Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Síða 5

Samvinnan - 01.09.1950, Síða 5
BÖRN eru óútreiknanlegar verur. Hvernig stóð til dæmis á {jví, að lítill drengur eins og Dick, sem venjulega var góður sem gull, auðsveipur, ástríkur og hlýðinn, og frá- bærlega skynsamur eftir aldri, skyldi þegar minnst varði umhverfast og verða „eins og óður hundur", svo sem systir hans komst að orði, svo að engu tauti varð við hann komið? „Dick, komdu hingað. Komdu fljótt. Heyr- irðu ekki að mamma kallar á þig? Dick!" En Dick kom ekki og heyrði hann þó á- reiðanlega þegar kallað var. Hvellur, hrynj- andi hlátur var hið eina svar hans, og svo þaut hann í burtu. Hann stökk yfir óslegna grasflötina í garðinum, þaut fram hjá við- tjrskýliuu, hentist niður í matjurtagarðinn Og faldi sig bak við eplatrén, gægðist öðru- hverju fram á milli mosavaxinna trjástofn- anna og horfði á mömmu sína meðan hann hoppaði og stökk eins og villtur Indíání. Þessi ósköp byrjuðu við tedrykkjuna. Með- ar. mamma Dicks og frú Spears, sem dvaldi lijá henni síðari hluta dagsins, sátu í ró og næði inni í dagstofunni, hafði, að sögn vinnu- konunnar, eftirfarandi gerzt: Börnin sátu og borðuðu fyrsta brauðsnúðinn sinn svo róleg og kurteis sem framast var kosið, og vinnukonan var rétt búin að hella mjólkinni í tebollana, þegar Dick tók brauðdiskinn aiveg fyrirvaralaust og hvolfdi honum á höf- uðið um leið og hann mundaði brauðhníf- inn. „Lítið á mig,“ hrópaði hann. Systur hans litu á hann skelfingu lostnar, og áður en vinnukonan gat nokkuð aðhafst, rann brauðdiskurinn af höfði hans, féll í gólfið og brotnaði í smá-mola. A því hræði- lega augnabliki tóku báðar telpurnar að æpa sem mest þær máttu: „Mamma, komdu og sjáðu hvað hann hef- ur gert.“ „Dick hefur brotið stóran, fallegan disk.“ „Komdu, og segðu honum að hætta.“ Og við getum hugsað okkur hvernig mamma kom þjótandi. En hún kom of seint. Dick var stokkinn ofan af stólnum sínum, þotinn út á veröndina gegnum gluggann og — já, þarna stóð hún svo alveg ráðvillt, og ýmist tók af sér fingurbjörgina eða lét hana á sig aftur. Hvað gat hún gert? Ekki gat hún hlaupið og elt harnið. Ekki gat hún læðst á eftir Dick inn á milli epla- og plómu- trjánna. Það hefði verið ósæmilegt fyrir hana. Þetta var annars meira en ergilegt, og ein- mitt nú, þegar frú Spears, einmitt frú Spears, seni átti tvo svo mikla fyrirmyndar drengi, sat og beið hennar inni í dagsstofunni. „Jæja, Dick,“ kallaði hún, „eg verð að finna einhverja refsingu handa þér seinna." „Mér er sama,“ svaraði hávær drengjarödd, og aftur hljómaði hinn hvelli hlátur barns- ins. Drengurinn var alveg óviðráðanlegur. „Ó, frú Spears, mér þykir afar leitt að hafa látið þig sitja hér eina svona lengi." „Það gerir ekkert til, frú Bendall," svaraði fiú Spears með mjúkri og hunangssætri ródd um leið og hún lyfti brúnum, svo sem kækur hennar var. Hún hló við um leið og hún strauk kjólbrjóstið, sem hún var að sauma. „Svona atvik geta komið fyrir öðru hverju. Eg vona bara að þetta sé ekkert alvarlegt." „Það var Dick,“ sagði frú Bendall og leit- aði dálítið vandvirknislega að fínustu saum- nálinni sinni. Og svo skýrði hún frú Spears frá öllu, sem gerzt hafði. „Það versta er, að eg veit ekkert hvaða tökum á að taka drenginn. Þegar hann er i þessum ham, virð- ist ekkert háfa áhrif á hann.“ Frú Spears glennti opin Ijósu augun. „Ekki einu sinni hýðíng?" Frú Bendall kipraði varirnar á meðan hún þræddi nálina. „Við höfum aldrei flengt börnin okkar," sagði hún. „Þess hefur aldrei þurft. Dick er svo litill og auk þess eini drengurinn 'okkar. Af ásettu ráði höfum við. .. .