Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 22
Á förnum vegi SÚ VAR TÍÐIN, að þa3 var gaman að skoða landabréf af heimsbyggðinni og láfa sig dreyma um ferðalög til fjarlægra landa og framandi þjóða. Landafræðin reyndist þá stundum auðlærðust í dag- draumum um siglingar um fjarlæg höf við ókunnar strendur. Eg veit ekki hvort menn þurrka rykið af landabréfabókinni í bóka- skápum sínum nú á tímum í slíkum hugleið- ingum. Líklegra þykir mér, að flestir grípi atlasinn til þess að glöggva sig á því, hvar þeir eru staðirnir, sem útvarpsþulirnir stafa sig fram úr í kvöldfréttunum. Og nú er langt um liðið síðan gleðilegar fréttir voru bundn- ar við fjarlæga og ókunna staði. í fylgd með nöfnum eins og Seoul, Kum-fljót og Taiwan koma frásagnir af loftárásum, skriðdreka- orrustum, blóðbaði á vígvelli og hörmung- um flóttafólks. Sú tíð er löngu liðin, að nú- tímamaðurinn geti látið sér nægja að þekkja staði og örnefni síns eigin lands á kortinu. Þegar kyrrð komst á í Evrópu, eftir fyrra heimsstríðið, og áður en kreppan færði okk- ur gjaldeyrisskortinn og höftin, gátu menn legið yfir landabréfum með rósemi og e. t. v. ráðgert ferðalög til frægra staða á megin- landinu án þess að hugsa um stríð. Þetta var áður en tungan var auðguð með orðinu „lúxusflakk“ og það var talið nálgast föður- landssvik að bregða sér út fyrir landsstein- ana. Þá voru til ferðamannakort, sem sýndu hvernig hentugast var að komast til Rúss- lands á vegum Intourist og ferðamenn voru sagðir velkomnir til þess að kynna sér fram- kvæmd sósíalismans austur þar. Það var á þessum árum, sem Island komst á kortið, ef svo má kalla, í augum margra útlendinga. Flugvélin var að leggja undir sig vegalengd- irnar á jarðkúlunni og stytzta flugleiðin milli Bandaríkjanna og Austurálfu lá um sögueyj- una í Atlantshafi. Margur maðurinn, austan hafs og vestan, heyrði þá fyrst getið um þessa fjarlægu eyju. Lindbergh lenti þá flugvél sinni á Rykjavíkurhöfn. Á RIÐ 1932 upphófst hin nýrri notkun landabréfanna á friðsömum borgara- heimilum hins vestræna heims. Þá vildu menn glöggva sig á því, hvar Japanir höfðu gert innrás sína í lönd Kína. Litlu síðar rýndu menn í kort af Austurríki og Þýzka- landi. Hitler var kominn til valda en Dol- fuss dauður. Arið 1935 bættu menn mjög við landafræðiþekkingu sína. Menn vissu þá hvar á kortinu var að finna staði eins og Addis Ababa, Madowa og Makale. Eftir 1937 má segja, að menn þyrftu nær daglega að glöggva sig á því, hvar þetta eða hitt blóðbaðið eða valdaránið fór fram. Hvar var Seville, Granada og Guernica? Hvar á Yangtze-fljóti skutu Japanir á amerískt her- skip? Hvaða leið fóru herskarar Hitlers inn í Austurríki? Svo voru það smábæirnir í Súdetalandi í Tékkóslóvakíu og síðan áfang- arnir í leiftursókn nazista inn í Pólland. 22 Þeir hrópa á frið Ritstjórnargrein i „The Co-operative Review“, mdlgagni brezkra samvinnu- jrœðslusambandsins í Manchester. AMVINNUMENN styðja ■ Sameinuðu þjóðirnar af alliug í hinum skjótu að- gerðum Jreirra gegn innrás Sovét-sendra og Sovét-vopnaðra liðssveita Norður-Kóreu. — Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar sérstak- lega til þess að mæta blygðunarlausum árás- um sem þessari, og það er hughreysting að vita, að samtökin stóðu við stefnu sína. Herskip Breta og Bandaríkjamanna og annarra þátttökuríkja brugðu skjótt við í uinboði Sameinuðu þjóðanna, enda þótt að- gerðir landhers hafi einkum komið í hlut Bandaríkjamanna. A því leikur enginn vafi, Poznan, Zoppot og Westerplatte voru á hvers manns vörum. NÆST VAR það landafræði Noregs og Danmerkur, þá leiðir um Holland og Norður-Frakkland, allt til Dunkerque. Eftir það strönd Norður-Afríku, staðir eins og Sidi Barrani og Tobruk. En ekki voru menn fyrr orðnir kunnugir á þeim slóðum en fletta varð blaði og leita að nöfnum hinum megin á hnettinum. Pearl Harbor, Baatan, Hong Kong og Kuala Lumpor. Hentugast var að hafa brotið blað í atlasinum við Evrópu, Afríku og Asíu á þeim tíma. Menn fylgd- ust með stöðu herjanna í Ukrainu og á Volgubökkum, og ihuguðu fjarlægðirnar milli Port Darwin í Astralíu og Nýju Guíneu, sem var á valdi Japana, leituðu að Saló- monseyjum, Bougainville og Okinawa. Frönsku