Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 14
hans var örbirgðin því að kenna, að fjármagnið og vinnan hafði verið að- skilið. Lausnin á örbirgð alþýðustétt- anna væri í því fólgin, að vinnan og fjármagnið yrði aftur sameinað í hönd- um fólksins og þar með útilokað, að nokkurt svo kallað arðrán gæti átt sér stað. Dr. King lagði til, að hver og einn einasti maður yrði sinn eigin atvinnu- rekandi. Hann gerði sér grein fyrir því, að þetta var markmið, sem erfitt gat verið að ná, vegna þess að alþýðu- stéttirnar þurftu fjármagn áður en þær gætu orðið sínir eigin atvinnurekend- ur. Hins vegar heldur hann því fram, að þetta sé alþýðunni ekki óviðráðan- legt vandamál, því að lykillinn að því sé samvinna. Dr. King segir: „Sameining er styrkur í öllum tilfellum. Margar hendur vinna létt verk. Það, sem einn maður getur ekki gert, geta tveir. Það, sem reynist ómögulegt fyrir fáa að framkvæma, geta margir auðveldlega áorkað. En áður en margir geta unnið saman, verða þeir að sam- stilla krafta sína . . . Nú á tímum vinnum við hver á móti öðrum. Ef einn fær vinnu, tapar annar henni . . . Þetta er af því, að við vinnum fyrir aðra, ekki sjálfa okkur. Þess vegna skulum við hyrja á að vinna fyrir sjálfa okkur, en ekki eingöngu fyrir aðra. A meðan við vinnum fyrir aðra fáum við aðeins lítinn hluta — sumir segja einn þriðja aðrir einn fjórða — af afrakstri vinnu okkar. Ef við ynnum eingöngu fyrir okkur sjálfa, fengjum við allan afrakstur vinnu okkar. — The Cooperator. En hvernig eiga alþýðustéttirnar þá að fara að því að gerast atvinnurek- endur? „Við verðum að stofna félag. Innan þessa félags verðum við að stofna sjóð, með því að safna vikulega nokkrum skildingum og leggja þá í sjóðinn. Þegar sjóðurinn verður nægilega stór, kaupum við vörubirgðir fyrir liann og stofnum eigin kaupfélög, sem félagsmenn verzla við. Hagnaðurinn af verzluninni verð- ur lagður í sameignarsjóð og notaður til að auka við starfsemi kaupfélagsins. Félagið get- ur þá tekið fleiri félagsmenn í þjónustu sína. Eftir því sem sjóðir og starfsemi félagsins eykst, getur það útvegað fleiri og fleiri félags- mönnum atvinnu, og að lokum verða þeir allir í vinnu hjá sínu eigin félagi. Þegar fé- lagið er orðið nógu ríkt, getur það keypt land, ræktað það, lifað á því, búið á því og fullnægt öllum sínum nauðsynjavöruþörf- um." — The Cooperator. Af því, sem að framan segir, sjáum við, að dr. King ætlaðist til þess, að fólkið sjálft næði valdi yfir framleiðsl- unni með því að skipuleggja starf sitt sem neytendur. Fyrst átti að safna nægilega miklu fé til þess að stofna kaupfélag, sem seldi félagsmönnum nauðsynjar Hagnaðinum af rekstrin- um átti að verja til frekari útbreiðslu verzlunarstarfseminnar, og átti félagið að taka eigin félagsmenn í síní þjón- ustu eftir því sem starfsemin óx. I framhaldi af verzlunarrekstrinum átti félagið svo að stofna alls konar fram- leiðslufélög. Þar áttu félagsmenn og að fá atvinnu. Loks átti svo að fara, að félagið stofnaði samvinnubyggðar- lag, sem var að mestu sjálfu sér nóg, rak eigin framleiðslu- og verzlunar- starfsemi og sá öllum félagsmönnum sínum fyrir atvinnu og lífsnauðsynj- um. FJÁRMAGNIÐ OG VINNUAFLIÐ Dr. King lét sér skiljanlega tíðrætt um framkvæmd fyrsta atriðsins í fram- kvæmd samvinnuhugmynda sinna, þ. e. fjársöfnun til stofnunar og starf- rækslu kaupfélagsins. Lagði hann rnikla vinnu í að skýra sem bezt þann fræðilega grundvöll, sem hugmyndin hvíldi á, og ræddi í því sambandi al- veg sérstaklega hlutverk fjármagnsins og vinnunnar í framleiðslustarfinu. Um þetta