Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 20
^######### FORELDRAR OG BÖRN <###<#########################################( i| Börnin og dásemdir náttúrunnar f FYRSTU sumardögum þessa [\ árs, þegar náttúran stóð í blóma, dvöldu 27 ungmenni frá ýmsum skólum í New York fylki í Bandaríkjunum, í sumarbúðum skammt frá vatni nokkru. Nemend- urnir athuguðu gróður, dýralíf, steina og jarðveg, en með þeim í förinn voru 50 kunnir uppeldis- fræðingar víðs vegar að, og þeirra hlutverk var að rannsaka ungmenn- in við þessar kringumstæður. Til þessarar sumardvalar var stofnað til þess að prófa þá kenn- ingu, að æskumenn læri eins mik- ið í mörgum námsgreinum með því að dvelja eina viku úti í náttúr- unni, eins og með þv.í að sitja viku á skólabekk, auk þess sem útiveran veitir þeirn hollustu og skemmtun, langt umfram innisetuna. Eftir þetta reynslupróf samþykktu upp- eldisfræðingarnir að leggja til, að fylkið láti koma upp dvalarstöðum úti í sveit fyrir ungmennin og stofni til kennslu úti á sumrum og hefji þar með nýtt tímabil í sögu kennslumála vestur þar. Á HVERJU VORI leggja for- eldrar í borgum og bæjum kapp á að koma börnum sínum fyrir úti í sveit; á bændabýlum, sumardvalar- stöðum, skátaheimilum o. s. frv. En ekki eiga öll kaupstaðabörn þess kost að fá vist á slíkum stöð- um. Þau ntun fleiri, sem dvelja heima hjá pabba og mömmu alla sjci daga vikunnar, sumar jafnt sem vetur. Þannig er þessu farið í fleiri löndum en íslandi. Ameriskt tíma- rit, sem lætur sig uppeldismál nokkru skipta, taldi því rétt að at- huga, livað foreldrar almennt gætu lært af þeirri reynslu, sem fékkst með tilrauninni í New York fylki. Það leitaði álits sumra þeirra upp eldisfræðinga, sem um mál þetta fjölluðu, og birti niðurstöðurnar í athyglisverðri grein fyrir skemmstu. Verður Jtér á eftir stikl- að á nokkrum atriðum. Einn uppeldisfræðinganna benti á, liversu mikilvægt það væri fyrir þroska barnsins eða unglingsins, að fá tækifæri til þess að læra að lifa í liópi félaga. Það er skóli í lýðræði, í umgengni, í tillitssemi við náung- ann. í stuttu máli: að læra að l)úa með öðrum. Þetta er mikilvægt fyrir livern nútímamann. I öðru lagi l)enti hann á tækifærin, sem gefast við svona kringumstæður, til þess að læra án fyrirskipana og aga, læra nreð öllum skilningarvitum fjölmargt, og liafa af því mikla menntun, sem mundi verða leiði- gjarnt námsefni á kennslubók. Einn nemendanna, 13 ára drengur, sagði, að það hefði verið dásamlegt að fá að sjá dýr og fugla í náttúr- legu umhverfi, skoða gróðurinn og steinana og læra, hvernig jöklar ís- aldarinnar hefðu máð þá og flutt með sér. Vissulega er áhugi ungl- inga og ást á náttúrunni ekki fyrir- bæri, sem kviknar á einni nóttu. Margir unglingar kjósa miklu fremur að fá að dvelja einn dag við silungadorg en sitja á skólabekk, .en það er nýtt í þessu máli, að heyra skólamenn og uppeldisfræð inga leggja jafn ríka áherzlu á gagn- semi náttúruskoðunar og gert var eftir þetta reynslupróf. Þessi skoð- un er útbreidd, en hin raunveru- lega reynsla er lítil. I Bandaríkjun- eru enn ekki nema nokkrir tugir sumarbúða fyrir skólanemendur, þar sem þeir hafa aðstöðu til að njóta samvista og kennslu með þessum hætti. En bent er á, að for- eldrar í borgum og bæjurn geti veitt börnum sínum mikla ánægju og uppörvun að þessu leyti enda þótt aðstaða til sumardvalar utan bæjanna sé ekki fyrir hendi. I bækl- inguin, sem uppeldisstofnanir í Bandaríkjunum hafa nýlega gefið út, er bent á ýmis atriði, til leið- beiningar foreldrum að þessu leyti. 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.