Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 9
„Höfuðáherzlan hefur verið lögð á að kynna kennisetningar samvinn- unnar jafnframt því að veita liagnýta menntun í einstökum framkvæmda- atriðum hennar. Við kennum sam- vinnufræði, samvinnusögu, hagfræði «. fl. kennisetningarlegar greinar. En á sama tíma kennum við skiltagerð, afgreiðslu í búð, vöruþekkingu, búða- skipulag o. fl. hagnýtar námsgreinar, sem snerta einstök atriði framkvæmd- ar samvinnuhugsjónarinnar." „Annað atriði, sem vert er að benda á í þessu sambandi," bætti rektor Elldin við, „er það, að kennslan í hverri grein fer fram í stuttum nám- skeiðum á einni til limm viknm. Þannig getur hver nemandi fengið þá menntun, sem hann hefur sérstaklega hug á að afla sér, í samþjöppuðu formi, á stuttum tíma. Kaupfélags- stjóri, sem stjórnað hefur kaupfélagi um nokkurra ára skeið gerir sér t. d. grein fyrir því, að hann hefur ekki tíma til að setjast á skólabekk og lesa hitt eða þetta um langan tíma; liann vill læra haldgóða útstillingatækni á stuttum tíma. Við reynum að miða námskeið okkar við að fullnægja slíkri eftirspurn. — Annan kaupfélags- stjóra langar e. t. v. að lesa einhverja sérstaka grein hagfræðinnar eða sam- vinnufræðinnar á stuttum tíma. Við reynum einnig að uppfvlla ósk þessa manns.“ „Er þetta skipulag viðhaft á öllum námsgreinum í Vár Gárd?“ „Já, yfirleitt má segja, að allar kennslugreinar í Vár Gárd séu kenndar í stuttum, sjálfstæðum nám- skeiðum og öll áherzla sé lögð á að þjappa kjarna námsgreinanna í sem einfaldast, auðskiljanlegast og liagnýt- ast form. Það er m. a. þess vegna, að við leggjum ekkert upp úr prófum og nemendur fá engin sérstök réttindi eft- ir að hafa stundað nám í Vár Gárd. Reynslan hefur hins vegar kennt, að nemendur hafa öðlast hagnýta þekk- ingu í þeim greinum, sem þeir hafa numið í skólanum." Kostnaður skólans. „Hvernig er fjáhagshafkoma Vár Gárd?“ „K. F. á skólann, en rektor hans og félags- og fræðsludeild K. F. hafa yf- irumsjón með stjórn hans. Starfræksla skólans kosta rösklega eitt þúsund kr. á dag, ef miðað er við heildarkostnað ársins 1949, sem var kr. 370 þúsund. „Og hver greiðir þetta fé?“ „Yfirleitt liefur K. F. greitt það. Tekjustofninn er þó þrenns konar nú orðið. Nokkur hluti er framlag K. F„ nokkur hluti gjöld nemenda og nokkur hluti framlög áhugamanna. Framlag K. F. er auðvitað langmest, og það var ekki fyrr en á síðustu árum, að nemendur greiddu námsgjöld." „Eins og er á skólinn fjórar milljón- ir króna í sjóði,“ bætti Harald Elldin við. „Þetta er eins konar varasjóður fyrir okkur. Við þurfum að auka við húsnæði skólans á næstunni. Ff K. F. getur þá ekki af einhverjum ástæðum veitt okkur fé til bygginganna, þá get- um við gripið til þessa varasjóðs og byggt fyrir andvirði hans.“ „Skólabyggingarnar eru í Saltsjö- baden?“ „Já, við eigurn nú fjögur landsetur í Saltsjöbaden. Eitt er Sjöudden, sem K. F. keypti árið 1924; annað er Skár- tofta, sem keypt varf 1929; þriðja Vái Holrne, sem keypt var 1932 og fjórða Reservante, sem keypt var árið 1946.“ Hagnýtur árangur. „Hvað er að segja um þann hagnýta árangur, sem orðið liefur af starf- rækslu skólans?" „Vár Gárd hefur átt sinn þátt í að bæta þjónustu og efla starfsemi kaup- félaganna í Svíþjóð. Skólann hafa sótt nær eingöngu kaupfélagsstjórar, af- greiðslumenn og stjórnarmeðlimir sænsku samvinnufélaganna. Þetta fólk hefur útfært skólalærdóminn í kaup- félögunum, þegar það fór aftur frá skólanum.“ „Eru stjórnarmeðlimir kaupfélag- anna og starfsmenn þeirra í sömu deildum?“ „Já, sömu aldursflokkarnir eru í sömu deildum, hvort sem þeir eru af- greiðslumenn, kaupfélagsstjórar eða stjórnarmeðlimir. Þetta hefur reynst mjög vel. Skilningurinn á milli stjórn- armeðlima og starfsmanna hefur orðið meiri og samstarfið betra eftir að þeir liafa setið á einum og sama skóla- bekknum. Hver þeirra um sig sækir ákveðna, hagnýta þekkingu í skólann, og fyrst og fremst þá þekkingu, sem þeir telja að verði sér og kaupfélagi sínu að sem mestu liði.“ „Skólinn hefur verið í mjög nánum tengslum við kaupfélögin?" „Já, kennarar skólans ferðast t. d. eins mikið og mögulegt er á milli kaupfélagsbúðanna í landinu og gefa leiðbeiningar. Hverjum einasta að- stoðarkennara er gert að skyldu að vinna minnst 6—8 vikur á ári í kaup- félagsbúðum og leiðbeina og læra. Reynslan af þessu hefur kennt okkur, að kennarar geta margt lært í kaup- félagsbúðunum á sama hátt og starfs- menn kaupfélaganna geta margt lært í samvinnuskólanum og af kennurum, þegar þeir starfa í búðunum.“ „Enn eitt gott, sem lilotist hefur af þessu nána sambandi skólans og kaup- félaganna," bætti Harald Elldin við, „er það, að nemendurnir, sem flestir eru reyndir samvinnumenn, koma með ýmis vandamál með sér í skólann úr starfinu; þessi vandamál leggja þeir gjarnan fyrir kennarana. Þau eru rædd í heyranda hljóði og flestum viðstöddum miðlast eitthvað af. „Oft er það líka svo, að nemend- urnir bera fram fyrirspurnir, sem hafa sérstaka þýðingu fyrir kaupfélög- in eða rekstur K. F. Þessar spurningar eru fyrst og fremst ræddar í skólanum af nemendunum og kennurum, síðan af skólastjórninni og kennurum, og ef hagnýt lausn finnst, er skýrsla um málið, ásamt með tillögum til úrbóta, send félags- og fræðsludeildinni og jafnvel beint til framkvæmdaráðs K. F„ sem tekur tillög;urnar til athugun- ar og afgreiðslu." Aðsókn mikil. „Hefur skólinn alltaf fullnægt eftir- spurninni eftir skólavist?" „Við gerum það sem við getum í þessu efni, en oft höfum við orðið að vísa mörgum nemendum frá. Þetta hef- ur ekki að öllu leyti haft neikvæð áhrif. Það hefur m. a. orðið til þess að skapa samkeppni um að komast inn í skólann, svo að nemendurnir koma betur undir námið búnir en ella.“ „Er ekki fólk á ýmsum aldri í skól- anum?“ „Jú, allt frá grænum nýliðum innan kaupfélaganna og upp í roskna kaup- félagsstjóra. Þetta hefur orðið til þess, að við höfum tekið það ráð að halda hvert námsskeið í ýmsum aldursflokk- um. Við höfum 20 ára aldursflokk, 25 (Framh. á bls. 26) 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.