Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 13
* lok umræðnanna báru Mr. Carson og Mr. Wilson fram eftirfarandi tillögur: „Þingið samþykkir að láta i ljós ánægju sína og þakkir til hins gáfaða mannvinar, höfundar tímaritsins Samvinnumaðurinn í Brighton, fyrir hans notadrjúgu leiðbeining- ar, sem sýna gildi samvinnunnar á einfaldan en áhrifaríkan hátt. Þingið samþykkir enn- * fremur að fela Mr. Pare að setja sig í sam- band við höfundinn og færa honum þessa samþykkt ásamt ósk um, að hann endur- prenti tímaritið með þeim breytingum og viðbótum, sem hann telur nauðsynlegar." — (Sjá Múller, Hans: ,,Dr. William King“, Year Book of ínternational Cooperation, 1913, bls. 192). Af þessari samþykkt hins fyrsta sam- vinnuþings má að nokkru ráða, hve mikil áhrif dr. King hefur haft meðal fyrstu samvinnumannanna, fyrirrenn- ara Rochdale-vefaranna. Þessir fyrstu samvinnumenn Englands höfðu lesið tímarit dr. Kings og gerðu sér ljóst, hve mikið þeir áttu honum að þakka. Þeim varð tíðrætt um ritið og höfund- inn í umræðum sínum á þinginu, og það má gera ráð fyrir, að þeir hafi tal- að um hvort tveggja á vinnustöðum og meðal vina sinna. Þannig hefur tölu- verður fjöldi manna fengið vitneskju um dr. King og kenningar hans, enda þótt tímaritið væri ekki prentað í stóru upplagi. En hinu má svo heldur ekki gleyma, að allir leiðandi menn Roch- dalefélagsins höfðu heyrt um Robert Owen og starf hans. Sumir þeirra voru eindregnir Owenistar. Eigi að síður fóru þeir eftir reglum dr. King, þegar þeir stofnuðu félag sitt. Þeir stofnuðu neytendasamvinnufélag, ekki fram- leiðendasamvinn ufélag. HELZTU ÆVIATRIÐI En hvað vita menn meira um dr. William King og starf hans? Dr. William King fæddist 17. apríl árið 1786 í Ipswich á Englandi. Faðir , hans, John King, var skólastjóri í ung- lingaskóla borgarinnar. Hlaut Wil- liam fyrstu skólagöngu sína hjá föður sínum. Síðar var hann sendur í West- minster-menntaskólann. Að mennta- skólanámi loknu fór hann til Oxford, en var þar skamma stund. Fluttist þá til Cambridge-háskólans og lauk þar bæði B.A. og M.A. prófi. Lagði hann mesta áherzlu á að lesa vísindi, hag- fræði, heimspeki, sögu og stærðfræði. Að náminu í Cambridge loknu, inn- ritaðist William King á St. Bartholo- mews spítalann, nam læknisfræði og lauk læknisfræðiprófi árið 1819. Vann hann síðan á spítalanum þar til árið 1821, að hann giftist og fluttist til Brighton, en þar starfaði hann síðan sem læknir um 40 ára skeið. Dr. King tók töluverðan þátt í fé- lagsstarfi með Brightonbúum fyrst eftir að hann fluttist þangað. Hafði hann áhuga á hvers konar framfara- málum og léði ýmsum umbótamálum lið. T. d. var hann einn af kennurum hinna svo kölluðu „Provident Inslitu- tions“ og „District Society", sem hvort tveggja voru eins konar fræðslu- og framfara-félög í Brighton. Var hann um stund bæði kennari og fyrirlesari við „The Mechanics Institute", sem var eitt þessara félaga og hafði á þess- um árum náið samstarf við hina óham- ingjusömu konu, Lady Noel Byion, sem um þessar mundir beitti sér mikið fyrir umbótum á högum fjöldans. Nokkrir nemendur dr. Kings úr fræðslu- og framfarafélögunum stofn- uðu eins konar samvinnufélag í Brigti- ton 12. apríl árið 1827. Félag þetta var kallað „The Brighton Cooperative Benevolent Fund“, eða Samvinnugóð- gerðarsjóður Brighton. Tilgangur þessa félags var: „Fyrst að safna með vikuframlögum sjóði x þeim tilgangi að gefa þeim, sem ættu þess annars ekki kost, tækifæri til þess að gerast meðlimir í samvinnubyggðarlögum, með því að gefa þeim hluta af eða allt fjármagnið, er safnaðist, eftir því sem ástæður einstakling- anna leyfðu; og annað, að halda uppi sam- vinnufræðslu.