Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 4
EN liversu langt er þá hið nýja landnám komið, og hverjar horf- ur eru á því, að þær aðgerðir, sem ríki, félagssamtök og einstaklingar hafa nú með höndum, leysi vanda þess fólks, sem finnur jörðina klofna undir fótum sér í öryggisleysinu og umkomuleysinu á mölinni í stórbæj- um landsins, og vill nú snúa blaði og gerast virkir framleiðendur á íslenzkri mold? Svarið er í stuttu máli, að starf- ið er hafið, grundvöllurinn er lagður og enginn þarf að efast um, að gró- andi íslenzk jörð getur framfleytt miklu fleira fólki en hefur hana undir fótum nú. En það er langt í land, að verulegum árangri sé náð; það, sem gert hefur verið, er aðeins á skömmum tíma og af litlum fjár- munum, á sama tíma og milljónirnar streymdu um sjávarsíðuna. Það er fróðlegt að líta nánar á hið nýja land- nám og kynnast nokkrum tölum í því sambandi. Rætt við landnómsstjóra. í Búnaðarbankahúsinu nýja í Reykjavík starfar landnámsstjóri rík- isins í snoturri, lítilli skrifstofu. Þar er ekki mannmargt. Er tíðindamaður Samvinnunnar barði þar að dyrum, var þaf fyrir ein skrifstofustúlka, auk landnámsstjórans. Húsnæði og vinnu- afl miklu minna en hjá einu miðl- ungs verzlunarfyrirtæki þar í höfuð- staðnum, sem hefur það að tekjuiind að selja landsmönnum bifreiðavara- hluti, laxastengur eða lindarpenna. Samt fara um þessa skrifstofu verk- efni, sem eru þýðingarmeiri fyrir framtíð þjóðfélagsins en ársafköst sumra nefndanna eða skrifstofanna, sem miðla þegnunum ávísunum á vörur, sem sjaldan eru til. Það þarf raunverulega ekki að fara út fyrir lög- sagnarumdæmi Reykjavíkur til þess að sjá það hróplega ósamræmi, sem er í tilkostnaðinum við að rækta landið og nema á ný, og því mannfreka starfi að kaupa vörur til landsins. Inn- kaupastofnanir einstaklinga, félaga og ríkis búa í glæstum skrifstofuhöllum meðfrám torgum og stórstrætum borg- arinnar, en þær skrifstofur, sem fjalla um raunveruleg málefni framleiðsl- unnar sjálfrar, eru smáar og fáar, og aðeins fáar hendur virðast þar að starfi. Gegnir furðu, hversu miklu þær hafa samt afkastað. Pálmi Einarsson landnámsstjóri er maður á bezta aldri, sem lengi hefur haft náin kynni af íslenzkum land- búnaði og er gagnkunnugur flestum sveitum landsins. A honum mæða mikil störf og margs konar ónæði, m. a. frá forvitnum blaðamönnum, sem fýsir að afla frétta af því, sem er að gerazt í þessum þætti landbúnaðar- ins. En hann er samt fús að leysa greiðlega úr spurningum fréttamanns Samvinnunnar og draga í nokkrum orðum rissmynd af ástandinu eins og það er í dag. —■ Nýbýlastofnun er raunverulega engin nýjung hér á landi, sagði land- námsstjórinn. Frá fyrstu dögun byggð- arinnar hafa nýbýlastofnanir átt sér stað með skiptingu eldri jarða, án opinberra afskipta. Fyrr á tímum byggðust þessar framkvæmdir á fram- taki einstaklinga, stórbændur studdu skjólstæðinga sína til heimilisstofnun- ar, og eins munu sveitarstjórnir hafa stutt að byggingu býla fyrir nauðleit- armenn. En nýbýlamálinu er þó hreyft á opinberum vettvangi fyrr og síðar, t. d. á Alþingi 1914 og með stofnun nýbýlafélagsins í Reykjavík 1924. Árið 1936 