Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 2
Samvinnuskipulagið hefur ekki brugðizt hlutverki sínu IVTÝLEGA hafa orðið nokkrar umræður í -L ’ stjórnmálablöðum landsmanna um hin ýmsu rekstrarkerfi og þykir hverjum sinn fugl fagur, sem vonlegt er. Er raunar ekkert við því að segja þótt áhangendur einnar eða annsrrar stefnu í þjóðmálum haldi fram þeim sjónarmiðum, sem þeim þykja líkleg- ust til að leysa vanda þjóðarinnar. Þannig eru og mál sótt og varin í lýðræðisþjóðfélagi og er hollt að halda því áfram. En þótt rit- höfundar birti greinarflokka um kosti og galla rekstrarkerfa og komizt að þeirri nið- urstöðu, að þeirra sérsjónarmið hafi mest gildi og hafi reynst bezt, er slikt vitanlega enginn Salomonsdómur. Islendingar eru, sem betur fer, ekki sokknir svo djúpt að þeir sæki lokaúrskurð um ágreiningsefni í þjóð- félagsmálum í einhverja foma fræðibók eða i munn einhvers óskeikuls leiðtoga eða „stóra bróður“. Hér á landi hlusta menn á rödd skynseminnar og rök reynslunnar. — Niðurstöður alþingismanna og stjórnmála- manna um réttlæti og notagildi einstakra rekstrarkerfa verða því ekki hér á landi nein algild sannindi í hugum almennings, heldur aðeins tilefni til íhugunar og rök- ræðna. Hins vegar verður þess vart, að áróðursmenn einstakra stjórnmálastefna taki upp niðurstöður leiðtoga sinna og haldi þeim að fólkinu sem hinum eina sannleika. Hér er gamalkunnugt áróðursbragð á ferð, að endurtaka fullyrðingar eða láta sem um- mæli einstaklinga um ákveðin efni séu stóri- sannleikur, sem ekki verði umdeildur. Þann- ig hafa stjórnmálarithöfundar gripið á lofti hugleiðingar i einu stjórnmálablaðinu um rekstrarkerfi og niðurstöður þeirra, og láta sem það sé nú sannað að samvinnuskipulag- ið hafi að nokkru leyti brugðizt hlutverki sínu í þjóðarbúskap Islendinga á síðari árum með því að það hafi ekki gert verzlunina hagkvæma fyrir almenning með því að end- urgreiða félagsmönnum verulegan hluta inn- lagðra peninga til vörukaupa, og milda þannig áhrif dýrtíðarinnar, heldur hafi félög- in kappkostað að leggja í sjóði til fram- kvæmda. Þessi gagnrýni á starfsemi sam- vinnufélaganna er ekki ný af nálinni, þótt hún hafi ekki fyrr verið umvafin fræða- kufli þeim, sem nú þykir henta henni bezt. Fyrir nokkru var svipuðum sjónarmiðum haldið fram i norðlenzku stjórnmálablaði og voru þau tekin til meðferðar hér í ritinu á sínum tíma. Uppistaða þeirra kenninga er, að meðan kaupfélögin voru fámenn og fá- tæk hafi þau gert mest gagn, með því að þá hafi endurgreiðslur til félagsmanna verið hæstar, en síðan þau urðu stærri og fjár- sterkari hafi gagnsemin farið minnkandi fyr- ir almenning með því að endurgreiðslurnar hafi lækkað eða horfið og mismunur sam- vinnuverzlunar og einkaverzlunar þorrið. — Hér er mjög einhæft og óskynsamlega hald- ið á málum, svo að ekki sé meira sagt. Því er slegið föstu, að endurgreiðsla félags til félagsmanna um áramót sé mælikvarði á gagnsemi félagsins, rétt eins og það sé öll stefna samvinnuverzlunar að selja grjóna- pokana eitthvað ódýrara en kaupmaðurinn eða ríkiseinkasalan. Málið er engan veginn svona einfalt. Hitt er auðskilið mál, að áróð- ursmönnum þyki viðráðanlegt, að grípa ein- angruð atriði úr efnahagslífinu og gera þau að mælistiku allra framfara. En stórisann- leikur verða þau ekki fyrir því. HVERT kaupfélag getur valið um tvær stefnur. Annað tveggja getur það starf- að sem nokkurs konar pöntunarfélag. Það leggur megináherzlu á að selja vöruna sem ódýrasta, en hirðir ekki um að leggja fé í sjóði. Verzlunaraðstaða þess er frumstæð og ódýr og það tekur engan þátt í að leysa at- vinnuleg vandamál. Það endurgreiðir félags- mönnum sínum allan eða nær allan rekst- ursafganginn í lok hvers árs og byrjar nýja árið í sömu sporunum og fyrr. Þessi stefna var ráðandi í sumum kaupfélögum landsins, einkanlega á fyrri tíð. En þau féllu frá henni flest eða öll. Rochdale-reglan um að selja við gangverði var upp tekin, félagsmenn voru hvattir til þess