nýlendurnar í Norður-Afríku voru grandskoðaðar, þá borgir á Sikiley og Suð- ur-Italíu. Hvar var Remagen, Oderfljót og Dongo, þar sem Mussolini var skotinn? Eða Hiroshima og Nagasaki? Nú hin síðustu ár hefur einkennilegum nöfnum fjarlægra staða aftur skotið upp í fréttunum. Þar er talað um borgir í Indó-Kína, í fjallahéruðum Grikklands, í eyðimörk Palestínu og á landa- merkjum Búlgaríu og Grikklands. Og nú þekkir allur heimurinn Seoul og Pusan, Kum og Naktoug. ESSI KYNSLÓÐ hefur þurft að vera betur að sér í landafræðinni en forfeður hennar. Það hefur blátt áfram verið lífs- nauðsyn. Það kann að vera auðveldast að læra landafræðina með því móti að tengja staðina við fréttir af orrustum, loftárásum, blóðugum byltingum og öðrum fréttum, sem setja höfuðsvipmótið á heimsbyggðina um þessar mundir. En flestir mundu þó vilja skipta á þeirri menntunaraðstöðu og tið feðranna, þegar erlend staðanöfn voru sögu- fræg aðeins og seiddu til sín friðsama ferðalanga um langa vegu. Menn hugsa með hryllingi til þess, að fjarlægar þjóðir leiti í atlasi sínum að stöðum og örnefnum síns heimalands í sama tilgangi og við rýnum á kortið til þess að finna Yongdong og Pusan. En margur nútímamaðurinn er samt stoltur af „framförunum" í mannheimi síðustu ára- tugina. að hersveitir kommúnista í Norður-Kóreu liófðu undirbúið árás sína af nákvæmni og gerðu sér vonir um „Blitzkrieg“-sigur og síðan um undanhald Sameinuðu þjóðanna á hinu stjórnmálalega sviði. En þeir, sem gerðu þtssa áætlun, reiknuðu ekki með siðferðileg- um styrk alþjóðasamtakanna. AÐEINS kommúnistar mæla ofbeldinu bót, ásamt samferðafólki sínu, sem lætur Moskvamenn segja sér fyrir verkum, og þeir láta sem Jieir trúi því, að svart sé hvítt, að innrás sé varnarstríð og styrjöld friður, rétt eftir því, hvernig Moskvastjórnin óskar að liaga Jjví hverju sinni. Af Jiessum ástæðum er það raunar ekkert undrunarefni að heyra talað um „friðar- lireyfingu", sem runnin er undan rifjum mesta herveldis og yfirgangssamasta ríkis ver- aldar, Sovét-Rússlands. Þessari hreyfingu hefur verið lileypt af stokkunum til þess að styrkja ofbeldið, sem framið liefur verið framan við nefið á eftirlitsmönnum Samein- uðu þjóðanna. Enginn utan vitfirringahælis trúir því í raun og sannleika, að árás hafi verið gerð í Kóreu af nokkrum öðrum en hinum sérlega Jrjálfaða her rússneska lepp ríkisins Norður-Kóreu. BREZKI Verkamannaflokkurinn hefur breytt rétt, er hann hefur hafnað sam- neyti við hina svokölluðu „brezku friðar- nefnd“. Samvinnumenn ættu að gera slíkt ln'ð sama og neita að eiga nokkur samskipti við stofnun, sem er svo augljóslega runnin undan rifjum kommúnista og er svo gjör- sneydd pólitískum heiðarleika, sem raun ber vilni. Hinar venjulegu aðferðir kommúnista hafa verið notaðar til þess að breiða sauðar- ga.ru sakleysisins yfir hreyfingu þessa. Vegna þess að Svíar voru nægilega frjálslyndir til Jress að leyfa alþjóðakommúnistahreyfing- unni og aftaníossum hennar að halda þing f Stokkhólmi, var ávarp það, sem þeir kalla „Stokkhólmsávarp" sett á loft, með því að Jiað nafn er virðulegra heldur en „Moskva- ávarp". Sænska ríkisstjórnin hefur mótmælt þessari misnotkun á nafni hinnar sænsku liöfuðborgar. Samvinnuhreyfingin hefur ævinlega stefnt að friði og alþjóðlegu réttlæti. Þess vegna styður samvinnuhreyfingin Sameinuðu þjóð- irnar af alhug. En þótt friður sé stefna sam- vinnumanna, mega þeir ekki leyfa kommún- istum að nota samtök sín og stofnanir til þess að auglýsa slíka „friðarhreyfingu", sem er til- kc.min til þess að þjóna hagsmunum heims- valdasinnaðs einræðisríkis, sem nær jafnframt ylii leppríkin í austri, kommúnistaflokkana á Vesturlöndum og einfeldninga þá, sem láta þá leiða sig. Enda þótt þessir friðarpostular séu ekki fjölmennir, verður þess samt vart, að þeir reyna að auglýsa áróður sinn með aðstoð kaupfélaganna. Þeir bera fram tillögur og ályktanir, og síðan auglýsa þeir það í mál- gögnum sínum og áróðursritum, ef nokkurt ki.upfélag er svo léttúðugt að láta ánetjazt af þessum áróðri. Kaupfélögin ættu að gæta þess vandlega, að láta ekki nota sig til komm- únistiskrar auglýsingastarfsemi....

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.