Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Side 14

Samvinnan - 01.09.1950, Side 14
Sagt frá hinni fornu borg, Písa( í Arnódalnum í veröld kirkjufeðra og krossfara Ferðasaga frá ítalíu, eftir Guðna Þórðarson Ljósmyndimar tók Guðni Þórðarson r f.j frjysCTÍ i ' „mmmm f / | WggKUŒ; 1 i ■ IP h ± ■ [Ji m 'tfi r -prjlu ■j HINU FAGRA Toscanahéraði á Ítalíu, þar sem vínviðurinn stend- ur á sillum hæðanna, en olífurnar og kýpursviðurinn setur að öðru leyti svip á gróðurinn, hafa gerzt stórfeng- leg ævintýri, sem heimurinn stendur frammi fyrir orðlaus af undrun. Þar hafa orðið til þær meginstefn- ur í fögrum listum, er smekkur okkar flestra er bundinn við enn þann dag í dag. Flórenz er alla jafnan talin höfuð- borg þess náttúrufagra héraðs, sem kallað er Toscana. í þeirri borg gerð- ust líka þeir atburðir í fögrum listum á miðöldum, semToscana er frægt fyr- ir. — En Písa, borgin, sem fræg er fyrir skakka turninn, gæti líka verið fræg fyrir margt fleira, og þar, nálægt ströndum Miðjarðarhafsins, á bökkum Arnoárinnar hefur merkileg og við- burðarrík saga gerzt, sem líka hefur lagt skerf til heimsmenningarinnar og nægt hefði Písa til frægðar, þó skakka turnsins hefði ekki notið við. 7 dalnum við Arnó Einn fegursti dalurinn í hinu fjöll- ótta og tignarlega Toscanahéraði, er dalurinn, sem áin Arnó rennur um og kenndur er við ána. Þegar farið er frá Flórenz til Písa, liggur leiðin niður dalinn meðfram ánni. Skiptast þar á bændabýli og þorp, en hlíðar, hálsar og fjöll setja breytilegan svip á landslagið víða. I sveitunum eru Toscanabúarnir ósviknir, eins og þeir hafa verið í gegnum aldirnar og halda þar mörgum sínum fornu siðum. Á árbökkunum, þar sem Arnó beljar fram á klettaflúðum, eða líður lygnum straumi, standa menn yfir litlum kindahópum. Þeir eru meira að segja oft tveir með 20—40 kindur og hafa langa stafi í hendi, eins og vitringar Austurlanda á gömlum biblíumynd- um. Borgin Písa er beggja megin á bökk- um Arnó, en fjórar brýr tengja borg- Písa menningarborgin foma á bökk- um Arnófljóts, var eitt sinn voldugt herveldi og hafnarborg, en er nú langt inni í landi og fjarri ys og þys hins stóra heims, en hún geymir enn fagrar minjar fomrar menningar. t Sknliki turninn i Písa.

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.