Samvinnan - 01.09.1950, Side 28
iiiiiii ii imiim iii iiiiiimiiiii iii ii iiMiiiMMiiimiiiiiiiiiiiiiiiiin 111 n 111111111 •
ISHAEL EINEYGI
Smásaga eftir
ALEXANDRE ARNOUX
iiiiiiiiiiiimi iii in ii i ii 111111111 ■ iii iii n iii i in ■11111111111111111111111111111111111111
Ismael fæddist í skítugasta úthverfi Bagdað-
borgar. Það var á döguin hinna miklu kalífa,
fyrir mörgum öldum síðan. Friður sé með sál
hansl Saga hans er þrungin uppbyggilegum
læidóm. Já, bræður mínir, jafnvel fyrir hina
kristnu hunda.
Ismael hafði hlotið auknefnið Eineygi, þótt,
satt bezt að segja, engin örkuml væru á
kropp hans að kenna. Faðir hans og frænd-
garður allur, sem allt voru atvinnubetlarar,
báru viðurnefni eins og Eineygur, Bægifótur
og Kýlafýla, nöfn, er tengd voru líkamslýt-
um, sem þeir í fyrstu höfðu gert sér upp, en
þurftu nú varla lengur að leika, því að órofa
vani er faðir hinnar fullkonmu blekkingar.
Einn foreldra hans, kallaður Feigur í Ejör-
brotunum, lézt á aldarafmæli sínu, jjegar
bandóður tarfur reif hann á hol og tætti úr
honum iðrin. í stytztu máli sagt: Ismaél
Eineygi var heilskyggn á báðum augum og
fékk að föðurleifð örugga betlaraiðju, sem
stóð á gömlum merg og naut ágætra við-
skiptavina. Það var metnaðurinn, sem steypti
honum í glötun.
Þegar barnshönd hans hafði teygt fram
betlaraskálina bernsku hans á enda, þá fann
hann skyndilega hjá sér köllun til yfirgrips-
meira starfssviðs. Hann uppgötgvaði, að sál-
ina hungraði i athafnir. Hann fann sig lost-
inn svíðandi smán þess, að hafa ekki ofan
af tyrir sér með vinnu eigin handa, ein-
hverjum djarfmannlegum, harðsóttum starfa,
iem kryddaður væri göfugri áhættu. Hann
ákvað að gerast þjófur.
Ismaél hóf ætlunarverk sitt með því að
hnupla frá smæstu lontunum í strætanna
straumi, auvirðismönnum og kaupmöngur-
um. Seinna stóð hann á fjölförnum vegamót-
um og goggaði til sín pyngjur vegfarenda,
svo brauzt hann inn í hús, sem voru í góðri
gæzlu, og loks gerðist hann foringi ræningja-
riðils, er veitti atlögu úlfaldajestum á vegum
úti. Þá var það, að hann öðlaðist þá hug-
sjón, að ná undir sig sjálfum fjársjóðum
kalífans. Því að ágirnd hans jókst með vel-
gengninni, og einhvers konar kitlandi sóma-
tilfinning forbauð honum að takast á hend-
ur nokkuð, sem neðar væri sæmd og lofstír,
er hann hafði unnið sér í héraðinu.
Ismaél var tuttugu og fimm ára gamall,
þegar þessi háleita ætlun festi rætur í heila
hans. Mánuðum saman þreifaði hann fyrir
sér um allt varðandi Jretta. Hann sat löngum
í kaffistofunum og blandaði geði við varð-
liðsmennina, er gættu fjársjóðanna. Hvíldar-
laust var hann snuðrandi hér og þar, njósn-
andi um varðskiptin og setti á sig allt, er
snerti inngönguna og útgönguna. Kisturnar,
hlaðnar gulli, gimsteinum og perlum, hvíldu
28
í djúpum neðanjarðarhvelfingar nokkurrar,
scm læst var þrem bronshurðum, og lá undir
turi.i, er girtur var sjö virkisgörðum. Ismaél
viðurkenndi, að það væri óðs manns æði, að
láta sér detta í hug innbrot á slíkum stað. En
J)ar eð Guð hafði gætt hann þolinmæði og
harðfylgni, í einu orði sagt, öllum dyggðum
starfa hans, lét hann alls ekki af ákvörðun
sirmi. Okkar er nú að aðgæta, hvernig hann
kom ár sinni fyrir borð.
Það fyrsta, sem hann gerði, var að hverfa
frá umhverfi sínu árlangt, svo að andlit hans
og yfirbragð mætti gleymast. Allan Jrennan
tíma dró hann fram lífið á smáhnupli. Að
árinu liðnu tók hann sér nafnið Abdúl
Skyggni og birtist aftur á sjónarsviðinu. Fyr-
ir atbeina örlítillar þóknunar, eins og heið-
arlegt og sjálfsagt var, réðu liðssmalarnir
hann sem liðsmann í varðlið fjársjóðanna.
Hrottalegur agi herþjónustunnar skelfdi
hann ekki hót. Smám saman vann hann sér
trúnað, stig af stigi. í réttri röð var hann
kvaddur frá fyrsta virkisgarði til hins sjö-
unda, hlaut síðan stöðu í turninum miðsetta,
sem líktist öxli í kyrrstöðu sjö boga hjóli.
