Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 11
inn mátti segja orð, hvorki hermenn- irnir né Finnarnir. „Eg vorkenni þessurn drengjum," sagði fjölskyldumóðirin. „Þeir eru bændur eins og við, og þá langar vafa- laust til að vera heima hjá sér við frið- söm landbúnaðarstörf. En hingað eru þeir sendir með hernum, og hér verða þeir að vera svo lengi, sem yfirmönn- um þeirra þóknast. Okkur langar að tala við þá og þá langar að tala við við okkur. En enginn nrá segja orð, þegar við erum nærri. Kannske óttast herstjórnin, að hermennirnir fengju þannig leiðréttingu á vitleysunni, sem hermönnunum er sögð um okkur og þjóðina. — Mikið held ég að það sé erfitt fyrir mennska menn að þurfa að búa við þetta.“ I Lapplandi. Eg heimsótti Lappland nokkru síð- ar. Það er fagurt og lokkandi land. Himininn heiður og blár, loftið tært og heilnæmt, gnægð villibráðar, enda- lausar skógarbreiður. Það er mikið af mosa í Lapplandi. .4 honum lifa hin 200.000 hreindýr Lapplands. Hreindýrin reika að mestu frjáls að sumarlagi, en á liaustin er þeim smalað saman, og þekkjast þau þá á bjöllum eigandans. í Lapplandi sezt sólin ekki 60 sum- ardaga, en í janúar og febrúar er allt hjúpað myrkri. Á stríðsárunum eyðilögðu Þjóð- verjar á undanhaldi næstum allar borgir og flest þorp^óg velflesta bæi Lapplands. Þrátt fyrir þetta hefur þjóðinni, með sínum ódrepandi dugn- aði, tekizt að byggja landið að mestu upp að nýju. Rovaniemi, hin ókrýnda höfuðborg Lapplands, hefur t. d. enn á ný risið úr öskunni. Kvöld nokkurt fór ég út að hinum nýju finnsk-rússnesku landamærum. Hér var hvorki hervörður, landa- mæravirki né flögg. Það voru aðeins járnbrautarteinar, og þar, sem þeir mættust og tvístruðust aftur, var skilti, en á því stóð: „Rússnesk-Finnsk landamæri“. Það fór ekki meira fyrir landamæraskiltinu en svo, að maður hefði vel getað farið framhjá því án þess að veita því athygli. í þessum landshluta voru margir Finnar, sem höfðu flutt frá Karelíu, þegar Rússar komu þangað. Flestir þeirra höfðu byggt sér ný og þrifaleg hús. Það voru blómakassar undir gluggunum, og allt var þar hið smekk- legasta. Eg fór inn í eitt liinna nýju liúsa. Klukkan var tvö um nótt, en úti var bjart, sem dagur væri. Húsmóðirin, ung og hraustleg, vann að kappi við að mála húsið innan. Hún hafði gegnt húsmóðurskyldum sínum allan dag- inn, en nú lagði hún nótt við nýtan dag til þess að mála húsið sitt, svo það yrði sem vistlegast. Þessi kona var auðsýnilega ein af hinum harðgerðu, hraustu og dyggu finnsku húsmæðrum, sem hafa gert þjóð sinni svo óumræðilega mikið gagn. Eg spurði hana, hvort eg gæti fengið að tala við mann hennar, sem var skógarhöggsmaður. Hún fylgdi mér inn í svefnherbergið, þar sem hann svaf. Maðurinn reis upp úr rúmi sínu og við töluðum saman. Meðal annars spurði eg hann, hvort lionum þætti ekki óvarlegt að byggja hús sitt við hin nýju landamæri. „Eg hef byggt þrjú hús síðustu tíu árin,“ sagði hann. „Ef Rússarnir koma aftur og eyðileggja heimili (Framh. á bls. 28) 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.