Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 15
miklar' lagasetningar um náttúrufrið- un. En vert er þó að geta þess, að þótt skemmd séu náttúruverðmæti, stafar slíkt sem betur fer hvergi nærri ætíð af skemmdarfýsn, jafnvel sjaldnast af þeirri ástæðu, heldur er orsökin hugs- unarleysi og misskilið mat á fegurð og fjölbreytni náttúrunnar og meðferð hennar. Eg efast t. d. ekki um, að margan', sem kæmi að Þrasakletti, er rósin er þar í ful'lum blóma, mundi fýsk að skreyta sjálfan sig með blóm- uin hennar, og því í fullkomnu hugs- unarleysi brjóta af blóm og greinar í þt í skyni, án þess að nokkur skemmd- arliöngun væri þar að verk-i. En slíkt gæti orðið örlagaríkt fyrir rósina sjálfa. Líkt er því farið, að marga fýsir að taka rótarsprota fagurra plantna og flytja heim í garða sína, þótt óvíst sé um árangur. Sá ræktunaráhugi hefur orðið einni rós á landinu að bana, og spillt annarri stórum. Af þessum sök- uni, sem nú er tjáð, er það knýjandi nauðsyn, að Itafizt verði lianda af lög- gjafarvaldinu um almenna náttúru- friðun, og það heldur fyrr en seinna. Útþensla bæjanna, aukin ræktun og ferðalög til staða, sem áður voru fjarri alfaraleið, eykur hættuna á eyðingu náttúruverðmæta með hverju árinu sem líður. Þótt ákjósanlegast væri, að friðlýsing þeirra staða kæmi innan frá úr hjörtum og hugskoti hvers einstak- lings, þá er of langt eftir því að bíða. En þótt sti lagasetning, sem nauðsyn- leg er, kæmi, er engu að síður full ástæða til fyrir skólana, æskulýðsfélög- in, og livern einstakling, að ala upp í brjósti sér friðunarlög, sem þeim kæmi aldrei til liugar að brjóta. Rósin í Þrasakletti, og ótalmargir staðir og plöntur bíða eftir vernd. Að Bergþórshvoli Þeir munu ekki vera margir íslend- ingar, sem komnir eru á legg og læsir orðnir, er ekki þekkja nafnið Berg- þórshvoll. Þótt lestri fornrita vorra hafi að líkindum hnignað á síðari ár- um, er máttur Njálu svo mikill, að nöfnin Bergþórshvoll og Hlíðarendi láta kunnuglega í eyrum hvers íslend- ings. Við þá staði eru tengdir miklir atburðir og minnisstæðir. En það er ekki einungis á íslandi, sem nöfn þessi eru kunn. Vafasamt mun, hvort nokk- ur íslenzk bæjanöfn, a. m. k. Hlíðar- endi, eru kunnari meðal erlendra þjóða. Svo víða hefur Njála borizt eða skáldrit ort út af atburðum hennar og örlögum söguhetjanna. Einkum hefur Gunnar á Hlíðarenda orðið róman- tísk hetja í sögum og söngvum; ber þar bæði til glæsibragur sá, er höfundur Njálu gæðir hann, en ef til vill mest afdrif hans, er hann sneri aftur -til Hlíðarinnar fögru, til Jæss að deyja. Um spekinginn Njál, kvenskörunginn Bergþóru og syni þeirra hefur verið liljóðara, a. m. k. utan Islands. En lengi mun þó Njálsbrennu minnzt verða á landi hér og dauða Bergþóru og Njáls og sona þeirra. En mjög koma Hlíðarendi og Bergþórshvoll misjafnt við sögu íslands. Svo má heita, að Bergþórshvoll hVerfi ur sögunni, þeg- ar eftir að kulnaðar eru glæður Njáls- brennu. Saga íslendinga er frá önd- \ erðu að mestu leyti persónusaga, þ. e. saga þeirra manna, er með völd hafa farið eða á einhvern hátt borið af al- menningi til góðs eða ills. Spakmælið „þess verður getið, sem gert er“, hefur sannazt þar furðu áþreifanlega. Um líf og baráttu I jöldans vitum vér furðu- lega lítið. Má það gott heita, ef nöfnin ein liafa geymzt í ættartölu eða ein- hverju