Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 5
þess að veita hagkvæm lán til þeirra, sem nýbýli vilja reisa, er langt frá því að unnt sé að fullnægja eftir- spurninni að þessu leyti. Til þess þyrfti að stórauka lánamöguleika þeirra opinberu sjóða, sem þessa starfsemi eiga að styrkja. Það er að verða augljóst, að eftirspurnin eftir búrekstraraðstöðu verður meiri á næstu árum en unnt verður að veita, bæði á þeim stöðum, sem nýbýla- stjórnin er að láta undirbúa til ný- býlastofnunar, og eins annars staðar, þar sem skilyrði eru til nýbýlastofn- unar úr landi einstakra jarða. Vegna stóraukinnar dýrtíðar er fjármagns- þörf lánastofnana landbúnaðarins enn meiri og sárari en fyrr og hindr- un þess að allstórfellt landnám geti hafizt og haldið áfram á næstu árum enda þótt þessar undirbúningsráðstaf- anir hafi verið gerðar. Hvað kostar að stofna svona nýbýli? Það er ekki hægt að skýra frá með- altölum um kostnað við byggingar og ræktun meðalbýlis með því að býli þau, sem stofnuð hafa verið síðan lög- in frá 1946 tóku gildi, eru misjafn- lega langt á veg komin með fram- kvæmdir sínar. Tilkostnaður allur hefur líka farið hækkandi ár frá ári. Nefna má samt dæmi um kostnað á einu býli. Byrjað er að byggja þar árið 1947. Búið er að fullrækta 5.0027 ha., og er það land girt með 1178 metra langri girðingu, en að nokkru leyti áður girt. Lítil framræsla. Byggt steinsteypt íbúðarhús, 300 m3, á einni hæð, ennfremur tíu kúa fjós, stein- steypt, áburðarhús 79 rúmmetrar, þvaggryfja 31.5 rúmmetrar, votheys- hlaða 36 m3, heyhlaða er í byggingu. Heildarkostnaður við íbúðarhúsið varð kr. 97.890,00, þar af efniskostn- aður kr. 46.290,00 og vinnukostnaður 51.600,00. Efniskostnaður í penings- hús, flutningur efnis og fagmanna- vinna 22 þús. kr., en yfirlit vantar um heimavinnu við ræktun og penings- húsabyggingu, sem hlýtur að vera nokkur liður. Útlagður kostnaður ný- byggjanda kr. 137.000,00. Á þessu býli verður bústofninn bæði nautgrip- ir og sauðfé, en enn vantar nokkuð á að byggingar peningshúsa séu full- gerðar. Annað býli, sem lengra er komið áleiðis og hefur meiri bygg- ingar, kostar nú rösklega 200 þúsund krónur. Tvö hundruð þúsund krón- ur er mikið fé fyrir einstakling, og fæstir hafa slíkar fúlgur handbærar. Menn þurfa að eiga aðgang að liag- kvæmum lánum til þess að geta lagt í svona framkvæmdir, en slíkt lán fá nú færri en vilja. Lánsfjárþörfin er sá hnútur, sem leysa þarf hið bráð- asta. Ella kemst hið nýja landnám lítið áleiðis á næstu árum. En þött 200 þús. krónur sé stór fúlga á pappírnum, er hún samt ekki meiri en svo, að hún mun ekki gera betur en kaupa þokkalega íbúð í kaupstað. Er þó ærinn munur á þeirri fjárfestingu og býlastofnuninni, frá þjóðhagslegu sjónarmiði. íbúðin í kaupstaðnum er aðeins húsaskjól fyr- ir fjölskylduna. Fjárfestingin í nýbýl- inu er meira. Hún er aðstaða til fram- leiðslu fyrir fjölskylduna, hún er lyk- illinn að arðbæru starfi og hún stuðl- ar að nýtingu landsins og aukningu framleiðslunnar. Er á þessu mikill munur, sem of lítill gaumur er gef- inn að af þjóðfélaginu á liðnum árum. Einstaklingar hafa gert mesta ótakið. Ekki má skilja það, sem hér hefur verið