Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 26
FORELDRAR OG BÖRN HÓPURINN STÆKKAR. Þegar barnið vex og hópurinn stækkar, kemur oft til vandræða, því að ekki er alltaf nægilegt rými í hús- um okkar fyrir rúm barnanna. Það er sjaldnast, að íbúðirnar stækki í hlutfalli við fjölgun barnanna, og ef við höldum okkur fast við þá reglu, að hvert barn, sem fæðist, eigi rétt á eigin rúmi, getur þetta oft orðið hið mesta vandamál. Hér skal aðeins bent á nokkrar lausnir á þessu máfi. Það er hægt að búa út einföld rúm, þar sem öðru er komið fyrir ofan við hitt. Flest börn hafa gaman af að sofa í „efri koju", eins og þau kalla það, sérstak- lega er það eftirlæti margia drengja. Galli á þessu fyrirkomulagi er sá, að erfitt er að búa um efra rúmið, a. m. k. vill umbúnaðurinn oft verða lélegur. Lítil trappa þarf að fylgja þessum útbúnaði, svo að sá, sem sef- ur í efra rúminu, geti auðveldlega Rúm, sem hagt er að fella upp að vegg, eru hentug þar sem gólfiými er litið. Þá er hægt að útbúa rúmin þann- ig, að þau sé hægt að fella upp að vegg á daginn. Tjald úr einhverju léttu og litfallegu efni er dregið fyr- ir rúmbotninn, þegar rúmið er sleg- ið upp, svo að þetta iítur vel út og tekur mjög lítið gólfrými á daginn. Systkinarúmin þrjú taka ekki meira gólf- rými ú daginn en um eitt rúm vceri að raða. Fyrir nokkrum árum hóf sam- band sænskra samvinnufélaga fram- leiðslu á barnarúmum, ætluðum systkinum, sem náð hafa miklum vinsældum í Svíþjóð. Það eru hin svonefndu „Trip-trap-trull“-rúm, þ. e. eins konar tröppurúm, þrjú tals- ins. Rúmin eru 162, 152 og 147 cm. löng, og er hægt að setja þau inn undir hvert annað á daginn, eins og sést á myndinni. Rúmin eru um- búin og teppi breidd yfir, áður en gengið er frá þeim á daginn. A neðsta og minnsta rúminu eru rúm- fæturnir á hjörum, og eru þeir lagð- ir niður, þegar búið er að búa um rúmið, áður en því er komið fyrir undir hinum tveim. Á daginn taka þessi þrjú rúm ekki meira gólfrými, heldur en um eitt rúm væri að ræða. Það ætti að vera áhugaefni og kappsmál allra mæðra, að gefa börn- um sínum góðan hvílustað frá fyrsta degi lífs þeirra, og hin skynsömu og heilbrigðu sjónarmið ætti að setja ofar öllu öðru. Anna S. Snorradóttir. (Framhald af bls. 21) halda því fram, að foreldrar eigi að halda ræðustúf yfir barninu við hvert fótmál, síður en svo. En barn- ið, sem staldrar við andartak og strýkur lófa yfir flauelsmjúkan mosabing í mýri, hefur af því meiri gleði en nokkur munnleg kennsla fullorðinna gæti veitt því. „Þú get- ur ekki sagt börnunum mjög mik- ið,“ segir í einum blaðabæklingn- um, „en þú getur sýnt þeim það, sem þú sérð. Galdurinn er sá, að vera ekki svo afskaplega fullorðinn í hugsunarhætti, að ganga fram hjá dásemdum náttúrunnar, hugsandi um mánaðarútgjöldin og sjáandi alls ekkert í kringum sig.“ SÆNSKI SAMVINNUSKÓLINN (Framhald af bls. 9) ára aldursflokk og allt upp í 50 ára ald- ursflokka fyrir sömu námsgreinar. Þetta hefur mælzt vel fyrir, þar sem að unga fólkið unir sér betur á skóla- bekk með unga fólkinu, en rosknara fólkið betur með rosknara fólki.“ Samtal okkar Elldin rektors náði ekki lengra. Hann var að hraða sér í ferð austur að Gullfossi og Geysi, og morguninn eftir lagði hann af stað heim til Svíþjóðar, þar sem störfin kölluðu hann til áframhaldandi, liug- sjónaríkra og mannbætandi starfa. Leiðréttingar. Nokkrar prentvillur slæddust inn í júlíhefti Samvinnunnar. Á bls. 5: vörusala verksmiðja SÍS og sameignarverksmiðja KEA og SÍS aukizt um 17.7 millj. kr., á að vera að vörusalan nam 17.7 millj. kr. á árinu. Á bls. 6: Guðbrandur Magnús- son, endurskoðandi SÍS, á að vera varaendurskoð- andi. Á bls. 13: brunadeild Samvinnutrygginga gaf út 1148 skírteini á árinu, á að vera 3148. Á sömu síðu: „Erindrekar SÍS fyrr og síðar“ undir myndinni af framkvæmdastjórum trygginganna á að falla burtu. Á bls. 14: Óskar Jónsson, bóndi í Garðsauka, á að vera Óskar Sæmundsson. Á bls. 28: tvöfaldur kvartett undir stjórn Leifs Þórhalls- sonar, á að vera Halls Þorleifssonar. 26

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.