Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 10
Tveir drengir, stoltir af þvi, sem þéir og félagar þeirra hafa búið til á töfln og kennarapúlti STUNDU'M eru jólin nefnd hátíð barnanna, og rná það til sanns vegar færa. Engir taka jólunum með meiri tilhlökkun og fögnuði en börn- in. Og varla eigum við elclra fólkið yndislegri minningar frá bernskuár- um en þær, sem standa að einhverju leyti í sambandi við þessa dásamlegu liátíð ljósanna í rökkurmóðu skamm- degisins. Vissulega var það einnig svo. og mun vafalaust alltaf verða, að þessi jólafögnuður barnanna varpaði gleði- geislum inn í jólahald fullorðna fólksins. Þegar við sveitabörnin frá síðastliðinni öld minnumst jólanna okkar þá, og berum þau saman við jól barna okkar og barnabarna, er þar á mikill munur. Jólin okkar voru fá- tækleg að öllum ytra búnaði. Og' þó voru þau stór Viðburður í hversdags- lífi daganna á hverjum sveitabæ. Eiginlega fundum við börnin angan jólahelginnár, er menn tóku að búast til kaupstaðarferðarinnar fyrir jólin. Sú ferð var jafhan farin svo sem liálf- um mánuði fyrir jól, og vitanlega til þess, að kaupa til jólahaldsins ýmsar vörur, sem ekki mátti án vera. En livorki var það margt né mikið, enda sums staðar takmarkaður kaupeyrir- inn. En kaffi, sykur og spil mátti þó hvergi vanta. Og þar, sem ekki voru steypt tólgarkeiti, en því var þá sums staðar hætt, varð að kaupa „vax“- kertin í kaupstaðnum, því að enginn gat hugsað sér neitt jólahald án kerta- ljósa. Raunar átti kaupstaðarferðin sér nokkurn aðdraganda og ekki ómerki- legan, eða svo var það a. m. k. í minni sveit. Allt frá veturnóttum hafði verið keppt við „smábandið“, sem svo var kallað, þ. e. að koma upp svo og svo mörgum pörum af heilsokkum og hálfsokkum og vettlingum, er vera skyldi kaupeyririnn fyrir jólin. Það gat því oltið á miklu um jólahaldið á heimilinu, hvernig þéssi tóskapur gekk. Þess vegna fylgdumst við börnin og unglingarnir með því af lifandi áhuga, hvernig gekk með tóskapinn, og unnum með fólkinu, það sem við gáturn, þótt skíðin og skautarnir freist- uðu stundum í rökkrinu. En þegar búið var „áð kveikja", urðu allir að vinna: kemba, spinna, tvinna, prjóna og þæfa; lrver hafði oftast sitt ákveðna verk, og enginn fékk að sfæpast. Nú finnst mér það nærri ótrúlegt, sem við gátum prjónað yfir daginn (raunar í svona 14 stundir á dag!), heilan sokk, parið, um fermingaraldurinn, eða því sem næst. Sumir hinna fullorðnu voru ótrúlega fljótir að prjóna þetta „smá- band“. Tvenna heilsokka gátu þeir prjónað á dag, og Þuríður systir mín prjónaði einn daginn 6 heilsokka, þrenn pör, en raunar mun vinnutím- inn hafa verið hart nær tvennar 8 Jólin og börnin Sagt frá jólahaldi á síðustu öld og skemmtilegum jólasið í Barna- skóla Akureyrar, sem nú á sér 40 ára sögu Eftir SNORRA SIGFÚSSON, námsstjóra ,JPósturinn“ útdeilir jólakortunum. 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.