Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 8
Biókemiska Institutet i Helsingfors. aðstöðu og áhöld til rannsókna, en þetia átti eftir að breytast mjög til batnaðar. Árið 1920 réði samband mjólkurbúanna ungan vísindamann til þess að veita rannsóknarstofunni forstöðu. Þessi maður hét A. I. Vir- tanen, og var þá aðeins 25 ára gamall. Hann var útskrifaður frá háskólanum í Helsinsifors 02; hafði stundað fram- haldsnám í Sviss og Svíþjóð. Strax og hann hafði tekið við forstöðu rann- sóknarstöðvar samvinnu-mjólkurbú- anna, tók hann að færa út kvíarnar, leggja stund á ýmisleg líffræðileg við- fangsefni, samhliða eftirlitinu með gæðum mjólkurinnar, Smám saman fóru hin vísindalegu viðfangsefni að skipa meira rúm. Ungir vísindamenn og námsmenn sóttu að stofnuninni til frekara náms og tilrauna undir hand- leiðslu Virtanens. Loks kom að því, að rannsóknarstofan var orðin allt of lítil og ófiullkomin að öllum útbúnaði. Þá var það, árið 1928, að sambönd kaup- félaganna í landinu efndu til sjóðs- myndunar til þess að efla efnafræði- lega rannsóknarstarfsemi í þágu at- vinnuveganna. Samvinnumenn höfðu hafið þetta starf í rannsóknarstöð mjólkurbúanna. Og nú höfðu þeír frumkvæðið að því, að undirbúin var efling og aukning þess. Síðar bættust fleiri aðilar í hóp þeirra, er lögðu fram fé í þennan sjóð, þar á meðal nokkrir bankar, og innan tíðar var hafist handa um byggingu hæfilegra húsa- kynna fyrir þessa starfsemi og útvegun áhalda og annars búnaðar. Þessum framkvæmdum var lokið árið 1934, og flutti Virtanen þá í hin nýju húsa- kynni, ásamt starfsfólki sínu, og þar hefur hann starfað síðan, í þessari stofnun, sem byggð er að mestu fyrir fé samvinnumanna og kostuð af þeim að verulegu leyti. En því fé reyndist ekki illa varið. Hinar stórmerku rann- sóknir Virtanens Umfangsmesta rannsóknarefni Vir- tanens og samstarfsmanna hans á sviði gerlafræðinnar fjallar um svokallaðar hnúðbakteriur. Þessar bakteríur finn- ast í jörðu og í róturn belgjurtanna og mynda þar nokkurs konar hnúða, og eru afarþýðingarmiklar fyrir gróður- líf náttúrunnar og landbúnaðinn. í rótarhnúðum belgjurtanna mynda þær úr köfnunarefni andrúmsloftsins lif- ram sambönd, og taka belgjurtirnar þannig köfnunarefnisnæringu sína beint frá andrúmsloftinu. Við getum gert okkur í hugarlund, hvílíka liag- nýta þýðingu þessi myndun lífrænna köfnunarefnasambanda úr óbundnu köfnunarefni andrúmsloftsins hefur, fyrir tilverknað hnúðabakteríanna, þegar við athugum, að tilraunir í rannsóknarstofunni í Helsingfors hafa sýnt og sannað, að einn hektari lands, vaxinn smáragrasi, getur unnið úr andrúmsloftinu á einu sumri köfn- unarefnismagn, sem samsvarar 1000— 2000 kg. af saltpétri, og breytt Jdví í líf- ræn efnasambönd, sem eru jurtunum nothæfur körununarefnisgjafi. Rannsóknirnar leiddu sem sé í ljós, að ræktun belgjurta hafði í för með sér mikla möguleika fyrir eggjahvítu- framleiðslu landbúnaðarins. Hér skyggði þó nokkuð á, að erfitt var að geyma hið eggjahvíturíka fóður til vetrarins. Eldri rannsóknir sýnduu, að t. d. eggjahvíturíkt liey rýrnaði mjög að gæðurn við geymslu, og nam næringarefnatapið jafnvel 30—50%. Verkun grænfóðurs Var hægt að forðast þetta mkila efnatap og skemmdir fóðursins? Það prófessor -Virtanen -leitaðist -við -að svara þessari spurningu, byrjaði hann tilraunir sínar með verkun grœnfóð- urs. Með hliðsjón af fyrri rannsóknum sínum á áhrifum vetnisíónþéttleikans pH á gerjun,klofningueggjahvítuefna og öndun plöntufrumanna, komst fljótlega að þeirri niðurstöðu, að geymsla grænfóðurs án skaðlegra efna- breytinga hlaut að heppnast, ef vetnisíónþéttleiki fóðursins var með tilstyrk sterkrar sýru skyndilega settur niður fyrir pH4. Tilraunir sýndu og, að með því að nota sterka, ólífræna sýru, varð þessu marki náð á mjög hagkvæman hátt. Þannig var leyst þrautin um varðveizlu næringargildis fóðursins yfir geymslutímann, og þýð- ing þessa átti brátt eftir að koma í ljós fyrir landbúnað Finna og fleiri landa. Eftir að aðferðin hafði verið marg- reynd, var hn gerð heyrinkunn og hlaut hún nafnið AlV-aðferðin, og var því nefnd eftir upphafsstöðum A. I. Virtanens. Þessi aðferð, og ýms af- brigði hennar, hefur verið reynd í ýmsum löndum og hvarvetna reynst hin þarfasta. Prófessor Virtanen hefur sett fram tillögur um nýtt ræktunarkerfi, byggt á rannsóknum ltans urn praktíska framleiðslu eggjahvítuefna og köfn- unarefnisáburðar. Þetta kerfi byggist á eftirfarandi staðreyndum:

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.