bókurn vorum svo að segja frá siða- skiptum. Annar þessara sálma: „Heiðra skulum vér herrann Krist“ („Gelobet seist du, Jesu Christ“), var upphaflega þýddur af Marteini bisk- upi Einarssyni og stóð í sálmabók hans 1555. Hljóðar upphafserindið þannig: Heiðra skulum vér lierrann Krist, hann varð maður af guðdómslist, fæddi hann mey sú, er fremsta veit, fyrir það gleðst öll englasveit. Kyrie-eleison. í sálmabókum Guðbrands og Grall- aranum kernur sálmurinn í nýrri þýð- ingu og naumast betri og er þá notað- ur fyrir messuupphaf (introitus) á jól- unum. Hefst hann nú þannig: Heiðra skuium vér herrann Krist að hann maður oss fæddist af hreinni jómfrú María og því gleðst öll sveit englanna Kyrie-eleison. Hinn jólasálmurinn eftir Lúther, sem ekki síður er frægur, er sálm- urinn: „Af himnurn ofan boðskap ber“ („Vom Himrnel hoch Da kam ich her“). Þessum sálmi fylgir sú saga, að Lútlier liafi ort hann eitt sinn, er hann sat yfir vöggu sonar síns á jólanótt. Eins og kunnugt er, var Lútlier söngv- inn mjög og allvel skáldmæltur, og orti hann marga sálma, og er jafnvel talið, að hann hafi eitthvað fengizt við tónlagasmíði. Lék hann stundum á gígju eftir kvöldverð og lét þá börn sín syngja með. Sálmur þessi er líka kallaður barnalofsöngur í sálmabók Guðbrands (1589), en í Grallaranum: „englalofsöngur um blessaða barnið Jesú“. Var sálmurinn upphaflega 15 erindi, og hljóðar hið fyrsta þannig í útgáfum Guðbrands: Ofan af himnum hér kom cg, hef eg tíðindi gleðileg, tíðindi góð vil eg yður tjá trúa megið þér víst þar á. Sálminum var útskúfað úr Alda- mótabókinni, en séra Stefán Thoraren- sen þýddi hann upp að nýju og stytti um þriðjung, og birtist hann þannig í Nýjum viðbæti. Og í sálmabókina 1886 var hann síðan tekinn með lítils- háttar breytingum, og stendur hann þannig enn í sálmabók vorri. Sálmur- inn hefur ávallt verið sunginn með hinu sama lagi frá því um siðaskipti. Séra Stefán Thorarensen. Séra Stefán Thoraensen (f. 1831, d. 1892) var um tæpt þrjátíu ára skeið prestur að Kálfatjörn. Hann var skip'- aður í sálmabókarnefndina 1867 o? 1878, og voru eftir hann 34 sálmar í sálmabókinni 1886, en 29 í núgild- andi sálmabók. Hann var lipurt skáld og söngvinn mjög og þótti tóna lista- vel. Frumkveðnir sálmar hans voru þó snjallari en þýðingarnar, og má í því efni benda t. d. á sálminn nr. 35 í sálmabók vorri: „Mín sál, þinn söng- ur hljómi“, sem er sérstaklega skáld- legur. Mikla þökk á þó séra Stefán skilið fyrir að hafa komið þessum klassisku sálmum aftur inn í sálma- 4

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.