Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 30
lokaþættinum í þessum átökum þeirra. Heimilisfólkið var gengið til náða, svo að hún sat ein uppi og var álíka innan brjósts eins og forðum, þegar hún sat niður í káetunni á ,,Apolló“ og beið átekta, en skútan barst óðfluga í áttina að skerjunum og strandstaðnum. Ofarirnar urðu ekki uru- flúnar, en spurningin var sú, hvort þau mundu sleppa með það eitt að missa skútuna, eða hvort þeim væri ætlað að glata öllu, sem þau áttu saman á jörðu. Hún sá í anda strönd lífsins, auða og dapurlega, bíða fyrir stafni. — Þá var það Sölvi, sem tók djarflega ákvörðun og stýrði beint á ströndina til Jress að bjarga því, sem bjargað yrði. Nú var það hún, sem tekið hafði álíka ákvörðun, stýrt gæfufleyi þeirra beint inn í brotsjóina við ströndina — til þess að bjarga ást þeirra beggja og lífsgæfunni sjálfri, eða bíða al- gert skipbrot ella. Um morguninn, þegar hafnsögumaðurinn lagði að bryggjunni, voru synir hans tveir Jrar fyrir og biðu hans. Hinrik litli hrópaði aftur og aftur til hans á löngu færi, en Gjert var hljóður og lét ekkert til sín heyra. Hafnsögumaðurinn heilsaði drengjunum blíðlega. — „Hvernig líður — frænku?" spurði hann dálítið hikandi. „Henni er að batna,“ svaraði Gjert. „Hún sefur líka á daginn,“ sagði Pokagægir. Hann þótt- ist hafa komizt að raun um, að þetta væri allur leyndardóm- urinn við bata gömlu konunnar. Síðan varpaði hann á há- setavísu húfu sinni á bryggjuna, og hamaðist berhöfðaður með ljósa hrokkinkollinn að toga í landtaugina, sem faðir þeirra liafði varpað upp á bryggjuna, en Gjert lét sem hann sæi ekki viðleitni bróður síns, en festi taugina róleg- ur og með öruggum handtökum í tangarhaldið 'á hafnar- bakkanum. „Jæja, drengir. Þetta er ágætt. Þið verðið nú báðir að gæta skútunnar, þangað til eg kem aftur. — Gættu vel að Pokagægi, að hann detti ekki út af bryggjunni." Að svo mæltu gekk hafnsögumaðurinn hratt upp í bæinn. Hinrik litli fór þegar að leika sjómannaleik við sjálfan sig, en eldri bróðir hans sat hljóður og hugsandi á lestarkarm- inum á skútuþiljunum og lét fæturna lafa fram af brún- inni. Hann gaf engan gaum að leikbræðrum sínum, sem komu niður á bryggjuna, svo að þeir sáu strax, að honum var ekki leikur í huga, svo að þeir fóru leiðar sinnar. Drengnum var þungt í skapi. Hann skildi gjörla, að eitt- hvað sérstakt var á seyði í sambúð foreldra hans. Elísabet var sparibúin, þar sem hún stóð við eldstæðið og beið komu manns síns. Hún heyrði fyrst til hans frammi í anddyrinu. Þegar liann kom inn, sveif skyndilegur roði yfir hið festulega og svipmikla andlit hennar. En hún föln- aði strax aftur og starði á hann með hálfopnum vörum og gleymdi alveg að kasta á hann kveðju. Það fór ekki fram hjá honum, að allt fas hennar var með einhverjum við- felldnum og hógværum hætti, mótað af virðulegu sjálfs- trausti og öryggi. Slík var einmitt sú Elísabet, sem hann elskaði. Bæði höfðu þau að undanförnu hugsað svo mikið um þessa stund reikningsskilanna, og báðum var þeim svo mikið niðri fyrir, að hvorugu þeirra fannst ástæða til þess að fresta því, sem fram átti að koma, heldur komast strax, meðan þau væru ein, og tóm gæfist til, að einhverri niður- stöðu í þeirri miklu ráðgátu, sem hugur þeirra liafði glímt þrotlaust við á nótt og degi, síðan þau skildu síðast. 