Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 22
Foreldrar og börn OFT heyrist fullorðna fólkið segja: „Jú, jú, maður gefur I börnunum leikföng, en hvað gera I þau við þau? Brjóta og eyðileggja!“ I Ef einhver úr hópi heimilismanna \ brýtur glas eða missir niður af | bakka, þá er það vitaskuld bara i óhapp eða slys, en ef barn brýtur \ leikfang, er það kallað „eyðilegg- i ing“. Eg ræddi um þessi mál við I reynda rnóður nú nýlega. Það er í enginn vafi á því, sagði hún, að | börnin þarfnast leikfanga, sem veita | hvort tveggja, starf og skemmtun, | og það er venjulega álit foreldr- i anna, að leikföngin eigi að „end- Í ast“. En þegar við gefum barni Í brothætt og veigalítið leikfang og Í það brýtur Jrað, erum við jafn ábyrg I barninu. Stundum gefum við vita- i skuld leikföng, sem ekki er ætlast | til að endist, eins og t. d. gúmmí- Í blöðrur og þess háttar, en um önn- I ur leikföng, sem keypt eru og ætl- I ast er til að dugi lengri tíma, er það Í að segja, að miðað við hina miklu I notkun og það, sem lagt er á þau, Í eru þau litlu sterkari en gúmrní- I blaðran eða sápukúlan. Hins vegar er algengt, að sterk- Í byggð leikföng, t. d. bátar, bílar, I brúðurúm o. fl. þess háttar úr tré, i dusri árum saman. Sumt af slíkum I leikföngum, sem hér fást í verzlun- uni og framleidd eru innanlands, eru hentug og sterk, en ekki nema sumt af Jjeim. Ovandaður frágang- ur einkennir allt of mörg þeirra, og foreldrar þurfa að gefa slíku gaum. Verðið eitt segir alls ekki til urn það, hvort búast megi við því að leikfangið endist. EN hversu sterkt og traust, sem leikfang er, verðum við að gera ráð fyrir eðlilegu sliti og líta á leik- fangið eins og hlut, sem þarf að endurnýja, alveg eins og okkur linnst sjálfsagt að endurnýja annað slagið eldhúsáhöld og önnur tæki liinna fullorðnu. Við gerurn vissu- lega ráð fyrir því, að ýmis konar húsbúnaður gangi úr sér og slitni, hvers vegna þá að ætlast til ]:>ess að leikföng barnanna endist alla æsk- una? Eg hef rætt um „skemmdarfýsn- ina“ við kennara og fólk, sem mík- ið umgengst börn. „Eg veit, að fólk segir stundum: Maður er ekki fyrr búinn að gefa þeim hlutinn, en þau brjóta hann,“ sagði einn Jreirra. „Og maður heyrir þetta æði oft. Vitaskuld viðurkenni eg, að börnin brjóta oft leikföng sín, en það er venjulega alls ekki af eyðileggingar- fýsn. Mæður, sem vel fylgjast með sálarþroska barna sinna, geta skorið úr um það. Ef barnið virðist af ásettu ráði brjóta og eyðileggja liluti, þá er heppilegt að láta það fá eitthvað í hendur, sem J:>að má nota að vild, án þess að Jrað sé snuprað fyrir það eða þurfi að hafa sam- vizkubit fyrir ójrekkt. í slíkum til- fellum getur einnig verið heppilegt, að breyta til um leikaðferð, lofa barninu t. d. að reka nagla í trjá- kubb. Þannig getur löngun Jress til barsmíða og stórverka fengið útrás. í annan stað geta kubbaborgir verið góð afþreying undir slíkum kring- umstæðum, og geta börnin unað við að byggja þær og ryðja þeim um koll aftur löngum stundum. Þetta er einn kostur kubbanna, og er skaði, hvað þetta sterka, einfalda og ágæta leikfang er orðið sjaldséð hér á seinni árum.“ 22 I^G veit um foreldra, sem liafa út- H. vegað sér_ kubba, sem ætlaðir eru fyrir 10—14 ára börn. Þeir eru ekki til þess að leika með þá á gólf- inu, heldur til þess að byggja á borði, og gerð kubbanna er þannig, að barnið getur, með dálítilli hug- vitssemi, látið byggingar sínar líkj- ast húsum, flugvöllum og öðrum mannvirkjum. Þetta er ágæt nýjung og mundi bæta úr mikilli þörf, ef algeng væri, því að það er áberandi skortur á leikföngum fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 6—14 ára. A þssurn árum verða börnin oft út- (Framhald, á bls. 23).

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.