Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 15
bróðurpartinn a£ afrakstri vinnu alþýðustétt- anna . . — The Cooperator. SAMANBURÐUR Af því sem að framan segir, sjáum við, að skoðanir dr. Kings eru að því leyti frábrugðnar skoðunum Robert Owen á samvinnumálum, að dr. King vill fá fólk til samvinnu sem neytend- ur, og láta það svo smátt og smátt ná undir sig framleiðslunni eftir því, sem fé þeirra leyfir og þarfir þess sem neyt- endur krefjast. Owen vildi á hinn bóg- inn skipuleggja fólkið til samvinnu- starfa sem framleiðendur. Hann vildi líka, að ríkið eða einstakir ríkir mann- vinir hefðu yfirumsjón með samvinnu- starfinu, en fjöldinn ekki, vegna þess að a. m. k. fyrst í stað væri honum ekki trúandi til þess að reka eigin sam- vinnufélög svo vel færi. Báðir stefndu þeir dr. King og Owen svo að því, sem lokamarkmiði, að fólkið væri skipu- lagt í samvinnubyggðarlög, sem væru sjálfum sér nóg. Samvinnuhreyfingu heimsins í dag svipar að því leyti meira til hugmynda dr. King en Owens, að hún er fyrst og fremst neytendahreyfing. Sem neyt- endur reka samvinnumenn kaupfélög sín um allan heim, og sem neytendur hafa þeir látið kaupfélög sín fram- leiða einstakar vörutegundir, sem kaupfélögin selja rnikið af. í því sam- bandi liafa þau gert mikið til þess að skapa sannvirði vara, en sannvirði vara fremur en að gera samvinnumenn að eigin atvinnurekendum, hefur orðið eitt af aðaltakmörkum nútímasam- vinnuhreyfingarinnar. Hugsanlegt er, að mönnurn hætti til að telja áhrif dr. Kings á samvinnu- hreyfinguna minni en þau raunveru- lega eru, þegar þeir sjá, að samvinnu- hreyfingin í dag hefur ekki fram- kvæmt nema fyrsta hluta kenninga hans, nefnilega stofnun og starfrækslu kaupfélaga og einstakra framleiðslufé- laga til framleiðslu algengustu nauð- synjavara til þess að skapa sannvirði. í þessu sambandi er því rétt að benda á, að samvinnuhugsjónin hefur þróazt með breyttum aðstæðum og tínrum í þeim farvegi, sem dr. King "beindi henni í, en þessi farvegur var neyt- endasamvinna. Rochdalevefararnir fengu hugmynd sína um neytendasamvinnuna frá dr. King. Reyndar var stofnun samvinnu- byggðarlaga einnig á stefnuskrá þeirra á sama hátt og hún var á stefnuskrá dr. Kings og Otvens. En sú hugmynd hef- ur yfirleitt ekki verið framkvæmd, nema þá á síðustu árum í ísrael. í þessu sambandi er fróðlegt að til- færa ummæli eftir T. W. Mercer um áhrif dr. Kings á samvinnu brautryðj- endanna í Rochdale 1844. Um þetta segir hann svo: „Aðsetur forvígismanna samvinnuhreyf- ingarinnar hafði nú verið flutt frá Brighton til Rochdale. Þar fundu harðgerðir menn samvinnuhugsjónina á ný og lagfærðu kenn- ingar dr. King, svc að þær þjónuðu þörfum nýrri tíma.“ — T. W. Mercer: Cooperation’s Prophet, bls. 40). Og þarfir hins nýja tíma kröfðust þess fyrst, að félögin væru opin öllum, sem vildu gerast félagsmenn; og næst, að tekjuafgangur yrði greiddur félags- mönnum í hlutfalli við viðskiptaupp- hæð þeirra í lok reikningstímabilsins. Þetta var framlag brautryðjendanna í Rochdale. Samvinnumenn í Brighton höfðu hins vegar starfað eftir þeirri reglu, að félagsmannahópurinn væri smár og allir einstaklingar hans væru skoðanabræður á