30 ,,Elísabet,“ sagði hann með djúpri alvöru og horfði beint framan í hana. — „Þú hefur ekki verið einlæg gagn- vart mér svo árum skiptir, — já, eg er hræddur um, að þú hafir aldrei verið mér einlæg — öll þessi ár, sem við höfurn búið saman.“ Hann horfði á hana ásakandi á svip, en þó mildilega og vorkunnsamlega, eins og hann biði aðeins eftir játningu hennar til þess að geta fyrirgefið henni og tekið hana í fulla sátt. En hún stóð frammi fyrir honum, föl og þögul, og hreyfði engum fyrirgefningarbónum. „Eins og ég hef þó elskað þig! “ hrópaði hann næstum því ásakandi. ,,— Alltaf — meira en mitt eigið líf!“ Hún stóð enn um stund þögul og tók á öllum sínum kjarki til þess að segja það, sem henni bjó í brjósti. Að lok- um sagði hún án þess þó að líta upp: „Eg heyri, að Jrú segir það, Sölvi! — En eg hef verið að brjóta heilann um ýmsa hluti J^essa síðustu daga.“ „Og hvað hefur verið þér í huga, Elísabet?“ — Hún sá, að hann harðnaði á svip, og skildi, að ht'm hafði sært hann með svari sínu, enda nrundi hann nti Jrykjast hala gengið eins langt til móts við hana og hann gæti. „Hef eg á réttu að standa, eða ekki?“ spurði hann hvass í bragði. „Að eg hafi trriað því í blindni, að þér þætti vænt um mig?“ sagði hún föl á svip og starði beint framan í hann, — ,,já, víst er það satt, að eg lief trúað því. En hefur þú látið mig vera vara við það? — Eða var það bara eg, sem átti að gefa Jaér allt? — Skipti Jrá mín gæfa engu máli? Hef eg eng- an rétt til þess að njóta og gleðjast?--Nei, Sölvi! “ sagði hún, og rödd hennar titraði af gremju, og augnaráð hennar brann í loga Jreirra jDjáninga, sem hún hafði liðið. — „Segðu sannleikann: — Sjállan þig hefur Jrú elskað meira en alla aðra! Og Jregar þú gekkst að eiga mig, þá var það til þess eins að eingnast annan ævilangan þátttakanda í þeirri til- beiðslu — Jressari taumlausu sjálfsdýrkun þinni. Og jafn- vel Jretta dugði þér þó ekki. Nei, og aftur nei!“ — Öll hin niðurbælda gremja hennar brauzt nú út í ljósum logum. En svo var eins og hvassviðrinu í geði hennar slotaði skyndilega, og hún bætti við á lægri nótunum: — „F.f þú hefðir elskað mig á sama hátt og eg hef unnað þér, þá stæð- um við nú ekki í Jjeim sporum, sem við verðum að stíga í dag.“ „Elísabet!" sagði hann lágt, því að hann átti fullt í fangi með að stilla sig. Hann starði á hana og háðshreimur var í rödd hans, þegar hann bætti við: „Eg þakka þér fyrir það, að þú hefur þó að lokum sagt mér meiningu sína, þó að seint sé. — Þti sérð, að eg hafði þó á réttu að standa, þegar eg sagði, að þú hefðir aldrei verið einlæg gagnvart mér!“ „Já, víst hef eg verið á verði gagnvart þér,“ svaraði hún rólega, lagði áherzlu á orðin og horfðist óhikað í augu við liann. ,,— En það stafaði ekki af því, að eg elskaði þig ekki nógu heitt, heldur af hinu, að þú treystir mér aldrei. Eg hef orðið að sætta mig við það, að eiginmaður minn hefur tortryggt mig á mínu eigin heimili allt frá þeirri stundu, að við gengum fyrst út í lífið hvort við annars hlið. En eg lief reynt að þegja og þreyja, á hverju sem geng- ið hefur, því að eg hélt, að þú Jryldir ekki að heyra sannleik- (Niðurlag næst.)

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.