að leggja endurgreiðslu þá, sem þeim bar, í sjóði félagsins og lána því þannig hagkvæmt rekstursfé. Ákvæði um sjóðastofnun voru sett í samþykktir fé- laganna. Innlánsdeildir voru stofnaðar. Með þessum aðgerðum hófst framfaratímabil kaupfélaganna. Þau fengu yfirráð yfir fjár- magni og gátu hafizt handa um margvísleg aðkallandi viðfangsefni. Þau reistu frystihús, sláturhús, mjólkurvinnslustöðvar, byggðu menningarleg verzlunarhús o. s. frv. Smátt og smátt varð það fjármagn, sem félags- mennirnir sameiginlega lögðu af mörkum til starfseminnar, helzta atvinnuleg lyftistöng byggðarlagsins, en framkvæmdir félaganna urðu til þess að auka tekjur félagsmann- anna, t. d. með vinnslu hráefna, aukinni vöruvöndun, nýjum mörkuðum o. s. frv. Þetta eru augljósar staðreyndir, sem blasa við augum í flestum verzlunarstöðum lands- ins. Þessi stefna leiddi vitaskuld til þess að endurgreiðslan um áramót var lægri hlut- fallstala en meðan minni áherzla var lögð á fjársöfnun. En það er ekki þar með sagt, að hagur félagsmannanna hafi ekki batnað eigi að síður. Það er auðvelt að færa rök fyrir því, að þessi stefna hafi verið stórkostleg lyftistöng fyrir afkomu margra byggðarlaga. Hún verður ekki dæmd og léttvæg fundin með því að nefna einangraðar hlutfallstölur um endurgreiðslur á stuttu árabili. EILDARSAMTÖK samvinnunianna hafa fylgt þessari stefnu. Þau hafa lagt áherzlu á auknar framkvæmdir og bætta að- stöðu á mörgum sviðum. Þau hafa ekki talið það til hagsbóta fyrir alþýðu manna, að end- urgreiða hvern eyri við árslok, heldur lagt kapp á að gera samtökin fjárhagslega sjálf- stæð og þess megnug að leysa erfið verk- efni. Þau hafa reist verksmiðjur, sem gera framleiðsluvörur félagsmannanna verðmeiri en þær áður voru, þau hafa keypt skip til þess að flytja vörur að og frá landinu, þau hafa stofnað ýmis fyrirtæki, sem öll stefna að því að gera verzlunina hagkvæmari og veita samtökum fólksins meiri yfirráð yfir atvinnulífi og framleiðslu en áður var. Allt þetta hefur tekizt að gera, enda þótt aðstaða samvinnumanna til þess að starfa í þjóðfé- laginu hafi verið gerð erfið á ýmsan hátt með afskiptum og íhlutun opinberra aðila. Ástandið í landinu hefur ekki verið þannig, að samvinnuskipulagið hafi haft aðstöðu til þess að sýna mátt sinn og alla kosti. Það er fjarstæða að halda því fram, að samvinnu- skipulagið hafi brugðizt hlutverki sínu hér á landi á síðari árum. Samvinnufélögin hafa tekið til meðferðar og lausnar torleyst verk- efni, til hagsbóta fyrir alþýðu manna. Þau hafa ekki unnið neinn fullnaðarsigur. Mörg verkefni blasa við augum. En þegar á heild- ina er litið þá umgjörð, sem ríkisvaldið hefur sett um starfsmöguleika þeirra, verður ljóst, að verulega hefur skilað áfram og margt hefur áunnizt með samvinnu, sem ekki hefði verið unnt að framkvæma með öðrum hætti. AÐ ER skammsýnt að líta á fáar tölur eins eða tveggja ára og gera þær að allsherjar mælistiku á stefnur og framfarir. Ekkert þeirra rekstrarkerfa, sem rætt hefur verið um, þolir slíka meðferð. Væri auðvelt verk að ræða reynsluna af ríkisrekstri hér á landi og „sanna“ á þann hátt, að hann hafi hrapallega brugðizt vonum manna. Sam- vinnumenn telja, að starfsemi samvinnufé- laganna á liðnum árum hafi sannað mátt samvinnuskipulagsins til þess að lyfta lífs- stigi fólksins. Þeir líta þá ekki á eitt byggð- arlag eða eitt ár, heldur á allt þjóðfélagið á löngu tímabili. — Ekkert hefur komið fram í þeim umræðum, sem orðið hafa um rekstrarkerfin, sem gefur ástæðu til að efast um, að unnt sé að halda þessari sókn áfram undir merkjum samvinnustefnunnar. Þvi fleiri, sem skipa sér undir þau merki, því greiðsóttari verður leiðin. SAMVINNAN Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga Ritstjóri: Haukur Snorrason Afgreiðsla: Hafnarstrati 87, Akureyri Sími 166 Prentverk Odds Björnssonar Kemur út einu sinni í mánuði \rgangurinn kostar kr. 25.00 44. árg. 8- hefti Ágúst 1950 2

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.