Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Síða 6

Samvinnan - 01.09.1950, Síða 6
Jón Magnússon. Vilhjálmur Árnason. Þorsteinn Loftsson. Þorleifur Þórðarson. Sveinbj Sigurjónsson. 10 ára reynsla af bréfaskólanámi á íslandi Bréfaskólar sérstaklega hentugir í strjcdbýli AÞESSU liausti eru tíu ár liðin síð- an Bréfaskóli SÍS tók til starfa. Á árinu 1939 var stofnun Bréfaskól- ans undirbúin. 1. des. það ár sam- þykkti stjórn SÍS að verja fé í þessu skyni en Ragnar Ólafsson, h.r.l. hafði gert áætlanir um rekstur nokkurra námsgreina væntanlegs bréfaskóla. Skyldi kennsla hefjast næsta liaust, og var Ragnar Ólafsson lögfræðingur fyrsti skólastjóri skólans. Síðan var skólastjóri Jón Magnússon fil. cand., og nú Vilhjálmur Árnason, lögfr. í októbermánuði 1940 tók skólinn til starfa og kenndi fjórar námsgrein- ar: Skipulag og starfshætti samvinnu félaga, kennari Ragnar Ólafsson, lög- fræðingur; fundarstjórn og fundar- reglur, kennari Ólafur Jóhannesson, lögfr.; bókfærsla, kennari Þorleifur Þórðarson, forstj., og enska, kennari Jón Magnússon fil. cand. Á næsta ári (1941) bættust tvær nýjar námsgrein- ar við: Búreikningar, kennari Guð- mundur Jónsson, skólastjóri, (núver- andi kennari í búreikn. er Eyvindur Jónsson, búfr.) og íslenzk réttritun, kennari magister Sveinbjörn Sigur- jónsson. Síðan hafa þessar námsgrein- ar bætzt við ár frá ári: Reikningur og bókfærsla II, kennari Þórleifur Þórðarson, siglingafræði, kennari Jónas Sigurðsson, kennari í Stýri- mannaskólanum; hagnýt mótorfræði, kennari Þorsteinn Loftsson, vélfræð- ingur Fiskifél. íslands; algebra, kenn ari Þóroddur Oddsson, menntaskóla- kennari, og esperantó, kennari Magn- ús Jónsson, bókbindari. Nú er í und- irbúningi að hefja á þessu hausti kennslu í nokkrum nýjum námsgrein- um, sem munu auglýstar jafnskjótt og kennsla getur hafizt í þeim. Er m. a. stefnt að því að samræma kennslu Bréfaskólans skólakerfi landsins þann- ig, t. d., að skólinn veiti kennslu und- ir landspróf. Standa vonir til að á næsta vetri verði hægt að veita meiri eða minni tilsögn í flestum lands- prófsnámsgreinum, þar sem einkum er þörf á slíkri tilsögn. Þá er og leit- ast við að veita kennslu í ýmsum hag- nýtum greinum í sambandi við fram- leiðslustörf og athafnalíf í landinu. Nemendafjöldi Bréfaskólans hefur vaxið ár frá ári. Fyrsta heila árið (1941), sem skólinn starfaði innrituð- ust 140 nemendur en á síðasta ári (1949) bættust við 544 nýir nemend- ur. Samtals hafa innritast í Bréfaskól- ann frá byrjun 3242 nemendur, mið- að við 10. ágúst s. 1. Innritaðir nem- endur frá upphafi í þeirri námsgrein, sem flestir höfðu lagt stund á, eru nú alls 1041. Nemendur eru hvaðanæfa af landinu, bæði úr bæjam og sveitum. Aðsókn sú, sem verið hefur og er að Bréfaskólanum, sýnir að mikil þörf er fyrir slíkan skóla. Hann gerir hvort tveggja að ná til margra, sem ekki eiga kost á að sækja aðra skóla og hann auðveldar námsbrautina einn- ig hjá þeim, sem aðra skóla vilja sækja. Af umsögnum nemenda Bréfaskól- ans virðist svo að hann njóti vinsælda þeirra, og reynslan leiðir ótvírætt í ljós, að þetta kennslu-form er gott. Hins vegar skortir á, að skólinn kenni allar þær námsgreinar sem æskilegt væri og um er spurt, en úr því mun bætt eftir því sem tök eru á. Það er og bagalegt við bréfakennsluna ef póstsamgöngur eru ekki góðar og vill námið stundum tefjast nokkuð af þeim orsökum. Hér verða hin af- skekktari héruð að sjálfsögðu harðast úti en þar eru margir nemendur skól- ans, þótt flestir að tölunni til séu úr Reykjavík og öðrum stærri bæjum landsins. Bréfaskólinn leitast að sjálf- sögðu við að flýta afgreiðslu bréfanna til nemendanna og stytta þannig bið þeirra eftir því sem unnt er. Samvinna skólans við nemendur hefur yfirleitt gengið mjög vel á und- anförnum árum, enda eru margir þeirra sérstaklega áhugasamir og sýna skólanum vinarhug. Þeir eru úr öll- um stéttum þjóðfélagsins víðsvegar um landið. Það er ánægjulegt fyrir Bréfaskól- ann að geta veitt þeim, sem bera hita og þunga dagsins við hin nauðsyn- legu störf, tækifæri til þess að afla sér þekkingar. Verði það vel af hendi leyst þá hefur skólinn að gegna mikil- vægu hlutverki í menningarmálum landsins. Reynsla Bréfaskólans á þeim tíu ár- um, sem liðin eru frá stofnun skólans, gefur góðar vonir um vaxandi starf- semi og aukinn árangur í framfara- og menningarátt. Bréfaskólinn sendir nemendum sín- um, eldri og yngri, beztu kveðjur með þökk fyrir gott samstarf. V. Á.

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.