Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 7
Samvinna vísindanna og kaupfélaganna f NORRÆNA baðamannafundin- /\um í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar ræddi eg eina kvöldstund við Elis Karlsson, ritstjóra finnska sam- vinnublaðsins ,.Samarbete“. Margt bar á góma. Mér lék liugur á að heyra sagt frá samvinnustarfsemi Finna og ýms- um nýjungum, er þeir hafa beitt sér fyrir. Finnar standa, sem kunnugt er, mjög framarlega í röð þeirra þjóða, sem hafa að verulegu leyti tekið sam- vinnuna í þjónustu vörudreifingar og framleiðslu. Reir halda og uppi fjöl- breyttri samvinnufræðslu og menn- ingarstarfsemi innan samvinnuhreyf- ingarinnar. Eg hafði einhvern tíman heyrt þess getið, að hinn frægi vísindamaður, prófessor A. 1. Virtanen væri áhuga- samur samvinnumaður. Spurði eg því Finnann, hver væru tengsl hans við samvinnufélögin, og kom í ljós, að þau Prófessor Virtanen á rannsóknarstofu sinni. Sagt frá hinum heimskunna vísindamanni og Nobelsverðlauna- hafa A. I. Virtanen, störfum hans og tengslum við samvinnu- hreyfinguna voru miklu merkilegri og sterkari en mig hafði órað fyrir. Þessi heimsfrægi vísindamaður — hann hlaut Nóbels- verðlaun 1946 — er í raun og sann- leika ágætur samvinnumaður, og hann hefur helgað starfskrafta sína þróun samvinnufélagsskaparins og landbúað- arins í Finnlandi að verulegu leyti, en þessir aðilar hafa aftur á móti borið gaAu til þess að veita honum góð starfs- skilyrði og stuðla að því, að hinar frá- bæru gáfur hans fengju að njóta sín. Og það sannaðist hér, að fé því, sem varið er til vísindastarfa og rannsókna hæfra manna, er ekki kastað á glæ. Finnsku samvinnufélögin hafa, á liðn- um árum, fengið það allt margfaldlega endurgreitt. Svo mikilvægar hafa þær reynst, rannsóknirnar, sem prófessor Virtanen hefur gert, og verður þýðing þeirra fyrir finnskan landbúnað ekki auðveldlega metin til fjár. Eftir því, sem eg komst næst í þessu lauslega samtali, var hér um fróðleik að ræða, sem gaman væri fyrir íslenzka samvinnumenn að kvnnast, einkum þá, er jarðrækt stunda. Fór eg þess því á leit við Finnann, starfsbróður minn, að hann sendi mér, er heim kæmi, eitt- hvað af því, sem ritað hefur verið um Virtanen og störf hans, og gæfi mér þannig kost á því að rekja það helzta fyrir lesendum Samvinnunnar. Nú fyr- ir skömmu barst mér bréf frá honum og ýmis konar upplýsingar um þennan merkilega þátt í samvinnustarfi Finna, sem tengdur er órjúfandi böndum við nafn þessa ágæta vísindamanns. Þykir mér nú hlýða að segja Irér frá nokkr- um helztu atriðunum. Verður það Prófessor A. I. Virtanen hlaut j | Nobelsverðlaun órið 1946 fyrir | ! rannsóknir sínar á sviði gerla- ) | fræðinnar. Margir hafa heyrt ; | þessa getið, en færri vita hitt, að < í þessi ágæti vísindamaður hefur ; um áratugi starfað á rannsóknar- < \ stofnun, sem samvinnuhreyfingin í > kom á fót. Samvinna vísindanna j | og kaupfélaganna í Finnlandi í hefur skilað frækilegum árangri. í vitaskuld næsta ófullkomin frásögn, þar sem hér er um að ræða vísindaleg efni að öðrum þræði. Brautryðj endastarf samvinnubændanna Lífefnafræðin fjallar um efnafræði hinnar lifandi náttúru. Eftir að mönn- um var ljós orðin hin hagnýta þýðing þessarar fræðigieinar — hinnar tækni- legu efnafræði — tóku menn í ýmsum löndum að efna til lífefnafræðilegra rannsóknarstöðva. Þannig hóf starf í Helsingfors árið 1931 stofnun, sem nefnist Bióliemíska Institutet. Þessi stofnun á þó rætur sínar að rekja til eldri rannsóknastofnana, sem starf- ræktar voru af sambandi finnsku mjólkurbúanna. Finnska samvinnu- hreyfingin stendur á gömlum merg, eftir því sem gerist um samvinnu- félög. Mjólkursamlög bænda. rekin á samvinnugrundvelli, ruddu sér snemma til rúms. Það var stefna finnsku bændanna að gera framleiðslu sína sem fullkomnasta, og samband samvinnumjólkurbúanna ákvað því að efna til rannsóknarstofu í þessu augna- miði. Það var árið 1916, að finnsku mjólkurbúin hófu þetta starf. Fyrst í stað voru hin ytri skilyrði fátækleg um 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.