Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 25
BARNIÐ VEX — EN KARFAN EKKI. Körfuna er, eins og áður er sagt, ekki hægt að nota nema takmark- aðan tíma, því að barnið vex, en karfan ekki. Þegar barnið er 2—3 mánaða, þarf það að eignast gott rúm. Ýmsar tegundir eru til af barnarúmum. Rúm, sem hægt er að draga sundur og stækka á þann hátt, er mjög hentugt, því að það getm barnið átt lengi. Rúmið er haft eins stutt og unnt er fyrst í stað, en síð- an lengt, eftir því sem þörf krefur. Sé rúmið ekki þannig gert, að hægt sé að stækka það, á það helzt að vera a. m. k. 120 cm langt og 60 :m breitt. Slíkt rúm á að nægja barn- inu til 5—6 ára aldurs. Rúm barns- ins þarf að vera sterklega gert, og bezt er, að í botninum séu sterk- ir gormar. Hliðarnar eiga að vera það háar, að barnið geti ekki dott- ið út úr rúminu, þegar það fer að standa upp. Ef um trérúm er að ræða, verður að gæta þess vel, að viðurinn sé vel heflaður og að vel sé frá honum gengið, svo að bamið geti ekki fengið flísar eða hruflað sig, þótt það fálmi í rimlana. Riml- arnir eiga að vera það þéttir, að barnið geti ekki komið höfðinu á milli þeirra. Ef rúmið er úr járni, þarf að gæta þess, að málning og lakk sé fast og láti ekki undan, þótt barnið reyni að sleikja og naga, eins og það mun gera, þegar það byrjar að taka tennur. Hentugt rúm með lausum botni, sem heegt er að hafa i þrem mismunandi hœðum. Ágæt tegund barnarúma eru járn- rúm með lausum botni, sem hægt er að færa til og festa mismunandi hátt í rúminu. Botninn er hægt að hafa efst í rúminu, og notar móðir- in hann til þess að þvo barnið þar og hirða. Er það mun léttara fyrir móðurina, heldur en að þurfa að beygja sig niður um of. Þá er hægt að hafa botninn það neðarlega, að það hæfi barninu sem rúm. Að lok- um er hægt að setja botninn neðst í rúmið, þ. e. um 15 cm. frá gólfi. Rúmfötin eru tekin burtu, og er rúmið nú notað sem leikgrind fyrir barnið. Þetta rúm er 120 cm. á lengd og 60 cm. á breidd, og er á hjólum, svo að auðvelt er að hjóla því á milli herbergja eða jafnvel út, og inn í baðherbergið, þegar barnið er þvegið og hirt. Til er önnur gerð hentugra barna- rúma, þar sem önnur hliðin er höfð laus, og er hægt að fella hana niður eða lyfta upp, og er þetta til þess gert, að þægilegra sé fyrir móðurina að komast að barninu til þess að sinna því og hirða. Ýmsar fleiri teg- undir af barnarúmum eru til, en verða ekki nefndar hér. DÝNUR — SÆNGUR — KODDAR. Eins og áður er sagt og öllum er Ijóst, þá er rúmstæðið sjálft undir- staðan. Þegar það er fengið, þarf að gera það sem bezt úr garði, svo að allt samanlagt geti orðið gott rúm. Mjög mikilvægt er, að dýnan í rúmi barnsins sé þétt og góð. Hún má ekki vera lin. — Hagkvæmar dýn- ur handa börnum eru þær, sem saumaðar eru í hólfum. Fyrst eru aðeins nokkur af liólfunum stopp- uð, en hin hólfin, sem ekki eru not- uð, eru brotin undir dýnuna í rúm- inu. Eftir því sem rúm barnsins stækkar, er bætt í fleiri og fleiri hólf dýnunnar, þar til hún er öll stoppuð. Börn mega umfram allt ekki liggja á linum undirsængum. Þau eiga að liggja á dýnum, og þær eiga að vera þétt stoppaðar og slétt- ar. Það er misskilin móðurkærleik- ur, að slíkt sé of hart fyrir litlu kroppana. Aldrei ætti að nota kodda fyrir undirsæng, vegna þess að það er bæði allt of lint fyrir barnið og einnig of heitt. Þegar gúmmídúkur er notaður ofan á dýnum, þarf að hafa tvöfalt lak ofan á honum, eða einfalt lak og baðmullar- eða prjónaklút ofan á því. Um sœngur er það að segja, að þær eiga um fram allt að vera léttar. Æðardúnn er æskilegastur, en það má ekki vera of mikið af honum í sænginni. Sumir nota teppi í stað sængur, og getur það verið ágætt, sérstaklega með tilliti til þess, hve auðvelt er að hreinsa þau. Hvort heldur notuð eru sængur eða teppi, verður ávallt að hafa það hugfast, að barninu sé hvorki of heitt né of kalt í rúminu. Margar mæður gera þá skissu, að dúða börn sín um of í rúminu. Slíkt er ekki hollt fyrir barnið. Það gerir það kulsælla og er líklegt til að draga úr viðnámsþrótti þess gegn kvefi og öðrum kvillum. Þá komum við að koddunum. Ungbarnið á alls engan kodda að hafa. Það á að liggja alveg lárétt í rúminu. Koddinn getur skaðað hrygg hvítvoðungsins, þar eð bein hans eru óhörðnuð, eins og fyrr get- ur. fSjá myndir). Margar mæður gleyma þessu og nota kodda undir höfuð barnsins frá fyrsta degi. Allt á að vera svo fallegt fyrir litla angann, og á svæfilverin er hægt að setja blúndur og rósir. En heilsufræðingar nútímans eru á öðru máli. Þeir segja, að hvítvoð- ungurinn megi alls ekki liggja á kodda, hann eigi að liggja lárétt í rúminu. Langi móðurina til að nota svæfilverin samt sem áður, er hægt að leggja þau undir höfuð barnsins, án kodda, en nota hann aftur á móti í sófapúða eða sessu. Þegar barnið eldist, þarf það að fá kodda, en hann á hvorki að vera stór né linur. Lítill koddi úr taglhári er ágætur. Dúnkoddar eru allt of heit- ir, og ætti hvorki að nota þá handa börnum né fullorðnum. Sé notaður dúnkoddi, mun barnið verða sveitt á höfðinu og svefn þess órólegur.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.