Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 10
Þjóðin sem byggir Þúsundvatnalandið GLEÐIN og kálínan voru í öndvegi meðal okkar, þegar við sátum saman í garði vinar míns fyrir utan Helsingfors á fögrum eftirmiðdegi í júni. Garðurinn var fagurgrænn, og úr lionum mátit sjá silfurtært vatn umlykt þétturn greniskógi. Við nut- um fegurðarinnar allt í kring og nær- veru hvers annars, töluðum, itlógum, sögðum kímnisögur, rétt eins og log- andi hatur og ógnir heimsins væru langt, langt í burtu. En brátt tókum við að lieyra óm- inn af þunglyndislegum söngvum. Söngurinn barst með vindinum frá rússnesku herbúðunum við Porkala. — Heimurinn var ekki allur angandi blómagarður. í stríðslokin tóku Rússar stórt land- flæmi nærri Helsingfors. Þeir kröfð- ust þess, að hver einasti íbúi svæðisins flytti í burtu. Síðan kornu Rússar sér fyrir á Porkala með vígbúnað sinn. A pappírnum er hernám Rússa á þessu finnska landssvæði leigutaka. Leigumáli þessi er samt æði kyndug- ur. Rússar borga Finnum 5 milljón mörk á ári fyrir landið. Á hinn bóg- inn verða Finnar að greiða Rússum 25 milljón mörk á ári fyrir það eitt, að finnskar járnbrautir fái að ganga eftir sporum sínum í gegnum hernáms- svæðið, svo að þær komist til annarra liluta landsins. Þannig eru það raun- verulega Finnar, sem greiða Rússum 20 milljón mörk, en ekki Rússar, sem greiða Finnum 5 milljón mörk fyrir hernámssvæðið. Ekki leppríki innan jórntjaldsins. Finnland er ekki innan járntjalds- ins. Útlendingar geta auðveldlega ferðast um Finnland án þess að verða fyrir óþægindum njósnara og lög- reglumanna. T. d. er gert ráð fyrir því, að þúsundir manna víðs vegar að úr heiminum muni heimsækja Hels- ingfors, þegar Olympíuleikarnir verða haldnir þar árið 1952. Finnland er ekki heldur rússneskt leppríki, eins og flest löndin innan járntjaldsins. Fólkið kýs sína eigin stjórnendur, og því hefur tekizt að varðveita frelsi sitt að mestu leyti. Enginn kommúnisti er í stjórninni, Þessi írósögn af hetjuhug, dugn- aði og erfiðleikum finnsku þjóðar innar, sem elskar, starfar og þrælar í skotfæri frá byssuhólk- um Rússa í Porkala, sýnir á einfaldan en áhrifaríkan hátt, að með finnsku þjóðinni býr enn sú karlmennska og sá manndóm- ur, sem ávann henni virðingu og aðdáun alls hins vestræna heims. — Greinarhöfundurinn, DAVID L. COHN, er frægur bandarískur rit- höfundur, sem ferðaðist víða um Finnland í fyrra. Hann hefur skrif- að nokkrar bækur, sem vakið hafa töluverða athygli. Á meðal þeirra eru „Where I was Born and Rai- sed", en það er bók um suðurríki Bandaríkjanna, og „This is the Story", sem er frásögn af ferðum hans um vígstöðvarnar í síðustu heimsstyrjöld. Grein þessi birtist í bandaríska tímaritinu „Atlantic Monthly" og er nokkuð stytt í þýðingunni ...—..——..—„—„—.,—..—„„—„—„—„— þegar þetta er ritað, enda þótt kommúnistar hafi 19% þingsæta þjóð- arinnar. Finnar liafa fært ægilegar fórnir fyrir það frelsi, sem þeir nú njóta. Tuttugasta og fimmta lxvert barn i Finnlandi missti föður sinn í striðinu, sautjánda hver kona missti mann sinn, sextándi lwér maður er bæklaður vegna striðsins, níundi hver ibúi landsins hefur orðið að flytja búferl- um úr einum landshluta í annan vegna striðsins og eftirkasta pess. Rússland tók einn sjötta hlutann af bezta gróðurlandi Finnlands og einu íslausu höfn þess upp í stríðsskaða- bætur. Þetta varð m. a. til þess, að 400.00 Finnar urðu að flytja búferl- um og fá sér ný heimili í öðrum byggðarlögum. Þá kröfðust Rússar þess, að Finnar létu þá hafa fram- leiðsluvörur fyrir um 300 milljón dollara í stríðsskaðabætur. Á meðal þessara vara áttu að vera skip og alls konar vélar, og lögðu Rússar miklar sektir við, ef smáþjóðin fullnægð ekki afgreiðsluskilmálunum, sem voru mjög strangir. — Finnar vona, að þeir muni ljúka greiðsluunum að fullu árið 1952. Sigur hjartans. Gestgjafar mínir gátu þess, að þau ætluðu að smíða viðbyggingu við hús- ið sitt. Eg spurði, hvort það væri rétt að rá0ast í slíka framkvæmd á meðan þau væru í skotfæri Rússa; sætu raun- verulega undir byssukjöftum þeirra og vissu aldrei, livenær skotið riði af. ,,Já, að okkar dómi er það rétt,“ sagði frúin, grönn, dökkhærð, mið- aldra kona, sem hafði unnið sér lieið- ursmerki fyrir þjónustu sína í Lottu- sveitum á stríðsárunum. (Lotta er kvenþjónustusveit finnska hersins). „Hugsum okkur, að við mundum ekki byggja af ótta við Rússa. Mundu þeir þá ekki vera að vinna sigra í okkar eigin hjörtum? Ósigur míns eigin hjarta, ósigur lijarta nágranna míns, gæti leitt til ósigurs allrar þjóðarinn- ar. Allt veltur á hjartanu: allt er í hjartanu, allt kemur frá hjartanu. Þess vegna byggjum við viðbygging- una óhrædd. Við sýnum að við erum óhrædd, ósigruð. — Og ef Rússarnir korna, munum við finnskar konur fara fram á vígvellina með mönnum okkar. Við höfum alltaf gert það, við munum halda áfram að gera það. Ef við livorki kveinum né kvörtum, þá mun framkoma okkar gefa mönnum okkar aukinn styrk á vígvellinum.“ Við gengum út undir hernámssvæði Rússa. Fyrir innan víggirðingarnar sáum við rússneska hermenn við slátt. Þeir voru berir ofan að mitti 02: virt- ust njóta þess að vinna heyvinnu. Okkar megin við víggirðingarnar var finnsk fjölskylda að tína jarðar- ber. Fólk þetta hafði orðið að flytja af búi sínu, þegar Rússar settu upp víggirðingar sínar. Við heilsuðum fólkinu og tókum tal saman. Fjölskyldan fékk öðru hverju að fara inn á auða svæðið á milli víggirðinganna og liins frjálsa Finnlands. Var þeim þá leyft að taka saman grasið, sem rússnesku hermenn- irnir slógu sér til afþreyingar. Það var þó alltaf sterkur hervörður með þeim, Jregar þau tóku saman heyið, og eng- 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.