Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Síða 18

Samvinnan - 01.09.1950, Síða 18
Samvinnan á erlendum vettvangi árið 1949 ALÞJÓÐLEGA verkamálaskrifstof an útbýr á ári hverju skýrslu um ýmsa þætti atvinnulífsins í löndunum og leggur hana fyrir þing alþjóðlega verklýðssambandsins. í þessari skýrslu er jafnan einn kafli, sem fjallar um framkvæmdir samvinnumanna í hin- um ýmsu löndum. Skýrslan fyrir árið 1949 er nýlega komin út, og þar segir forstjóri skrifstofunnar, David A. Mores, svo m. a.: „Hið liðna ár einkenndist af veru- legum framkvæmdum samvinnu- manna innan iðnaðar og landbúnaðar, í þeim tilgangi að efla framleiðsluget- una, skipuleggja vörudreifinguna og stuðla að almennri hagsæld. F.ftir heimssyrjöldina hefur orðið ör þróun með tveimur mismunandi þáttum samvinnustarfsins, og báðir þessir þættir hafa á liðnu ári eflst og vaxið. Hér er annars vegar um að ræða neyt- endasamvinnuna, en hins vegar fram- leiðslusamvinnuna, j^ar með talin samvinna handverksmanna og iðnað- armanna um framleiðslu fyrir heima- markað. Samvinna framieiðenda inn- an landbúnaðarins hefur einnig eflst verulega. STÆRSTU skrefin fram á við í neytendasamvinnunni hafa verið tekin í löndum, sem urðu hart úti í styrjöldinni og í þeim löndum, sem skammt eru á veg komin í iðnaðarþró- un og uppbyggingu. Á sviði smáiðn- aðar hefur samvinnuhreyfingin í mörgum löndum ráðist í stofnun nýrra fyrirtækja, til dæmis í Burma, Ceylon, Kína, Þýzkalandi, Hindústan, Pakistan og Filippseyjum. Stefnt er að því að létta félagsmönnum aðgang að ýmiss konar vörum og hráefnum. I öðrum löndum, eins og Algier, Aust- urríki, Brasilíu, Tékkóslóvakíu og Danmörku, hafa samvinnufélögin lagt megináherzlu á að fullnýta framleiðslu landbúnaðarins og auka möguleikana til landbúnaðarframleiðslu með auk- inni véltækni, aukinni notkun tilbú- ins áburðar og með kynbótum og sér- ræktun. Mjög mikilvæg er einnig sú mikla aukning á viðskiptaveltu sam- vinnufélaga, sem átt hefur sér stað í löndum eins og Kína, Tékkóslóvakíu, Frakklandi, Grikklandi, Indlandi, Hollandi og Túnis. Sama máli gegnir um þá aukningu samvinnulánsfjár- möguleika, sem gerðir hafa verið í Belgísku Kongó, Kína, Equador, Frönsku Vestur-Afríku, Mexíkó og Júgóslafíu. í mörgum löndum eru það landbúnaðarstörfin á vegum sam- vinnuhreyfingarinnar, sem taka við innflytjenda-vinnuaflinu, þar sem að- sókn innflytjenda er mest, eins og t. d. í Brasilíu, Kólombíu og ísrael. SAMVINNUFÉLÖGIN hafa tekið til úrlausnar ýmis verkefni er miða að bættri aðbúð og aukinni menningu félagsmannanna. Þannig hafa samvinnufélögin sums staðar t. d. tekið að sér að skipuleggja frístunda vinnu manna til þess að stuðla að lausn húsnæðisvandræða. Sautjánda þing Alþjóðasbands samvinnumanna, sem haldið var í Prag árið 1948, benti sérstaklega á þýðingu byggingasam- vinnunnar, sem útbreidd er í öllum menningarlöndum og er í stöðugum vexti. Tilgangur byggingasamvinn- unnar er að útvega fjölskyldum með litlar tekjur viðunandi húsnæði með viðráðanlegum kjörum. Alþjóðaþing- ið mælti með því að þessi mál yrðu rækilega athuguð innan samvinnusam- takanna í hverju landi og taldi, að nauðsyn væri að fá viðurkenndar nokkrar grundvallarreglur og starfsað- ferðir sem framlag samvinnuhreyfing- airnnar á sviði húsnæðismálanna. Verulegur árangur að þessu leyti náð- ist á árinu 1949 í Kólombíu, Egypta- landi, Grikklandi, Indlandi og Hol- landi. SAMVINNUHREYFINGIN hefur reynt að auka mátt sinn og starfs- hæfni með því að sameina krafta sína innan allsherjarsambanda. Allmörg ný samvinnusambönd voru stofnuð í þessum tilgangi, ennfremur fram- kvæmdaráð og stofnanir, t. d. í Belgíu, Ítalíu, Brasilíu og Kólombíu. Þá er ljóst, að samvinnuhreyfingin hefur víða hlotið aukna viðurkenningu stjórnarvaldanna. Þau gera sér betur Ijóst en áður hverja þýðingu sam- vinnuhreyfingin hefur í því efni að auka framleiðslugetuna og jafnframt að tryggja réttláta dreifingu varanna. Sérstaklega áberandi er, að ríkis- stjórnir í þeim löndum, sem skammt eru á veg komin í efnalegri uppbygg- ingu, sýna vaxandi tilhneigingu til þess að sjá, að samvinnuskipulagið hefur miklu hlutverki að gegna í að breyta frumstæðum framleiðslu- og verzlunarháttum til betri vegar. Þessi vaxandi áhugi fyrir samvinnustarfinu hefur komið í ljós með ýmsum hætti, svo sem með lagasetningum, sem við- urkenna starf samvinnufélaganna og marka þeim frjálslegra rúm en áður. Er hér um að ræða jafnt neytendasam- vinnu og framleiðendasamvinnu. — Nefna má t. d. að neytendasamvinnan í Japan hefur hlotið sérlega viður- kenningu í lögum og einkum þó sam- vinna fiskimanna. í öðrum löndum, t. d. Brasilíu, Kína, Kólombíu og Jama- ica, hefur verið komið á fót opinber- um stofnunum, sem hafa það hlutverk að aðstoða og hvetja samvinnustarfið og koma því til leiðar að það sé eflt og jafnframt bætt hið innra. . . .“ 30 ára starfsafmæli Grímur Thomsen, umsjónarmaður, hafði verið 30 ár í þjónustu Samb. ísl. samvinnufélaga 1. september siðastl. 18

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.