Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 16
"HIMINN UNDIR OG OFAN Á” MÖRG af helztu stjórnmálablöð- um Norðurálfu og Vesturheims flytja á degi hverjum ritstjórnargrein- ar, sem eru skemmtilega fjarri böl- sýni, stjórnmálaþrasi og væringum samtímans. Þegar menn hafa lesið greinar um Kóreustyrjöldina, kalda stríðið í Öryggisráðinu, erfiðleikana á samstarfi Vestur-Evrópuríkjanna, framkvæmd Atlantshafssáttmálans og árangur Marshall-hjálparinnar, á rit- stjórnarsíðum New York Times, Manchester Guardian eða London Times, koma menn að smágrein síð- ast í ritstjórnargreinaflokknum, sem er annarrar ættar og annars eðlis Þar er á einfaldan og aðlaðandi liátt lýst samskiptum mannsins við náttúruna. Ekki námugreftri hans, olíuborun- um eða öðrum athöfnum, sem breyta útliti jarðkúlunnar og herja úr iðr- um hennar verðmæti, sem notuð eru til styrjalda jafnt sem friðsamlegrar uppbyggingar, heldur því, sem augað nemur úti í náttúrunni á hverri árs- tíð. Þar er rætt um þær blómateg- undir, sem fyrst skjóta kollinum úr moldinni eftir vetrardvalann, bent á, hvenær hver trjátegund verði allaufg- um, hvenær fiðrildin taka að strjúka grastoppana, og rætt unr samband lífs- ins í náttúrunni og veðurfarsins, hvað hver vika, hver nránuður ársins, flytji með sér af verðnrætum, senr ekki verða látin í aska eða skráð á fram- leiðsluskýrslur, en hafa samt ómetan- legt gildi fyrir lrvern einstakling, senr gengur um land sitt með opin augun og sér annað og meira en steinlagðar götur, hús, bifreiðar og önnur mann- virki. Sum þessara blaða irafa lraldið þess- unr sið í áratugi. Þau mundu ekki hafa gert það, ef þessi skrif liefðu ekki fundið hljómgrunn í brjóstum alþýðunnar, einkum á tímum erfið- leika og andstreynris, bæði í heima- garði og á alþjóða vettvangi. Það er alveg vafalaust, að þessi skrif hafa stuðlað að því, að fjöldi manna hefur eignazt dýrmætar minningar úti í náttúrunni. Þau hafa vakið áhuga fyrir því, senr þar er að gerast, lyft huganum upp yfir stríðsfregnirnar á öðrum síðum blaðanna og ys og þys 16 hversdagslífsins lreima fyrir, nrinnt á, að lífið er ekki allt „kalt stríð“ og að vandamál mannlífsins alls verða ekki, þrátt fyrir allt, leyst í salarkynnum Sameinuðu Þjóðanna í Lake Success eða á viðræðufundum Evrópubanda- lagsins eða hefðarmannanna í Komin- form, heldur miklu fremur í brjósti hvers einstaklings, sem minnist þess, að lífið er stutt, en heimurinn er óendanlega stór og dásamlegur, öll tilveran hefur bjartari hliðar en sam- skipti mannanna í dag gefa tilefni til að ætla, og að „herra jarðarinnar“ er, á hinzta degi, svo óendanlega smár og lítilsmegandi. AÐ er vafalaust, að þúsundir er- lendra nranna lesa þessar hugleið- ingar um lífið og náttúruna í þessum víðlesnu málgögnum og hafa af því ánægju ekki síður en heimamenn, enda þótt mildi og harðneskja náttúr- unnar gangi misjafnt yfir löndin og lífið þar beri jafnan svip síns lieima- lands. En útlendingarnir lesa skrifin af því að þeir finna þar eitthvað, sem svalar þeirra eigin þrá, og þeir sakna þess, að olt er fátæklegt að þessu leyti í þeirra eigin blöðum og bókum. Þannig mun þessu farið með marga íslendinga, sem eiga þess kost að lesa góð erlend blöð að jafnaði. Sá liópur mun þó ekki stór, hins vegar mun sá hópur fjölmennur, sem finnur til sín talað, þegar rætt er um lífið í náttúr- unni, litbrigði hennar, fegurð og dá- semdir, á óeigingjarnan hátt. Þarna er skarð í allan okkar mikla blaða- og tímaritakost, ófyllt skarð. Okkur hættir allt of oft við, þegar við ræðum um veðurfarið, gióðurinn og lífið í okkar fagra en stundum kalda landi, að gera það á eigingjarnan hátt, þann hátt, sem setur asklokið upp fyrir höf- uðið og metur allt til gagns, matfanga eða peninga. Slíkt er auðvitað eðli- legt og raunar nauðsynlegt, en eigi að síður er þarna ónumið land fyrir rithöfunda þessa lands, sem vilja að orð þeirra fái hljómgrunn í hjörtum fólksins. Hver vill hefja það tand- nám? EITT þeirra erlendu stórblaða, sem fyrr getur, birtir oft að auki mjög skemmtilegar og læsilegar lengri rit- gerðir um ýmis fyrirbrigði náttúrunn- ar. Mér er ein slík minnisstæð. Þar var rætt um skýin, lögun þeirra, lit og háttu, eins og þau koma fyrir sjón- ir lítilli manneskju, sem stendur á gróinni grund og horfir upp í ómælis- geiminn. Það er einkennilegt, að ís- lenzk skáld hafa lítið kveðið um feg- urð skýsins, sem siglir um himinhvolf- ið, stundum ljósleitt og fagurmyndað, en grúfir líka stundum dimmt og tröllslegt yfir byggðinni. Lýsingar á kvöldroða og morgunroða á fjöllun- um eru margar, en fögur lýsing skýs- ins, sem speglast í lygnu vatninu, eða teygir hramma sína niður undir fjalls- hlíðarnar á undan óveðrinu, hvar er hún? Þessi höfundur hélt því fram í fyrrnefndri grein, að allt of margir gengju til daglegra starfa niðurlútir og áhyggjufullir og sæu ekki nema steinsteypt strætið við fætur sér, en gættu þess ekki að lyfta höfðunum — og huganum með — til himinsins og horfa á hið tilbreytilega og fagra skýjafar, sem endurspeglar árstíðina og dregur athyglina að leyndardóm- um náttúrunnar — og alheimsins. Er þess ekki þörf nú, að muna eitthvað annað einhvern tíma clagsins en erfitt brauðstrit heima fyrir og yfirvofandi ógnir utan úr heimi? Er ekki gott að lyfta höfðinu oftar, njóta þeirrar dá- samlegu fegurðar, sem himinhvolfið býður okkur á hverjum degi, í góð- viðri og illviðri, finna andblæ árstíð- arinnar leika um sig og minnast þess, að þrátt fyrir allt, er tilveran dásam- leg og líiið fagurt? Hér á næstu blaðsíðu er mynd frá einni af fegurstu sveitum landsins. Þar er himinn undir og ofan á, vatn og ský. og lítill bátur. Sá, sem hefur lifað að sjá þessa mynd úti í náttúr- unni, sjá allt, sem augað getur séð á slíkri stund, hann hefur eignazt minn- ingu, sem fylgir honum út í eilífðina. Slíkar minningar verða margar, ef menn horfa hátt. „Himinn undir og ofan á“. Ljósmynd úr Mývatnssveit eftir Mark Watson.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.