Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 23
SVIPIR SAMTÍÐARMANNA: ADENAUER Þjóðverji af gamla skólanum stjórnar nýju Þýzkalandi VALDAMESTI stjórnmálamaður hins nýja vesturþýzka sambandsríkis, dr. Konrad Adenauer, er gott sýnishorn margs þess, sem var bezt í hinu gamla þýzka ríki. Maðurinn, sem valinn hefur verið til æðstu forráða þeirra 46 milljóna manna, sem byggja Vestur-Þýzkaland, býr yfir miklu af þeirri hagsýni, iðjusemi og hugrekki, sem lyfti þýzku þjóðinni á árunum 1869—1914 upp úr deilum og sundurlyndi ósamstæðra smárikja til þess að verða ein af fyrirþjóð- um Evrópu. Doktor Adenauer var 24 ára þegar nýja öldin reið í garð og hann var 42 ára þegar Þýzkaland keisarans var lagt að velli. Það fer því að vonum, að hjá honum megi finna ýmsar hugmyndir hins gamla Þýzkalands, og þá einnig rangan skilning á öðrum þjóðum, en þar er áreiðanlega að finna eina meginástæðu þeirra hörmunga, sem Þýzkaland hefur orðið að þola. Af þessu leiðir, að fulltrúum Vesturveldanna þriggja, sem hersitja vestur þýzka rikið, finnst erfitt að eiga skipti við hann. En fram hjá þeim skiptum verður samt ekki siglt, því að enn í dag er Adenauer heilsteyptasti stjórnmála- maðurinn, sem komið hefur fram á sjónar- sviðið í Þýzkalandi eftir stríðið. 17’ ANSLARINN er samt sem áður engan l.a. veginn týpiskur fulltrúi þess ríkis, sem er að vaxa upp úr rústum styrjaldarinnar. Almenningur í Vestur-Þýzkalandi er áhuga- lítill um stjórnmál og stefnur eru á reiki. Adenauer er áhugasamur og öruggur og heldur fast á stefnu sinni. Þegar hin ýmsu pólitísku öfl, sem nú leika lausum hala, hafa fullmyndað flokka og stefnur, má búast við því að aðstaða hans veikist og þetta geti orð- ið honum að falli. Dr. Adenauer er aðeins bráðabirgða-kanslari, en þar sem stjóm hans situr á þeim tíma, er Vesturveldin eru að taka ákvarðanir um framtíð Þýzka- lands, og Þjóðverjar sjálfir verða að ákveða, hvort þeir fallast á þær ákvarðanir eða ekki, er stjórn hans og persónuleiki miklu áhrifa- meiri en gert var ráð fyrir í september 1949, er sambandsstjómin í Bonn var sett á lagg- imar. Tvennt hefur einkum styrkt aðstöðu hans. Kanslarastarfið er í dag miklu valda- meira embætti en ætlað var þegar stjórn- laga þingið, undir forsæti Adenauers, gekk frá stjórnarskrá hins nýja ríkis. Þetta hefur m. a. orðið vegna þess, að í dag er skipting Þýzkalands staðreynd, sem ekki er líklegt að breytt verði í bráðina. Bandaríkin, Bret- land og Frakkland hafa neyðst til þess að líta á Vestur-Þýzkaland, sem fyrstu varnar- stöð Evrópu gegn kommúnismanum og heimsvaldastefnu Rússa, fremur en sem hluta lands, er þessi ríki stjóma sameigin- lega með Sovét-Rússlandi. Af þessu, og áframhaldi „kalda stríðsins“, hefur svo leitt, að Vesturveldin hafa sífellt verið að láta Þjóðverjum í té meiri yfirráð yfir málum sínum og svo kann að fara á þessu hausti, að þeir fái að mestu leyti í sínar hendur stjórn utanríkismála hins nýja rikis. Þar að auki er þess að geta, að í stjóm með Adenauer eru ýmsir atkvæðalitlir stjórnmálamenn frá ýmsum sambandsríkjum, sem skoða stjórn- málin að vemlegu leyti út frá hagsmuna- sjónarmiðum heimaríkja sinna. Þetta við- horf sumra ráðherranna, og það, að þeir eru óvanir