Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 28
ÞJÓÐIN, SEM BYGGIR ÞÚSUND VATNA LANDIÐ (Framh. a£ bls. 11) mitt, mun eg byggja aftur, strax og um hægist.“ Til síðasta manns. Eg fór aftur til höfuðborgarinnar, Helsingfors, og hélt áfram að gera mér far um að kynnast lyndiseinkenn- um þjóðarinnar. Eg liafði kynnzt hinni þvermóðskufullu þrjózku Finna, sem þeir bendu gegn livers konar yfir- gangi; frelsisþrá þeirra, sem þeir eru stöðugt reiðubúnir að fórna lífinu fyrir, iðni þeirra og starfsgleði, sem á sér hvergi líkan, nema þá ef vera kynni í Kína; trú þeirra á guð og til- veruna. „Hvernig stendur á því,“ spurði eg embættismann í Helsingfors, „að þið Finnar gátu gert það, sem Tékkar gátu ekki gert, enda þótt þeir væru langtum fjölmennari og stærri en þið?“ „Það eru e. t. v. tvær aðalástæður fyrir þessu,“ svaraði hann. „Önnur er sú, að andlegir leiðtogar Tékka sviku þjóð sína á hættustund og veittu henni ekki þá andlegu forystu, sem hún þarfnaðist svo mjög. Andlegir leiðtogar okkar Finna voru hins veg- ar hér hjá okkur í Finnlandi og létu eitt yfir sig og okkur ganga. — Hin ástæðan er sú, að við vitum, og heim- urinn veit, að Rússar, með sínar 200 milljónir, geta ráðið niðurlögum okk- ar, fjögra milljóna þjóðar, hvenær sem þeir láta til skarar skríða. En við vit- um líka, og þeir vita, og heimurinn veit, að hvenær sem Rússar ráðast á okkur, mun hver og einn einasti Finni fara fram á vígvöllinn á móti þeim og berjast til síðasta blóðdropa. — Við vitum, að Rússar kæra sig ekk- ert um slíka orrustu eins og nú standa sakir í heiminum.“ Við verðum alltaf menn. Hugrekki og höfðingslund eru tvö af aðallyndiseinkennum Finna. Þeir hafa lagt sér á minnið orð skáldsins, Kivi, en hann sagði: „Og enn eitt, sem sálir ykkar ættu að skynja, er okkar lokasigur: sá, að við verðum alltaf menn.“ Það er í þessum anda, að finnska þjóðin, fámenn eins og hún er, fá- tæk og stríðandi við ofureflið, horf- 28 ist óhrædd í augu við hinn harðn- eskjulega andstæðing. Finnar hafa enga ástæðu til þess að bera hlýjan hug til Rússa. Samt sem áður heyrði ég Finna sjaldan hall- mæla Rússum, en ég heyrði landa mína hallmæla þeim hér vestur í Bandaríkjunum dagsdaglega. Hatur er augsýnilega ekki eitt af þjóðarein- kennum Finna. Þeir vita sem er, að hatrið gerir þeim, sem hataður er ekki nærri eins illt og þeim sjálfum, sem hatar. Finnar gera sér því far um að eyða ekki kröftum sínum í hatur, heldur í raunhæfa andstöðu gegn hvers konar yfirgangi og óréttlæti. Þeir eru viðbúnir, en básúna það ekki út úr hatursfullum rómi. Þeir vita sem er, að „gufan, sem blæs eim- pípuna, mun aldrei knýja áfram vél- ina.“ SVIPIR SAMTÍÐARMANNA (Framh. af bls. 23 ONRAD ADENAUER er fæddur í Köln árið 1876, á þeim árum, sem minning- arnar um Sadowa of Sedan voru enn ungar. Hann er kominn af góðu borgaralegu fólki. Hann las lög og settist að í Köln. Árið 1906 hafði hann náð þeim frama að vera meðlim- ur borgarráðsins og það var hann enn átta árum seinna, þegar herflutningalestir streymdu austur yfir Rin og hersveitir keis- arans áttu skammt eftir ófarið til ósigursins við Marne. Hann var kjörinn borgarstjóri í Köln árið 1917. Litlu síðar hlaut hann fyrstu reynsluna af hernámi, er brezkur her hélt í gegnum borgina. I sextán ár erfiðaði Aden- auer við að breyta hinni offjölmennu og skipulagslitlu iðnaðarborg í þá fyrirmyndar- borg um ytra útlit og aðstöðu borgaranna, sem hún var orðin er síðari heimsstyrjöld- in skall á. Aðferðir