þvílíku. En þetta viðhorf sög- unnar speglast furðuvel í örlögum hinna tveggja staða, sem eru brenni- deplarnir í viðburðum eins hins fræg- asta rits, sem skráð hefur verið á ís- lenzku. Hlíðarenda ber hátt yfir land- ið í glæsibrekkum Fljótshlíðar nærri alfaravegi. Þangað sést vítt að, og þar um hafa leiðir margra legið öld eftir öld. Saga staðarins er í samræmi við legu hans. Þar sátu löngum valdamenn og auðugir héraðshöfðingjar, er mjög koma við sögur á öllum öldum, og þar hafa alizt upp höfuðskáld. En loksins svarf Þverá svo að landinu, að höfuð- bólið breyttist í venjulegt bóndabýli, en legu þess fékk hún eigi breytt. En á sama tíma og ljómi auðs og valda lék um Hlíðarenda uppi í hlíðinni. hvarf Bergþórshvoll sýnum fjöldans, þar sem hann kúrði niðri á lágsléttu Landeyjanna. Eg geri ráð fyrir, að þeir séu ekki ýkjamargir, þótt kunn- ugir séu alfaraleiðum um Suðurland, sem gert hafa sér þess fulla grein, hvar Bergþórshvoll væri, nema einhvers staðar niðri á láglendinu, suður undir sjó. Vafalaust á hann þó sína sögu, eins og aðrir staðir, þótt hvergi sé hún skráð. Vart getur ólíkari menn en þá Gunnar og’ Njál sögunnar. Bardaga: manninn, búinn hinu glæsilegasta lík- amsatgervi, en gáfumann lítinn, og spekinginn, kyrrláta og djúpúðga, er rýndi örlög manna, en sennilega frem- ur ósjálegan að ytri sýn. Og má það ekki kallast einkennileg tilviljun, að setur þeirra skuli að nokkru spegla þessi megineinkenni söguhetjanna. Hin glæsilega hetja býr við þjóðbraut, þar sem hátt ber yfir, en spekingurinn býr fjarri alfaraleið, og setur hans vek- ur ekki athygli nema í næsta nágrenni. Ef Njála væri skáldsaga frá rótum, væri næsta eðlilegt að höfundurinn hefði látið einkenni söguhetja sinna koma fram í bústaðavali þeirra. Það væri einungis í samræmi við aðra þætti sögunnar og hnitmiðun þeirra. En hverfum nú að Bergþórshvoli nútímans. Bergþórshvoll er í Vestur- Landeyjum. Stendur bærinn á vestur- ljakka Affallsins, sem sýnilega hefur brotið land jarðarinnar allverulega, og skammt má kallast suður að sjó. Land- eyjarnar eru sem kunnugt er geysivíð- lend slétta, sem að mestu er mynduð af framburði Markarfljóts, og greinast kvíslar þess um hana. Af ofan skilur Þverá Landeyjarnar frá uppsveitun- um. Fátt hæða eða kennileita er á sléttu þessari, sem einungis er fáa metra yfir sjávarmáli. Einstaka lágir hólar rísa þó upp af henni, og stendur Bergþórshvoll á einum þeirra. Eg ef- ast ekki um, að margir ímyndi sér, að Bergþórshvol beri hátt yfir sléttuna, og hvollinn, sem bærinn dregur nafn af, sé umfangsmikill, Mun frásögnin af Njálsbrennu eiga þar drýgstan [)áti- inn, þar sem segir af atför Flosa, og gefið er í skyn ,að þeir hafi komizt ósénir heim undir bæinn, og leynzt í dalverpi í hvolnum 100 manns með 200 liesta. Mér hafði sjálfum ætíð farið svo áður. En ekkert er fjær sanni. Bær- inn stendur á lágum hólrana, sem liggur frá austri til vesturs. Er bærinn á vesturhluta ranans, sem lægra ber, en austan við hann rísa tveir hólkollar og dæld grunn í milli þeirra. Er hún hinn eini dalur í hvolnum, sem til er. Hólkollarnir eru einungis 6—8 m hærri en mýrarnar umhverfis þá. En þótt hæðin sé ekki meiri, er sarnt ó- hugsandi eins og staðhættir eru nú, að fjölmenni lxefði komizt þar lxeim und- (Framhald á bls. 26). 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.