flestum sviðum. Einnig hugsuðu þeir sér að leggja tekjuafganginn af verzlunarrekstrin- um í sameignarsjóð, sem yrði notaður til þess að gera félagsmönnum kleift að verða eigin atvinnurekendur og stofna eigin samvinnubyggðarlög. ÞRÓUNIN OG KENNINGAR DR. KING Af því, sem að framan segir, sést, að það er harla lítill eðlismunur á starf- semi Rochdalefélagsins og kenningum dr. Kings. Stefnuskrá Rochdalefélags- ins er líka í öllurn aðalatriðum alveg samhljóða samvinnumarkmiðum dr. Kings. En þegar til framkvæmdanna kom, þá lögðu vefararnir sinn skerf til kenninganna, og síðan hafa sam- vinnumenn fyrst og fremst beitt sér fyrir stofnun og starfrækslu neytenda- félaga, sem stuðluðu að sannvirði vara. Þróunin hefur sem sé lagt sinn skerf til framkvæmda kenninganna og haft sín áhrif á þær. Þetta er í mesta máta eðlilegt. Kenn- ingar dr. Kings voru þróunarkenning- ar, ekki byltingarkenningar. Hann ætlaðist ekki til þess, að þær yrðu endi- lega framkvæmdar nákvæmlega eins og hann hugsaði sér þær. Tíminn og reynslan urðu að skera úr því, hvað yrði framkvæmt og livað ekki. Tíminn og reynslan hafa talað sínu máli. Fyrstu liðir kenninga dr. Kings hafa verið framkvæmdir, en hinir síðari yfirleitt ekki. Dr. King byggði allar vonir sínar um framfarir á kjörum fjöldans á hæg- fara þróun og umbótaviðleitni fólksins sjálfs. Sagan, sem sýnir þróun pólitísks lýðræðis, vöxt og viðgang verkalýðs- hreyfingarinnar undanfarin 100 ár, bendir í þá átt, að raunsæjustu um- bótastefnurnar séu þær, sem byggðar eru á þróun og þroskaviðleitni fólks- ins fremur en á byltingum og upp- steit og einstrengingshætti við bók- stafsframkvæmd einhverra kenninga. Lífið og reynslan verða að leggja sinn skerf til hvers konar umbótakenninga áður en þær eru framkvæmdar á happasælan hátt. Þetta gerði di. King sér Ijóst. Hann hvatti samhevja sína til þess að gagnrýna kenningar sínar og breyta þeim og bæta cítir því sem framþróunin færði mönnum lieim ný sannindi, nýjar aðstæður, ný vanda- mál. Þetta er einmitt það, sem sam- vinnumenn allra landa hafa gert við kenningar dt. Kings. Þeir hafa sniðið þær eftir aðstæðunum á hverjum stað og tima. Brautryðjendurnir í Roch- dale bættu við og breyttu kenningum dr. Kings að því leyti, að þeir opnuðu félag sitt fyrir alla og greiddu tekjuaf- gang félagsins út til félagsmanna í lok reikningsársins. Rochdale-vefararnir og samvinnumenn allra landa hafa yfirleitt ekki skeytt um stofnun sam- vinnubyggðarlaga, og þess vegna ekki framkvæmt öll stefnumið dr. Kings. En allir hafa þeir stofnað og starfrækt samvinnufélög sín á þeim grundvelli, sem dr. King lagði í tímariti sínu, Samvinnumanninum, þ. e. þeir hafa ráðizt í að framkvæma samvinnuhug- sjónina sem neytendahugsjón fremur en sem framleiðendahugsjón. En neyt- endasamvinnuhugsjónin er hið mikla framlag dr. Kings til samvinnuhreyf- ingarinnar, sem starfar í dag. Það er þess vegna, að hann er með réttu kall- aður einn af aðalhöfundum þeirrar hugsjónar, sem samvinnuhreyfing nú- tímans byggir starfsemi sína á. Þessi grein er að mestu samhljóða útvarpserindi, sem Hannes Jóns- son félagsfræðingur flutti í sumar. 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.