voru sett lög um ný- býli og samvinnubyggðir, og markar sú lagasetning nýtt spor í þessum mál- um. Veitti ríkisvaldið þá talsverðan fjárhagslegan stuðning þeirn mönn- um, sem vildu stofna nýbýli. Árið 1946 var svo gerð breyting á fyrir- komulagi þessara mála með lögunum um landnám, nýbyggðir og endur- byggingar í sveitum. Voru þá viðhorf- in breytt á ýmsan hátt. Hið fyrra tíma- bil, árin eftir 1936, voru viðskiptalega erfið fyrir landbúnaðinn, og þrátt fyrir nokkurn stuðning, þótti ekki glæsilegt að leggja út á þá braut að hefja ræktun og uppbyggingu býla frá grunni. Síðustu árin fór allt verðlag og liækkandi, og þar af leið- andi framkvæmdakostnaðurinn. En margir djarfir og þrautseigir rnenn réðust samt í nýbýlastofnun, og þegar á heildina er litið, þá hafa flest býlin náð því marki, að vera vel nothæfar bújarðir. Þegar síðari lögin voru sett, var útlitið nokkuð annað. Meira fjár- magn fyrir hendi, meiri bjartsýni á framtíð landbúnaðarins og loks mögu- leikar til landnáms með tilstyrk stór- virkra véla, sem áður voru ekki til- tækar. Landnám á samíelldum ræktunarsvæðum. Með lögunum um landnám, ný- byggðir og endurbyggingar í sveitum er sköpuð fjárhagsleg aðstaða til þess að nýbýlastjórnin annist landútveg- un og framkvæmi ræktunarundirbún- ing til aukningar byggðarinnar, þar sem ræktunarsvæði eru samfelld og búrekstrarskilyrði teljast góð. Til þess- ara framkvæmda greiðir ríkissjóður rninnst 2.5 millj. króna á ári i 10 ár, frá 1947 að telja. Landnám ríkisins er í því fólgið, að ná á eina hönd sam- felldu landi til ræktunar og nytja, ræsa það fram, leggja um það vegi, sem tengdir eru aðalvegum nærliggj- andi byggða, skipuleggja á því byggð og leggja aðalæðar vatnsleiðslu og skolpleiðslu fyrir byggðahverfin, þá er þau eru reist. Landið skal vera eign ríkis, bæja, sveita eða byggðafélaga, og skal land keypt í þessu skyni, ef þess gerist þörf. Þetta landnám er nú hafið á nokkrum stöðum á landinu. Stærst þeifra landsvæða, sem tekin hafa verið fyrir, er í Ölfusi, undir Ingólfsfjalli. Vekja þær framkvæmdir óhjákvæmilega athygli vegfarenda. Þetta land er rösklega 400 hektarar að stærð, og þar munu rúrnast all- mörg býli í frjósamri og góðri sveit, sem hefur ágæt skilyrði og liggur vel við mörkuðum og samgöngum. Önnur svæði, sem tekin hafa verið fyrir með líkum hætti, eru í Þinganesi í Horna- firði, Víðimýri í Skagafirði, Hvols- velli á Rangárvöllum, að Reykhólum á Barðaströnd, og loks er undirbún- ingur hafinn að nýju landnámi í Ljósa- vatnshreppi í Suður- Þingeyjarsýslu. Hvert býli á að geta fengið 45—50 hektara landsvæði. Eru þegar umsækjendur um öll þessi lönd? Framkvæmdir eru lengst komnar í Ölfusi, og eru þegar umsækjendur urn öll þau býli, og munu færri kom- ast að en vilja. Ástæða er til að ætla, að líkt fari um hin landsvæðin öll. En þótt stórfelldar undirbúnings- framkvæmdir liafi þegar farið fram sums staðar, er samt langt í land, að allt þetta land komizt í hendur ný- byggjenda. Húsabyggingar eru rétt að hefjast og komast ekki nema skammt á veg, vegna fjárskorts og efnisskorts. Þótt heimildir séu til 4

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.