Reglufesti hans og grandvarleikur komu hon-
um í hylli hjá gæzlustjóra kistanna, er veitti
honum embætti gæzlustjóra fyrstu hurðar,
síðan annarrar. Þá stóð honum enginn ofar
í trúnaði vezírsins, að Múhameð einum und-
anskildum, en hann var áttræður öldungur,
sem trúað hafði verið fyrir fimm lyklum
Jjriðju og síðustu hurðar. Ismaél hafði fyllt
fjóra tugi aldursára sinna, er hann hafði
komizt svo langt í þessari seinvirku klófest-
ing embættanna. Enn Jrá beið hann ára-
tug eftir andlát Múhameðs gamla. Þrátt
fyrir græðgi sína rasaði hann aldrei urn ráð
fram. Bara að hann hljóti umbun þeirrar
hógværðar á degi dómsins, er Drottinn vegur
alhafnir hans á metaskálum þeim, er aldrei
síga undan skiknum höfga. Loks lognaðist
Múhameð út af, og Abdúl sonur Ismaéls,
tók við embætti hans í lok aldarfjórðungs
trúlyndrar þjónustu og þrályndrar Jtolin-
mæði.
Þegar gæzlustjóri kistanua, að lokinni
helgiathöfn eftir fornri venju, afhenti hon-
um lyklana fimm fór um Ismaél sá fagnaðar-
skjálfti, að honum sýndist sólin skoppa á
turnbroddinum eins og gljáfægð sortulyngs-
kúla skoppar á bikaraspilsoddi. Hann lokaði
augunum og mxlti fram þennan fornhelga
eiðsstaf, sem stílaður var á einhverri æva-
fornri mállýzku og skuldbatt hinn eiðssvarna
enn ægilegar einmitt vegna jress, að merking
orðanna var löngu glötuð, og enginn vissi
nú framar undir hvað var verið að játast.
Þetta sama kvöld lauk hann upp dyrunum.
Þarna stóð hann sokkinn i hugsanir sínar
og virti fyrir sér fjársjóðina, sem hann hafði
fórnað ævi sinni fram á liaust fullorðins-
áranna. Beiskjusár þunglyndistrcgi reyrðist
um hjarta lians. Þó jrurfti hann nú ekki ann-
að en að fylla pokana af gulli þessu, rúbín-
um þessum og perlum, sem í Ijóma sínum
endurvörpuðu skini olíulampans í þúsund-
uœ ljósbrota. Hann minntist Jieirra tíma,
J)egar hann, einn alræmdasti pörupiltur
Bagdaðstræta, fór ruplandi hendi um búðar-
gluggana, minntist launsátranna bak við rok-
sandshólana, undir heiðum stjörnum. Ofur-
jtungi þjónustuáranna lagðist á hann eins
og kæfandi farg. Hann reyndi að hverfa aft-
ur í liðna ævi og leitaðist við að endurfinna
ástríðufuna og einbeitni æsku sinnar. En
árangurslaust. Hann lét svalandi straum
perlanna leika um greiparnar, og hugrenn-
ingar hans voru beiskju blandnar:
„Ur ágætum dúki hef ég saumað fimmtíu
skjóður, sem ég gæti leynt undir skikkju
minni. Kenniorðið tryggir mér óhindraða út-
göngu. Hvern skyldi gruna mig? í einu vet-
fangi gæti ég orðið auðugur maður. Eg gæti
öðlast sigurgleði þess, að hafa með bragðvísi
minni heykt niður kalífavaldinu. Og samt
sem áður hika ég. .. . ég, mannskræfan. .. .
Undir oki þessara inniverka, þessa aga og
þessarar ráðvendni hef ég gamlast. Nú er
svo kornið, að gríman er gróin i andlitsskráp-
inn. Abdúl skyggni hefur gegnsýrt Ismaél
Eineyga og svipt hann sjálfsvildinni. Við
endimörk erfiðleika minna hef ég ekki sinnu
til þess að sópa til mín gróðanum. Viljans
hvassa egg er slævð. Allah setti mig í sess
Jjjóísins í skipan sköpunarverksins, og nú
megið þið líta mig— manninn ráðvanda.
Vegna þess að ég hef útnýtt líf mitt, er ég
ekki verðugur þess að njóta ávaxtanna. Eftir
langa föstu eru dregnar úr mér tennurnar
andspænis hlöðnum borðum. Er Jietla rétt-
latið? Eg get ekki skilið það. Allah hefur
látið mig, einfaldan og fávísan, fæðast í allt
of margflókinni veröld.“
Síðan lokaði Ismaél þessari fimm skráa
hurð. í dögun morguninn eftir, er hann
hafði keypt snæri af kaðlara nokkrum í einu
úthverfanna, því að nú gat hann ekki framar
hnuplað svo miklu sem spottaögn, gekk hann
út úr borginni og hengdi sig í háu tré.
Svona er sagan, eins og hún var mér sögð
og ég segi hana nú. Eigi það við, að draga
af henni siðspekilegar ályktanir, leyfi ég mér
að láta mér upplýstari mönnum eftir þá önn.
Hvað mér við kemur, þá hef ég ekki meira
að segja. A. J. þýddi.
Hverjir hafa rétt fyrir sér?
Þegar við byggjum hús, byrjum
við á því að grafa fyrir grunninum
og steypa undirstöðurnar. í Japan
fara menn öðru vísi að. Fyrst eru
settar upp stoðir þær, sem bera
uppi þakið, en síðan eru veggirnir
reistir. Japanir nota verkfærin öðru
vísi en við. Þeir hefla með því að
draga hefilinn að sér, sögina draga
þeir upp á við, og skrufur og skrúf-
ur og borara snúast til vinstri. Þeg-
ar Japani kemur inn í hús, dregur
hann skó af fótum sér, en hattinn
hefur hann á höfðinu. Hann sezt
áður en hann heilsar, les bók þann-
ig, að hann byrjar aftan á henni og
les frá hægri til vinstri. Okkur virð-
ist Japanir fara öfugt að öllu. En
Japanir segja hið sama um okkur.