“■ „O, kæra frú Bendall," greip frú Spears fram í og lagði saumana í skaut sitt. „Eg undrast það ekki að Dick skuli þá fá svona köst öðru hverju. Þú afsakar að eg segi það. En eg er viss um að ykkur skjátlast alveg, þegar þið haldið að þið getið alið upp börn- in, án þess að hirta þau. Sannarlega finnst engin uppeldisaðferð, sem komið getur i stað þess, og hér tala ég af reynslu. Aður fyrr notaði eg mildar aðferðir." Frú Spears dró andann djúpt og másandi. „Eg lét t. d. sápu á tunguna á drengjunum, eða eg neyddi þá til að standa uppi á borði heilt kvöld. En eg fullvissa þig um, að það bezta er að láta börnin í hendur föður þeirra." HIRTING Smásaga eftir KATHERINE MANSFIELD Frú Bendall hryllti við þegar hún heyrði talað um sápuna. En frú Spears ræddi um slíkt sem svo sjálfsagðan hlut, að frú Bendall þorði ekki að gera athugasemdir um það efni. „Pabba þeirra?" sagði hún. „Svo frú Spears hýðir þá ekki börnin sjálf." „Nei, aldrei." Frú Spears virtist verða æst og ókvæða við tilhugsunina um það. „Ég tel ekki að það sé hlutverk móðurinnar að refsa börnunum. Það er skylda föðurins. Og auk þess hefur hann miklu meiri áhrif á þau.“ „Já, ég býst við því," sagði frú Bendall dauflega. „Báðir drengirnir mínir," sagði frú Spears og hló framan í frú Bendall, „mundu hegða sér nákvæmlega eins og Dick, ef þeir þyrðu að gera það. Sannarlega...." „O, frú Spears, drengirnir þínir, sem eru fullkomin fyrirmynd," greip frú Bendall fram f. Og það voru þeir á vissan hátt. Hæglátari og betur upp aldir smádrengir, að minnsta kosti þegar fullorðnir voru nærri, urðu tæp- lega fundnir. Gestir frú Spears sögðu oft, að enginn skyldi halda að þar fyndust börn í húsinu, og það var heldur ekki venjulega. 1 anddyrinu neðan undir stóru málverki af feitum og góðlátlegum munkum, sem sátu á árbakka og dorguðu, hékk svipa, sem faðir frú Spears hafði átt. Og einhverra hluta vegna kusu drengirriir að leika sér þar sem svipan var ekki í sjónmáli, á bak við hunda- byrgið, í áhaldageymslunni eða hjá sorptunn- unni. „Það er svo mikil yfirsjón," sagði frú Spears um leið og hún vafði saman saumá sína, „að vera mildur og eftirlátur við smábörnin, það er sorgleg yfirsjón, sem hendir svo margan manninn. Það er líka óréttldtt gagnvart barn- inu. Það ættu menn að muna. Atferli Dicks litla bendir í ákveðna átt. Það er áthöfn barnsins til þess að minna á að hann þarfn- ast hirtingar." „Trúir frú Spears því staðfastlega?" Frú Bendall var ístöðulítil kona, og þetta samtal hafði mjög djúp áhrif á hana. „Já, það geri ég. Ég er alveg sannfærð um það. Rækileg hirting öðru hverju," sagði frú Spears ákveðin eins og sá, sem sérþekkingu hefur á umræðuefninu. „Hirting, sem fram- kvæmd væri af föður hans, mundi forða ykk- ur frá miklum óþægindum í framtíðinni. Trúðu mér til þess, kæra frú Bendall." Og frú Spears lagði þurra og kalda hönd sína yfir hönd frú Bendall. „Ég skal tala við Eðvarð, strax og hann kemur heim," sagði frú Bendall ákveðin. Börnin voru farin að hátta, þegar garðs- hliðið opnaðist og pabbi Dicks staulaðist með rtiðhjólið sitt í fanginu upp útidyratröpp- urnar. Þetta hafði verið þreytandi dagur á skrifstofunni. Eðvarð var heitur og uppgef- inn. Frú Bendall, sem var í mjög æstu skapi, vegna ákvörðunarinnar um hina nýju upp- eldisaðferð, opnaði sjálf dyrnar fyrir honum. „Ó, Eðvarð, ég er svo glöð yfir að þú ert komin heim." „Hvað — hvað hefur komið fyrir?" Eðvarð lét hjólið niður og þurrkaði af sér svitann. Rauð, ljót rönd lá yfir enni hans, þar sem hntturinn hafði þrengt að höfðinu. „Hvað er nú um að vera?“ „Komdu, komdu inn í dagstofuna," sagði frú Bendall og bar ótt á. „Ef þú vissir, hvað vondur Dick hefur verið. Þú hefur enga hug- mynd um.... Þú getur ekki ímyndað þér, sem situr allan daginn á skrifstofunni, hvern- ig barn á þessum aldri getur hegðað sér. Hann hefur verið alveg andstyggilegur. Ég ræð ekkert við hann, ekki hið minnsta. Ég hef reynt allt, en ekkert dugar. Það eina, sem nú er hægt að gera, er að flengja hann, að þú hýðir hann, Eðvarð." í einu horni dagstofunnar var hilla með skrautmunum. Á henni stóð meðal annars stór, brúnn postulínsbjörn með rauðmálaða tungu. í hálfrökkrinu virtist hann skæla sig framan í föður Dicks, eins og hann vildi segja: (Framhald á bls. 27) 5

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.