sagði liann t. d.: „Verkamaðurinn á ekkert fjármagn. Það er nauðsynlegt að hann fái mat sinn, meðan hann stundar atvinnu sína. Hann þarf fæði, klæði og húsnæði. Það má almennt líta á þetta jrrennt sem íjármagn . . . Maðurinn jrarf að eiga fjármagn til þess að lifa af, þar til hann hefur lokið vinnu sinni. Hver sá, sem á fjármagn, heftir umráð yfir vinnu. Verkamaðurinn hefur ekki fjármagn, svo að hann verður að selja vinnu sína, þeim sem hefur fjárntagn. — En enda þótt verkamað- urinn eigi ekki fjármagn nú til dags, þá þarf það alls ekki að vera svo framvegis. Verka- maðurinn gæti vel átt fjármagn. Allt fjár- magn verður til vegna vinnunnar. Fjármagn er ekkert annað en afrakstur vinnunnar, sem hefur verið sparað og saínað. Þess vegna get- ur hver sá, sem hefur vinnuafl, einnig eign- azt fjármagn, ef hann bara kærir sig um. Hann þarf aðeins að leggja.til hliðar hluta af afrakstri vinnu sinnar, svo að hann geti gripið til þess á meðan hann er að vinna að nýjum framleiðsluvörum. Með því móti gæti hann náð yfirráðum yfir fjármagni og þar með yfirráðum yfir vinnuafli sínu. Maður, sem vinnur ekki fyrir sjálfan sig, er þjónn. Ef þjónninn safnar nógu miklu fjármagni til þess að lifa af á meðan hann vinnur, þá verður hann sinn eigin herra.“ — The Coop- erator. A£ þessari tilvitnun sést, að það vakti fyrst og fremst fyrir dr. King að gera fólkið sjálft að eigendum vinnu- afls síns með því að gera það að eig- endum fjármagnsins. Að hans dómi var höfuðorsök efnahagsóréttlætisins sú, að fjármagnið og vinnuaflið hafði verið aðskilið endur fyrir löngu. Á meðan fólkið, hin starfandi alþýða, átti ekki fjármagnið, hlaut það rýrari lilut af afrakstri vinnunnar en það mundi hljóta, ef það ætti sjálft bæði vinnuna og fjármagnið. DR. KING var bjartsýnismaður, eins og flestir leiðandi samvinnu- menn flestra landa. Honum datt ekki í hug að trúa því, að framhald gæti orðið á þeirri almennu fátækt og eymd, sem ríkti meðal alþýðustétta samtíðar hans. Hinn starfandi alþýða hafði einokun á því, sem með þurfti til að skapa auð; hún hafði vinnuafl. Hún hafði hins vegar ekki fjármagn. En vinnan var undirrót fjármagnins, af því að fæði og skæði, áhöld og tæki urðu ekki til án vinnu, enda þótt nátt- úran legði til hráefnin. Þess vegna fannst dr. King, að alþýðustéttirnar hlytu að ná yfirráðum fjármagnsins með tímanum. Dr. King benti á, að fólkið réði því alveg sjálft, hvort það yrði ríkt eða fátækt í framtíðinni. Það sé jress, að velja á milli fátæktar eða allsnægta, velja ámilli samvinnu og þar með efna- legs sjálfstæðis eða örbirgðar þeirrar, sem fylgir launþegalífinu á meðan mis- skipti eiga sér stað milli fjármagns og vinnu. Hann segir: „En það er sama, hvað hin vinnandi al- þýða gerir í þessum efnum. Hún hlýtur allt- a£ að fylla heiminn af fæði, klæði, húsum og öllum þeim nauðsynjum og munaði, sem nöfnum tjáir að nefna . . . Það er aðeins hin starfandi alþýða, sem framleiðir allar þarfir heimsins. Hallir eru byggðar, vélar settar saman, járnbrautarteinar lagðir, skipum siglt um sjóinn, konungsríki hernumin, — og hver gerir allt þetta? Hin starfandi alþýða. Án vinnuafls alþýðunnar mundu verkfræðingar gera áætlanir út í bláinn og herforingjar kalla skipanir sínar út í vindinn." — The Coopera- tor. Og dr. King heldur áfram og segir: „Maðurinn verður að vinna til þess að svelta ekki. Meðan hann á ekkert fjármagn sjálfur, verður hann að vinna fyrir þá, sem fjármagnið eiga. Þeir, sem eiga fjármagnið, gæta þess vandlega, að skenkja sjálfum sér 14

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.