hans við þessa endur- skipulagningu sættu mikilli gagnrýni. Hann var sakaður um ráðríki og jafnvel einræði, en hann hélt velli, þrátt fyrir þessa gagnrýni, enda þótt stjóm hans entist ekki allt nazista- tímabilið. Adenauer var ekki nazisti og naz- istar höfðu ýmigust á honum. Árið 1933 ráku þeir hann frá borgarstjórastarfinu. Árið 1934 settu þeir hann í fangelsi um stundarsakir, og aftur 10 árum síðar, fyrir grunaða hlut- deild í samsærinu gegn Hitler. En þegar Bandaríkjaherinn hélt inn í Köln árið 1945, var Adenauer þar fyrir og reiðubúinn að taka til við fyrri störf. Eftir það lá leiðin um ýmsar ráðstefnur og stjórnmálafundi, til stjómlagaþingsins í Bonn og kanslaraem- bættisins haustið 1949. Á DENAUER stýrir Þýzkalandi á miklu breytingatímabili. Stjórn hans er í sjálfu sér ekki merk, nema þá fyrir þá sök, að hún hefur áhrif á breytingarnar og form þeirra. Adenauer er sjálfur íhaldssamur, svo íhalds- samur, að sumir segja hann hafa óbeit á öllum breytingum. Af þessu stafar sú hætta, að ýtt sé undir þau öfl, sem vilja koma öllu aftur í það horf, sem það var í hinu skipu- lega og undirgefna þjóðfélagi, sem ríkti í Þýzkalandi á dögum keisarans. Ef ekki verð- ur stefnubreyting, fer ekki hjá því, að dr. Adenauer verður að taka á sínar herðar nokkurn hluta þeirrar ábyrgðar, sem því er samfara að Þjóðverjum hefur mistekizt að endurreisa Þýzkaland í innbyrðisbaráttu fyrir kristilega demókratísku eða sósíalísku Þýzkalandi. Umræður í Bretlandi um samvinnustefnu og þjóðnýtingu. Samstarf samvinnumanna og brezka Verka- mannaflokksins og þjóðnýtingarframkvæmdir og áform hins síðarnefnda, hafa gefið tilefni til mikilla umræðna í Bretlandi um sam- vinnustefnu og sósíalisma, einkanlega eftir kosningarnar í febrúar sl., er Verkamanna- flokkurinn tapaði mörgum þingsætum. Hefur málið verið rætt í borgaralegu blöðunum, í málgögnum samvinnumanna og á ársþingi brezku samvinnufélaganna, sem haldið var i Morecamb nú í sumar. í hinu frjálslynda blaði „The New Statesman and Nation" var meðal annars sagt svo um þessi efni nú ný- lega: ,^iðvörun sú, sem kjósendur veittu (Verka- mannaflokktium) í februar síðastl., hefur breytt andrúmsloftinu i flokknum. Flokkur- inn er að byrja að sjd hitiar raunverulegu takmarkanir þjóðnýtingar, sem allsherjar- lœkningar, og hann er að byrja að viður- kenna, að neytandinn er alveg eins mikil- VŒgur stjórnmálalega og framleiðandinn. Af þessutn ástœðum er flokkurinn að komast að þeirri niðurstöðu, að hugsjónir samvinnu- manna og starfsaðferðir þeirra hafi eins stóru hlutverki að gegna i lýðræðissósíaIisliu landi og stjórnarnefndir þjóðnýttra atvinnugreina it Á Morecamb þinginu var til umræðu álits- gerð um þessi efni, er samvinnunefnd sam- vinnusamtakanna lagði fram. Er því lýst þar, að samvinnumenn telji, að skipulag þeirra hafi sýnt það á liðnum árum, að það sé lýð- ræðislegt og starfi fyrir fjöldann. Hafi ekki verið bent á aðra hagkvæmari leið til við- skipta og framleiðslu í mörgum greinum en samvinnureksturinn og lýsi samvinnumenn því andstöðu við ýmsar þjóðnýtingarfyrirætl- anir, sem teygja sig inn á þau svið, sem sam- vinnufélögin hafi einkum tekið að sér að leysa. Það er til marks urn að forráðamenn brezkra jafnaðarmanna hlýða með vaxandi athygli á aðvaranir samvinnumanna, að ný- lega voru helztu leiðtogar samvinnusamtak- anna boðaðir á fund með ráðherrum og for- ingjum jafnaðarmanna til þess að ræða þessi mál.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.