sagt svo, að engin nýbýlastofnun hafi farið fram nema á hinum sam- felldu ræktunarsvæðum nýbýlastjórn- arinnar. Það landnám er enn ekki nema skammt á veg komið. Hins veg- ar hafa verið stofnuð mörg nýbýli í landinu síðan lögin frá 1946 tóku gildi, og hafa hlotið þann stuðning, sem þar er til ætlast. Að þeim hafa staðið einstaklingar, og hafa þeir gert mikið átak í þessu efni. Ætlast er til þess í lögunum, að nýbýlastjórnin samþykki stofnun nýbýlanna og sjái um, að þau hafi viðunandi búrekstr- arskilyrði. Frá gildistöku laganna hef- ur nýbýlastjórnin heimilað stofnun 140 nýbýla. Hafa hlutaðeigandi bænd- ur útvegað landið sjálfir, oftast með skiptingu úr jörðum feðra sinna eða fjölskyldna. í árslok 1949 höfðu 90 af þessum 140 býlastofnendum hafið byggingar. — Höfðu 43 lokið við byggingar að mestu, en hinir voru skemmra á veg komnir. Á árunum 1947—’49 var veittur sérstakur rækt- unarstyrkur til 84 af þessum býlum að upphæð rösklega 3 millj. króna. Auk þess hefur allmikill styrkur ver- ið veittur á þessu ári, en tölur því við- víkjandi eru ekki fyrir hendi nú. Þörf mikils átaks. Hér hefur lauslega verið greint frá þeim upplýsingum, sem tíðindamaður Samvinnunnar fékk með því að ræða við landnámsstjóra. Af þeim er ljóst, að mikið hefur verið gert, en einnig, að margt er ógert og langt er í land að hægt sé að segja, að allir, sem vilja snúa sér að framleiðslunni í sveitum landsins, eigi þess kost að brjótast á- fram til þess. Landið er nægilega stórt og frjósamt, og þegar eru stór landsvæði í ýmsum landshlutum, sem hlotið hafa undirbúning til þess að unnt sé að hefja þar ræktunarstörf. Hefur þegar verið séð vel fyrir þeirri hlið málsins. En það þarf meira en land. Það þarf húsnæði fyrir menn og skepnur, girðingar, vélar og annan búnað. Þessi aðstaða verður ekki sköp- uð nema völ sé á hagkvæmum lánum. Það er þarna, sem skórinn kreppir. Landnámsstarfið þarfnast stórauk- ins fjármagns. Landbúnaðurinn í heild þarf stóraukið fjármagn. Ekki aðeins til nýbýlastofnunar og land- náms, heldur og til endurbygginga í sveitum og þeirra stórauknu ræktun- arframkvæmda, sem bændur landsins eru nú að framkvæma eða hafa í hyggju að framkvæma á næstu árum. Hér er um verulegt átak að ræða eins og sjá má m. a. af því, að samkvæmt síðustu skýrslum eru ekki nema 56,3% af öllum íbúðarliúsum í sveitum landsins, sem teljast fyrsta flokks húsnæði, en 43,7% eru í 2. og 3. flokki, og er óhjákvæmileg nauð- syn að endurbyggja þau hið allra bráðasta. Hér er mikið ósamræmi í milli þess, sem gera þarf, og þess fjár- magns, sem þjóðfélagið hefur ætlað til uppbyggingar í sveitum. Til þess að skapa samræmi, þarf breytt við- horf þjóðfélagsins í heild til land- búnaðarins. Þessi undirstöðuatvinnu- grein má ekki vera nein hornreka. Ástandið í efnahagsmálum lands- manna í dag sýnir glögglega, hvert stefnir, ef þjóðin hættir að treysta á landið, þótt ekki sé nema örfá ár. En trúin á landið er nú aftur að vakna. Þeirri vakningu þarf að fylgja eftir með sköpun aðstöðu til stórfellds landnáms. Nokkur von er um, að þessi mál eigi að mæta vaxandi skilningi valda- manna og almennings. 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.