Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Side 12

Samvinnan - 01.09.1950, Side 12
að syngja fyrsta sálminn af sálmabók- um sínum, af mikilli hrifningu, en þegar kom fram í verkið, varð undrun- in hrifningunni yfirsterkari, því að þau týndu laglínunni, og sögðu hvert við annað: „Hvað er maðurinn að fara?“ Ein hefðarfrúin heyrðist segja þessi orð: „Drottinn sé með oss, þetta er áreiðanlega léttúðug ópera“!“ t SKAPGERÐ þessa manns, sem um- bylti tónlist samtímans og hafði mikil og víðtæk áhrif á allt tónlistarlíf framtíðarinnar, var að finna undur- samlegt jafnvægi í milli höfuðs, hand- ar og hjarta. Frá hjartanu rann ákaf- inn í túlkun og ákallið til hjartna ann- arra, sem eru svo áberandi í list hans. Frá heilanum kom hin dásamlega kontrapúntíska kunnátta, í fúgunni og öllum öðrurn tegundum polyphonískr- ar tónlistar. Og fimleiki og snilld handa hans vakti undrun samtíma- mannanna, sem höfðu einhvern skiln- ing á hinni fullkomnu tæknikunnáttu hans. Hann var ágætur harpsicord- og orgelleikari og lék sér þaraðstefunum. Margar dásamlegustu og djörfustu lag- línur hans eru komnar frá þessum stefjaleik. Enn í dag, þrátt fyrir alla þá miklu tækniframför, sem orðið hefur með rafmagnssambandi nótnaborðsins og fótstigsins á orgelinu annars vegar og pípnanna, sem framleiða tónana, hins vegar, er það ekki á færi annarra en færustu meistara að ná tökum á orgel- verkum hans og túlka hinn marg- brotna tónaboðskap þeirra. Á dögum Bachs hljóta þessi orgelverk að hafa þótt ákaflega erfið vegna hins ófull- komna útbúnaðar á orgelumíþádaga. Jafnframt hlýtur hann að hafa verið meistari í að leika á celló og fiðlu, því að tónverk þau, sem hann hefur samið fyrir þessi hljóðfæri, sýna svo mikinn skilning á möguleikum þeirra og eðli, að aðeins mjög snjall celló- og fiðlu- leikari getur hafa verið þar að verki. Og enda þótt tæknilegar framfarir hafi líka orðið í þessum hljóðfæraleik síð- an á dögum Bachs, er það ekki á færi annarra en snillinga nútímans að skilja og túlka verk hans fyrir þessi hljóðfæri. Að eðlisfari var Bach sambland óbrotinnar hófsemi, iðni, glaðlyndis, tilfinninganæmi, forvitni og mikils skapþunga, sem er einkenni hins full- komna listamanns. EGAR HANN starfaði með kór sínum og hljómsveit, skapaðist tónverkið í huga hans, hann ritaði verkið á blað, skrifaði út raddirnar, og æfði það síðan með söngvurum og hljóðfæraleikurum. Þegar einhver tón- listarmaðurinn var kærulaus í starfi sínu, gat Bach verið harðhentur. Sum- ir kölluðu hann þrákálf og smásál, en sannleikurinn er, að hann bað aldrei um neitt fyrir sjálfan sig, heldur að- eins um tækifæri til þess að flytja tón- ana á sem fullkomnastan hátt. Hugsjón sú, sem hann helgaði líf Johann Sebastian Bach. sitt og allt starf af fullri staðfestu og einlægni, varð oft til þess að hann komst í andstöðu við þá, sem yfir hon- um áttu að segja, er þeir reyndu að þrýsta honum til þess að játast miðl- ungsmennskunni í tónlistinni. Eitt sinn var hann handtekinn af mönnum hertogans af Weimar, vegna þess að hann hafði þá hvað eftir annað sagt af sér starfi sem hljómsveitarstjóri og organleikari hirðarinnar. í annað sinn var hann gagnrýndur af söfnuðinum fyrir að hafa ókunna og grunsamlega konu til þess að syngja með sér í kirkj- unni er hann var að æfa sig á orgelið. Þessi ókunna kona reyndist vera frænka hans, María Barbara, sem síðar varð eiginkona hans. í Leipzig, þar sem hann dvaldi lengst ævi sinnar, var liann forstöðumaður tónlistardeildar Tómasar-skólans. Það féll í hans verka- hring að æfa og stjórna drengja- og karlakórum í fjórum kirkjum borgar- innar. Kirkjuráðsmennirnir leyfðu honurn hins vegar ekki að ráða nægi- legan mannafla til kóranna, og stund- um réðu þeir sjálfir menn í kórana, af persónulegum ástæðum, enda þótt þessir kórfélagar hefðu hvorki söng- rödd né tónlistarhæfileika til að bera. Bach mæddi yfirboðara sína rnjög með kröfum um betri starfskrafta. j ÞESSU ANDRÚMSLOFTE sem | oftast var honum andstætt, og við þessi skilyrði skapaði Bach flest mestu snilldarverk sín. Má þar einkum nefna kirkju-kantöturnar, en þær urðu 295 ■talsins (93 þeirra eru nú glataðar með öllu). Á þessum árum skrifaði hann vini sínum um erfiðleikana í Leipzig á þessa leið: „Yfirboðarar mínir hér eru undarlegar manneskjur og hafa ekki nema mjög takmarkaðan skilning á tónlist. Afleiðingin er, að eg á að mæta sífelldu andstreymi, afbrýðisemi og jafnvel ofsóknum." Stundum hafði tilveran þó bjartari liliðar. Þegar Bach fór til Berlínar til þess að heimsækja son sinn, Karl Philip Emmanuel, bauð Friðrik mikli honum til hallar sinnar og gerði mót- töku hans mjög virðulega. Konungur sýndi honum öll harpsicord sín og bað liann að leika þá þegar upp úr sér sex- falda fúgu yfir stef, sem konungur hafði samið. Bach settist þegar við hljóðfærið, og til undrunar fyrir kon- ung og hljómsveitarmenn hans, lék hann þar skínandi fagurt verk yfir konungsstefið. Síðar ritaði hann það upp og endurbætti og sendi Friðriki og kallaði það „Tónafórn". ÓNLISTARÁHUGA og hæfileik- ar voru áberandi í ætt Bachs. Ætt- rnenn hans í marga ættliði höfðu verið tónskáld, orgelleikarar, strengjaleikar- ar eða blástursleikarar. Sumir ætla, að einn af forfeðrum hans hafi verið Veit Bach, lútherskur vefari, sem flýði frá Ungverjalandi til Þýzkalands í lok 12

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.