“ — (T. W. Mercer: Coopera- tion’s Prophet, bls. 13). Það er talið víst, að dr. King hafi, með fyrirlestrum sínum, lagt grund- völlinn að öðru samvinnufélagi til í Brighton, kaupfélagi, sem stofnað var þar í júlí árið 1827, og rekið undir nafninu „The Cooperative Trading Association“, eða Samvinnuverzlunar- félagið. Áhugi dr. Kings á opinberum mál- um leiddi til þess, að hann var kjörinn í borgarstjórn Brighton árið 1837. — Fimm árum síðar var hann ráðinn einn aðallæknir við spítalann í Brigh- ton og gegndi því starfi það sem eftir var starfsævi sinnar. ÁHRIF OG ÚTBREIÐSLA RITSINS Aðalstarf dr. Kings í þágu sam- vinnumála hefst, þegar hann hefur út- gáfu tímarits síns, Samvinnumaður- inn, 1. maí árið 1828, eða 16 árum áður en Rochdalefélagið var stofnað. Ritið gaf hann út á eigin kostnað og eigin ábyrgð, en eitt heftið mun hann ekki hafa skrifað sjálfur. Starf hans í þágu samvinnumála endar líka 28 mánuðum síðar, þegar síðasta hefti Samvinnumannsins kemur út, 1. ágúst 1830. Það er því fyrst og síðast með útgáfu rits síns, að dr. King varð sam- vinnuhugsjóninni að liði. í Samvinnumanninum lagði dr. King fræðilegan grundvöll að sam- vinnustarfseminni, og það var í riti hans, að samvinnumenn Englands fundu fyrst á prenti skipulegar rök- ræður um gildi samvinnunnar, enda þótt þeir hafi að öllum líkindum þekkt eitt eða annað form af sam- vinnustarfi um aldaraðir. T. W. Mercer heldur því fram í rit- gerð sinni um dr. King, að hann hafi ráðizt í að gefa út Samvinnumanninn í og með til þess að leiðbeina stofnend- um Brighton-kaupfélagsins frá 1827. Hvort svo er eða ekki, þá er hitt víst, að ritið kom fyrstu samvinnumönnum í Brighton í góðar þarfir. Það fór reyndar víðar en til þeirra, enda þótt það væri prentað í smáu upplagi. T. d. fékk M. Pare, sem áður er getið í sam- bandi við fyrsta samvinnuþingið í Liv- erpool 1832, ritið til Birmingham og stofnaði kaupfélag þar árið 1828. Rit- ið vakti athygli, hvar sem það fór, og margir þeir, sem lásu það, reyndu að stofna kaupfélög í anda kenninga dr. King. Sem dæmi um áhrif ritsins má geta þess, að dr. King segir í síðasta tölublaði þess, 1. ágúst 1830, að til- gangi útgáfunnar sé náð, af því að ritið hafi orðið til þess, að fólk hafi víða stofnað kaupfélög til þess að prófa gildi kenninga þeirra, sem ritið fjallaði um. Segir dr. King í þessu sambandi, að „þrjú hundruð félög hafi verið stofnuð til þess að prófa þessar kenn- ingar.“ (The Cooperator). SKOÐANIR DR. KING En hverjar voru þá skoðanir dr. Kings á samvinnumálum? í hverju voru þær samhljóða, í hverju ósam- hljóða skoðunum annarra samvinnu- manna? Grundvöllur skoðana dr. King og kenninga hans var „bræðralag og sam- vinna öllum til hagsældar". Að dómi 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.