Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1950, Qupperneq 18

Samvinnan - 01.03.1950, Qupperneq 18
Hin „nýju" vísindi lífeðlisfræðinnar Eftir WALDEMAR KAEMPFFERT FÁTT hefur vakið meiri athygli í heimi lífeðlisfræðinnar að undan- förnu en hin svo kallaða erfðafræði Lysenkos. Athygli vísindamanna heimsins beindist fyrst að þessari nýju fræði- grein, þegar miðstjórn kommúnista- flokksins í Rússlandi tilkynnti, að framvegis mundi hún ekki viðurkenna erfðakenningar auðskipulagsins; hún viðurkenndi aðeins erfðakenningar rússneska garðyrkjumannsins Torfim D. Lysenko. Þetta skeði sjöunda ágúst árið 1948. í Rússlandi höfðu rneðal annarra starfað tvær mjög frægar vísindastofn- anir. Önnur þeirra var V. I. Lenin landbúnaðarvisindastofnunin, hin var Vísindaakademiið. Báðar þessar stofn- anir höfðu marga ágæta vísindamenn í þjónustu sinni. Höfðu lífeðlisfræð- ingar stofnananna auðvitað unnið eft- ir og haldið fram erfðakenningum Mendels og Morgans. Hins vegar urðu þeir að snúa við blaðinu sjöunda ágúst 1948. Þá játuðu þeir yfirsjónir sínar opinberlega og lofuðu, að þeir skyldu aldrei framar móðga félaga Stalin, sem Pravda kallaði „mesta vísindamann aldarinnar“, með því að vinna eftir villukenningum þeim, sem réðu líf- eðlisfræðivísindum auð°kipulagsins! Þessar villukenninyar auðskipulags- ins, sem vitnað var til, voru erfðakenn- ingarnar, sem kenndar hafa verið við Mendel og Morgan. Þær liafa verið viðurkenndar um allan heim langa hríð, og enn þann dag í dag standa þær vísindalega óhraktar. Þróunarsaga þessara „erfðakenninga auðskipulagsins“ er í skemmstu máli sú, sem hér segir: Kaþólskur ábóti, að nafni J. Gregor Mendel uppgötvaði undirstöðuatriði erfðalögmálsins og skrifaði um það grein í jurtatímarit, um líkt leyti og Darwin gaf út sína frægu bók „Origin of Species“, árið 1859. í þessari grein skýrði Mendel frá því, að hann hafi orðið þess áskynja í sambandi við vís- indaiðkanir sínar, að ef sæði af stórum og smáum baunum væri blandað sam- an, þá yrðu afkvæmi fyrstu kynslóðar- innar fyrst og fremst stór; og ef tvær stórar baunir annarrar kynslóðarinn- ar væru blandaðar saman, þá yrðu Torfim Lysenko á samyrkjubúgarði hjá Odessa. þrjár baunir fyrstu kynslóðarinnar fyrst og fremst stórar en ein smá. Þessi uppgötvun Mendels varð síð- an vísirinn að nýrri vísindagrein inn- an lífeðlisfræðinnar, þ. e. vísirinn að erfðafræðinni. Stór hópur lífeðlisfræðinga um all- an heim bætti við og fullkomnaði kenningarnar, sem fyrst voru byggðar á uppgötvunum Mendels. Fremstur í flokki þessara vísindamanna er líf- eðlisfræðingurinn frægi Thomas Hunt Morgan, sem hlaut Nobelsverðlaunin fyrir sitt merkilega vísindastarf. Starf hans í þágu erfðafræðinnar er talið svo merkilegt, að þessi fræðigrein hef- ur oft verið kölluð Mendel-Morgan- kenningin. Samkvæmt erfðakenningunni er í stórum dráttum hægt að gera grein fyrir eiginleikum þriðju kynslóðarinn- ar, ef maður veit um eiginleika þeirra sæða, sem fyrst er blandað saman. Þetta er hægt að reikna allnákvæm- lega út með statistiskum reglum, svo framarlega sem maður vinnur með sæðum, sem hafa hreina eiginleika. Hefur þessi vísindagrein orðið grund- völlurinn undir allar jurta- og dýra- kynbætur á undanförnum árum. Kenningar Lysenkos fara algjörlega í bága við grundvallarkenningar erfða- vísindanna. Marxistarnir í Rússlandi halda því fram, að allir menn séu jafn- ir, ekki bara efnalega, heldur líka líf- eðlisfræðilega. Thomas Jefferson hélt Höf. þessarar geinar, Walde- mar Kaempffert, er vísindaritstjóri heimsblaðsins New York Times. Nýlega skrifaði hann grein um kenningu garðykjumannsins Lys- enko í blað sitt. Grein þessi birtist hér, endiursögð og allmikið stytt. 18

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.