Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 18
„BORNIN ÞJAST AF HUNGRI“ „DRENGUR LEITAR SER TRAUSTS“ Þessar teikningar eru eftir kiinna, pýzka lislakonu, Kaethe Kollwitz; teikningar henhar lýsa vel harmsögulegum atburðum nútimans. BÖRNIN I EVRÖPl); HIN ÞÖGULA, ÞJÁDA SVEIT ANNARS STAÐAR í þessu hefti er sagt frá jólahaldi á íslandi að forntt og nýju og frá jólasiðum í ýmsum löndum. hcssi frásögn er af hamingjuríkum minningum, jafnvel þótt oft hafi skort allsnægtir. Enginn stóð þó svangur upp frá jólaborðinu, og fáir eru þeir, sem hafa klætt jólaköttinn á landi hér á liðnum áratugum. Nú ganga jólin enn í garð. Þatt verða enn hamingjuhátíð, andleg og líkamleg uppörvun fyrir nnga og aldna, liátíð fjölskyldunnar og hins góða heimilislífs víðast í byggðum landsins. Borð hlaðin af krásum og góðar gjafir handa flestum, jafnvel þótt ekki verði nú jafn mikið í þær borið og oft áður. Við höfum því vissulega Jólahaldið í ár verður gleðiríkara, ef hver þegn vinnur það heit með sjálfum sér, að leggja fram sinn skerf. ástæðu til að vera þakklát ættjörðinni og for- sjóninni fyrir hið góða fóstur liðinna ára, og minnast þess, að í okkar sporum mundi margur vilja standa á þessum jólum. Það er hollur lær- dómur nú, að rifja það upp, að í mörgum lönd- um Evrópu og Asíu ríkir hin sárasta neyð á þess- um jólum, og að á sama tíma og börnin okkar ganga prúðbúin í kringttm jólatrén sín — jafnvel þótt trén verði með fátæklegasta móti — búa 30 —60 milljónir barna í þessum heimsálfum við hungur og klæðleysi, eiga naumast þak yfir höfuðið annað en hellisskúta eða hálfhrunda kjallaraholu. Þúsundir þessara barna bera rninjar stríðsins í sál og á líkama og munu bera þær til æviloka. Mikill fjöldi varð fyrir stórslysum í loftárásum styrjaldarinnar, hökta um á öðrum fæti eða mega sig tæpast hræra, og þó eru e. t. v. dýpri sárin, sem ástvinamissir og upplausn lieim- ilisins hafa markað í sál þeirra. „Þessi börn kvarta ekki.“ segir bandarísk hjúkr- unarkona, sem hefur kynnt sér ástandið, í grein í amerísku tímariti nú nýlega. „Enginn hefur séð þau fara kröfugöngur til bústaða sendiherra, ríkisstjórna eða hernámsvelda, eða bera kröfu- spjöld. Þau eru liin þögla sveit í veröldinni í dag, og það er furðulega hljótt um þau rneðal þeirra, sent heilir eru og við allsnægtir búa.“ Erfiðasta viðfangsefni þeirra, sem láta sig þessi mál nokkru skipta nú, er sulturinn. Hann stafar frá styrjöldinni, sent eins og allar styrjaldir fyrr og síðar, lagði í rústir bændabýli og borgir, eyddi bústofni og skildi við sviðið land, en að- eins í miklu stærri stíl en áður. Stríðið eyddi fjölskyldulífinu að meira eða minna leyti og upprætti möguleika barnanna í mörgttm lönd- um til hamingjuriks heimilislífs og tók frá þeim næringuna, sem þau þarfnast mest af öllu á þroskaskeiði. 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.