stjórnarstörfum, hefur orðið til þess að styrkja persónulegt vald Adenauers enn meira. Og þar sem Þýzkaland hefur engan utanríkisráðherra, samkvæmt samningi her- námsveldanna um stjórn landsins, hefur hann enn styrkt aðstöðu sína með því að tala fyrir munn Þjóðverja í ýmsum mikil- vægum málum, í viðtölum við erlend blöð um stöðu Þýzkalands, og í viðræðum við erlenda sendimenn. Þetta hefur ekki alltaf verið að skapi hernámsstjóranna þriggja, en það hefur lyft Adenauer heima fyrir og gert hann að stjórnmálamanni á alþjóðlegan mælikvarða. A LIT VESTURVELDANNA þriggja á Adenauer og stjórn hans hefur ekki hækkað á því ári, sem liðið er, síðan hann fékk stjórnartaumana í sínar hendur. Þá var það nokkuð almenn skoðun meðal stjórn- málamanna á Vesturlöndum, að í Adenauer hefði Þýzkaland eignast afburða stjórnmála- mann, einmitt þegar það þtxrfti þess mest með. En síðan hafa ýms atvik, sem smátt og smátt leiddu til háarifrildis milli sambands- stjórnarinnar og hernámsstjóranna, orðið til þess að þeir álíta nú, að þrái Adenauers og ráðríki sé veruleg hindrun á vegi betri sam- búðar Þjóðverja og Vesturveldanna. Þar við bætist, að dr. Adenauer, eins og margir aðr- ir Þjóðverjar, hefur sérstaka ást á stórum, en lausknýttum, pólitískum hugsjónum, en Bretar og Bandaríkjamenn eiga erfitt með að fella þessa háfleygu dagdrauma inn í neyðarástand þjóðarinnar í dag. Adenauer er samt maður, sem ekki er hægt að komast hjá að taka eftir. Þegar hitnar í glæðunum í Bundestag -—- sambandsþinginu — og kommúnistar, jafnaðarmenn og hægrimenn henda hnútum um þveran salinn, situr hann hreyfingar- og svipbreytingarlaus hægra megin við forsetann og lætur ekki vita, hvort honum líkar betur eða verr. Augnaráðið er kuldalegt og röddin hvell. Hann er ekki ræðuskörungur og ekki áheyrilegur. Póli- tískt vald hans er meira á sviði baktjalda- brellna, útreikninga og áætlana um flokka- samsteypur eða splundrun þeirra. Maðurinn lítur út eins og 19. aldar maður og Þjóðverj- ar bera traust til slíkra manna, vel minnugir þess, að 20. öldin hefur ekki verið þeim sér- lega hliðholl það sem af er. A Ð ÚTLITINU TIL er hann eins og mik- ill, vitur leiðtogi, kallaður til þess að frelsa þjóðina undan oki hemáms. Hann er 74 ára gamall, en beinn í baki og gengur teinréttur. Hann klæðist látlaust, oftast dökkum fötum, fallega sniðnum og úr góðum efnum. Hann er kurteis í framgöngu, þótt ekki innilegur, en í samræðum ekki þolin- móður við andstæðar skoðanir og þá kemur í ljós, að viðhorf hans til furðulega margra vandamála er furðulega þröngsýnt. I þessu landi svartamarkaðsbraskara og spillingar, sem sigldu í kjölfar ósigursins, eru heima- lifnaðarhættir forsætisráðherrans til fyrir- myndar um einfaldleik og íburðarleysi. Hann býr yfirlætislaust í nágrenni Bonn, sem er orðin höfuðborg hins nýja ríkis. Enda þótt umhverfið sé frægt fyrir góð vín, er Adenauer sem næst bindindismaður ogtóbak notar hann ekki. Hann er kaþólskur og kirkjurækinn. Viðhorf hans til trúarskoðana annarra, eins og stjómmálaskóðana þeirra, er meira en lítið þröngt. Það er erfitt að láta sér verða hlýtt til hans, en erfitt að virða hann ekki. (Framh. á hls. 28) 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.