Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Side 24

Samvinnan - 01.09.1950, Side 24
KONURNAR OG SAMVINNAN Ræktun grænmetis Gleðiríkt og gagnlegt f SÍÐARI ÁRUM hefur rækt- un grænmetis aukizt stórlega í landinu. Görðum hefur fjölgað, stærri og stærri svæði hafa verið tekin til ræktunar, og fjölbreytni, hvað snertir grænmetistegundir, hefur æ orðið meiri. Mönnum hef- ur smám saman skilizt, að á okkar kalda landi er hægt að rækta margt og miklu fleira, heldur en kartöfl- ur og rófur einvörðungu. Þó er trúin á landið og möguleika til ræktunar ekki nógu sterk ennþá og hvergi nærri nógu almenn. Mörgum er svo farið, að þeim finnst að vörur eins og t. d. blóm- kál og gulrætur hljóti maður að kaupa í grænmetisverzlun, þótt salat og lireðkur sé e. t. v. hægt að hafa heima við. Sannleikurinn er sá, að það er lítið minni fyrir- höfn eða vandi að rækta gulrætur heldur en hreðkur. Sama máli gegnir um ræktun káltegunda, eins og t. d. hvítkáls og blómkáls. Áður en kálflugan tók að lierja hér um slóðir voru mörg heimili, sem ræktuðu töluvert af þessum teg- undum, en eftir komu flugunnar virtust margir missa móðinn. Enn í dag er sú skoðun ríkjandi hjá fjöl- mörgum, að illmögulegt sé að rækta kál af þessum sökum, nema fyrir sérfræðinga í grænmetisrækt. Þetta er einnig hin mesta fjar- stæða. Kálræktunin útheimtir að vísu nokkuð aukastarf, þar sem er vökvun plantnanna 3—4 sinnum á sumri, til eyðingar meindýri þessu. En bæði er það ákaflega einfalt starf, þótt það krefjist nákvæmni, og engan veginn eins fyrirhafnar- samt eins og margir vilja halda. Því er ekki nógsamlega haldið á lofti, að ræktun grænmetis er ein- falt og auðvelt starf og á allra færi. Til þess þarf ekki sérfræðikunn- áttu, heldur natni og umhyggju, en að sjálfsögðu skaðar ekki að fræðast um ýmislegt, er ræktunina varðar. Með því móti ætti árang- urinn að verða betri. Ýmsar góðar bækur eru til með leiðbeiningum, og garðyrkjuráðunautar eða gróð- urhúsamenn, sem hægt er að leita til, eru nú svo að segja í hverri sveit. Margar jlugur í einu höggi Húsmóðir, sem hefur garð á bak- lóð sinni með hinum algengustu grænmetistegundum, sem hún ann- ast sjálf, slær margar flugur í einu höggi, ef svo má að orði kveða. Hún sér heimili sínu fyrir ódýru grænmeti og auðsóttu og sjálfri sér fyrir andlegri og líkamlegri heilsu- lind. Útivistin og ánægjan af því að hlúa að plöntum og gróðri er heilsulindin, sem aldrei verður metin til fjár. Verðlag á grænmeti Laukuppskeran i haust: Sáð var þekkja allir, og vita því, hve mikla peninga er hægt að vinna heimil- inu inn með því að rækta sjálfur. Margar konur segjast ekki hafa tíma til að sjá um garð. Það er að sjálfsögðu rétt í mörgum tilfelhim, því að fjöldi húsmæðra hefur lang- an og erfiðan vinnudag, en við nán- ari athugun munu margar konur komast að raun um, að tómstund- irnar geta, með skipulagningu, orðið fleiri, og að þeim er vel var- ið, séu þær notaðar til grænmetis- ræktunar. Leyfið börnunum að vera með Konur, sem fást við ræktun, ættu að leyfa börnunum að vera með í störfum. Þau munu hafa gaman af því, og á þann hátt væri áreiðan- lega hægt að auka trú ungu kyn- slóðarinnar á gróðurmoldinni ís- lenzku. Eg kenndi eitt sinn 7 ára börnum að vorlagi. Dag nokkurn tók eg nokkra kassa með mold í og fræpoka með í skólann og leyfði venjulegum matarlauk úr búð 24 y############################################################################^

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.