Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Side 19

Samvinnan - 01.09.1950, Side 19
Norræna heimilisiðnaðarsýningin í Noregi j FYRSTA SINN í 22 ár hefur verið J_efnt til samnorrænnar heimilisiðn- aðarsýningar. Var hún haldin í Lille- hammer í Noregi nú á ofanverðu sumri og vakti mikla athygli. ísland tók þátt í þessari sýningu. Norska samvinnublaðið ,Kooperatören‘ flutti frásögn af sýningunni í ágústheftinu, og segir þar m. a. svo: „Þúsundir muna voru sendir dóm- nefnd þeirri, sem úrskurðaði sýning- arhæfni gripanna, og þeir komu úr öllum héruðum Noregs. Þeir, sem héldu að sérhver þjóðlegur eða róm- antískur hlutur fengi greiða inngöngu á sýninguna, urðu fyrir vonbrigðum. Dómnefndin var kröfuhörð og ströng og of kröfuhörð að áliti margra. En hún var sammála um gerðir sínar og þeim varð ekki um þokað. Dómnefnd- in talaði ekki eintómt lof um muni þátttakenda og ganrýnendur voru harðhentir, er þeir fundu eitthvað til þess að benda sérstaklega á. Þjóðbúningar i hrörnun. Um þjóðbúninga norsku á sýning- unni var t. d. sagt, „að hvort tveggja eftirlíkingar og tilraunir til nýmynd- unar sýna, að þjóðbúningarnir eru í hrörnun í vitund þjóðarinnar. Menn hafa fjarlægst hinar gömlu „tradisjón" og hafa augsýnilega enga eða nær enga þekkingu á gerð hinna eldri búninga, efni þeirra og litasamsetningum. í dag eru gerðar vansæmandi stælingar og ólistrænar nýmyndanir í slíkum mæli, að það er kominn tími til að vara við þessu. Þjóðbúningamálið þarf að takast til gagngerðrar athugun- ar ef ekki á að bjóða þeirri hættu heim, að hinir fögru og þjóðlegu bún- ingar verði gerðir að grímudansleika- klæðnaði." — Dómnefndin telur, að aukinn áhugi sé fyrir heimilisiðnaði æftir styrjöldina, hins vegar sé norsk- ur heimilisiðnaður nú grófari og ein- faldari en fyrr og efni þau, sem völ er á, séu hvergi nærri nógu góð. Ullarvörur sérgrein íslands. Þáttur íslands í sýningunni eru ull- arvörur, sem kalla má sérgrein lands- ins á sviði heimilisiðnaðar. Svíar sýna flestar tegundir heimilisiðnaðar, allt frá stólum til koparsmíðisgripa og fallegan útsaum frá Vadstena. í Dan- mörk ber heimilisiðnaður meiri merki áhugamennsku en í Noregi, en eigi að síður má sjá fagran vefnað og útsaum á dönsku deildinni. Athygli vekur framlag karlmannanna á dönsku deildinni, en það er aðallega fallegar, fléttaðar hálmkörfur. Danir leggja mikla áherzlu á að kenna ungu kyn- slóðinni helztu þætti heimilisiðnaðar. Á ári hverju ganga 25000 nemendur undir próf í 550 heimilisiðnaðarskól- um í Danmörk. Finnar sýndu sérlega fagran vefnað og hör og á þessu sviði eiga Norðmenn mikið ólært. Á sýningunni má sjá mikinn fjölda fagurlega gerðra muna og menn geta þar þreifað á því, hvað vörugæði eru. Slíkir hlutir verða ekki framleiddir með hinum niðurdrepandi vélakosti fjöldaframleiðslunnar, heldur verða þeir að koma úr höndum iðjusams fólks, sem hefur ást á starfinu. .. . “ Samvinnustarfið í Noregi AÐ VEKUR athygli erlendra áhorfenda, sem lesa um 23. aðal- fund norska samvinnusambandsins, NKL, sem haldinn var í Bergen í sumar, að tveir ráðherrar mættu á fundinum, til þess að ræða samband samvinnuhreyfingarinnar og ríkis- valdsins við fulltrúana, þar var og mættur fulltrúi frá Alþjóðasambandi samvinnumanna og gestir frá sam- vinnusamböndum Svíþjóðar, Dan- merkur, Finnlands, Bretlands, Hol- lands og Vestur-Þýzkalands. Alls sótti 900 fulltrúar og gestir þetta ársþing norsku samvinnuhreyfingarinnar í hinum gamla Hansa- stað. Miklar framfarir. Stórstígar framfarir hafa orðið í samvinnustarfinu í Noregi á síðustu árum. Á tímabilinu 1948—1950 gengu 43 ný félög í norska sambandið, með samtals 12.450 meðlimi. Tala félaga í sambandinu um sl. áramót var 1124 með 270.000 félagsmenn. Viðskipta- velta kaupfélaganan norsku nam 525 millj. króna. Velta norska sambands- ins nam 112,5 millj. kr., þar af um 40 millj. kr. framleiðsla í eigin verk- smiðjum. Ýmsar aðgerðir ríkisvaldsins á liðnum árum hafa hindrað eðlilegan vöxt samvinnuhreyfingarinnar, svo sem kvótar, fjárfestingartakmarkanir, skortur byggingarefnis og ýmissa hrá- efna. Aðstaðan fer samt batnandi og samvinnufélögin ráðgera ýmsar þýð- ingarmiklar framkvæmdir. Fyrir dyr- um stendur að reisa stórt frystihús og vörugeymsluhús í Oslo og ráðgert er að byggja Luma-verksmiðju í Noregi, til framleiðslu á hinum góðkunnu Luma-glóðarlömpum. Samvinnan og ríkisvaldið. Samvinnumenn óska að vita, hver aðstaða þeirra verður innan fjárhags- stefnu þeirrar, sem ríkisvaldið markar á næstu árum. Forstjóri sambandsins, Sverre Nilssen, lagði áherzlu á nauð- syn skilnings milli ríkisvaldsins og samvinnuhreyfingarinnar, einkum í því efni, hvaða starfsgreinar teljast starfssvið ríkisvaldsins og hverjar starfssvið samvinnufélaganna. „Sam- vinnumenn kunna að meta aðgerðir ríkisvaldsins til þess að efla hagsæ'.d þjóðarinnar," sagði Sverre Nilssen, „en hins vegar á samvinnuhreyfingin kröfu á því að hljóta viðurkenningu sem fulltrúi neytendanna." í ræðu, sem Gerhardsen forsætisráð- herra flutti við þetta tækifæri, sagði hann, að ríkisstjórnin viðurkenndi gildi neytendahreyfingarinnar. Hann hvatti samvinnumenn til þess að auka framleiðsluna og hann kvaðst vænta nánara samstarfs ríkisstjórnarinnar og hinna ýmsu greina samvinnustarfsins. JOHANN SEBASTIAN BACH (Framhalcl af bls. 13) mundu verða flutt fyrir milljónir manna í öllum þjóðlöndum. Sem bet- ur fer eru margir listamenn í dag sem skilja, að sú kunnátta, að geta leikið eða sungið verk Bachs er aðeins upp- hafið á því námi að geta flutt þau í samræmi við eðli þeirra. Músik hans hefur sál, sem býr að baki hins fasta forms. (Lausl. þýtt. Stytt). 19

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.