Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 5
Maðurinn, sem lagði nafn guðs við hégóma Smásaga eftir JOSEPH HARRINGTON JÓI HELGI smeygði sér út um dyrn- ar, sem brotnar liöfðu verið upp af leikni kunnáttumannsins. Hann hall- aði hurðinni að stöfum bak við sig og leit örskjótum augum upp og niður eftir götunni. Gatan var auð. Það var svo sem eðlilegt klukkan fjögur að nóttu. Jói helgi dustaði af knjám sér rykið, er sezt hafði á liann af gólfinu framan við peningaskápinn. Með skjóðuna sína svörtu í annarri hendi rölti hann norður eftir. Þegar hann hafði farið fram hjá einni húslengju til norðurs og annarri austur á við, rakst hann á fyrsta lög- regluþjóninn. Þessi jötunefldi bjáni bar höndina lotningarfyllst upp að húfuskyggninu. „Gó’ daginn,“ sagði hann auðmjúkri röddu og leit á skjóð- una hans Jóa helga, en hún var ná- kvæmlega eins og skjóður þær, sem kaþólskir prestar geyma í helga gripi, sem notaðir eru við þjónustan þeirra, er doka í dauðans hliði. „Góðan daginn, sonur sæll,“ mælti Jói helgi föðurlega. Hann kinkaði vin- gjarnlega kolli og hélt leiðar sinnar. Þegar húm lítt lýstrar götunnar svalg breitt bak lögregluþjónsins í skugg- ann, átti Jói fullt í fangi með að bæla niður ásækna tilhneigingu óstöðvandi skellihláturs. Fáráðlingur! Sýndu þeim hálslín kaþólskra, svarta skyrtu og svört föt, og J^eir bókstaflega krjúpa fyrir þér biðjandi um blessun þína. í gamla daga var þessu allt öðru-vísi farið. Þá hafði hann orðið að laumast fáförnustu hliðarstíga, annað hvort berandi grunsamlega tösku, eða að vera með vasana troðna af tólum þeim, sem innbrotsiðjan krefst. Þá drifu Jreir að honum á harða hlaupum, steyptu sér yfir hann eins og gammar, ertandi hann með óþægilegum spurningum um allt mögulegt, eins og t. d. livað hann væri að gera Jjarna á götunni um óttuskeið og hvað væri í J^essum pinkli. Það þurfti tvö vistarskeið í Sing- Sing-fangelsinu og talsverðar barsmíð- ar til þess að kenna honum að færa sér í nyt þá skynsemd, sem lionum hafði þó gefizt. En nú gerði hann Jjað. í stað þess að laumast og læðast um næturmyrk strætin, gekk hann þau nú greiðum og djörfum skrefum með innbrotstólin í svartri skjóðu, prestalín um hálsinn, klæddur svartri skyrtu og svörtum fötum. Lögreglupeyarnir ráku þá lúkurnar lotningarfyllst upp að húfuskyggninu og horfðu á hann bænaraugum í von um örfá vingjarn- leg ávarpsorð. í gersamlega mannlaus- um verzlunarhverfum, Jjar sem enginn prestur á minnsta erindi, aðeins hús- brjótar og hirzlurofar, skriðu þeir fyr- ir honum. Aldrei datt þeim í hug að spyrja einnar einustu spurningar. Það hvarflaði ekki að þeim, að íhuga, hvað prestur væri að gera í sjúkravitjun á svona staði. Astæðan er auðvitað grið- konuklökkvi lögregluþjónshjartans. Næstum stundarfjórðung hafði hann heyrt skerandi ýlfur slökkviliðs- bílanna, en stórborgarvanar hlustir hans skeyttu því engu. Á Manhattan vælqju slökkviliðsbílar í sífellu. Það skiptir engu. Eldurinn var í næstu húslengju fyr- ir austan hann. Gömul risbygging stóð þar í björtu báli. Gnæfandi dælustig- arnir sendu hvissandi vatnsbogana inn í efri hæðir hússins. Leitarljósin brugðu skjannahvítri birtu á framhlið byggingarinnar, léku á gluggagáttum, er spúðu eldi, eimi og svartri svælu. Jói helgi þræddi leið sína milli slöngutækjanna og hóf för þvert yfir strætið. Þá hljóp til hans lögregluþjónn, að því er virtist beint frá hinu brennandi húsi. Andlit mannsins var hitarautt og svitastorkið. ,,Ó, faðir,“ sagði hann, — „fyrirgefið mér, faðir, — mér datt ekki í hug, að þér kæmuð svona fljótt. Komið með mér.“ Jói helgi varð dálítið skelkaður, en tók sig skjótt saman í andlitinu. „Eg er hræddur um, að þú villist á mönn- um, son minn,“ mælti hann með sinni kirkjulegustu rödd og fasi. „Hvern heldur þú mig vera?“ „Eruð þér ekki frá kirkju Heilagrar Agnesar?“ spurði löggæzlumaðurinn. „Eg símaði þangað.“ „Ekki er egþaðan," svaraði Jói helgi með sannfæringu. „Eg er á leið minni til þess að vitja um vin minn, sem ligg- ur helsjúkur í Drottningarbænum. Eg væri þér þakklátur, sonur sæll, ef þii slepptir handlegg mínum.“ „En þá er eins og þér séuð sendur af sjálfri forsjóninni,“ kallaði lögreglu- þjónninn. „Sendur af sjálfum himnin- um! Þarna inni er slökkviliðsmaður, sem grátbiður um prest. Við náum honum ekki út. Björgunarsveitin sveitist blóðinu til þess að ná honum, en fyrirgefið mér, faðir — þeir ná hon- um aldrei. Svo að það er eins og for- sjónin hafi sent yður, faðir. Komið nú með mér og þjónustið vesalings mann- inn.“ TÓA HELGA voru fyllilega ljósai ótal ástæður þess, hvers vegna hann ætti hvergi að fara. í fyrsta lagi leizt honum síður en svo á þetta eldhaf. í öðru lagi var hann alls ekki prestur. í þriðja lagi gat hann orðið mannaum- ingjanum að engu liði. „Eg held það sé betra, að eg haldi áfram til vinar míns í Drottningar- bænum," sagði hann dálítið hikandi. „Faðir!“ mælti lögregluþjónninn. „Og maðurinn hérna deyjandi!“ Var þetta grunsemd, sem brá fyrir í andlit- inu á verði laganna? Jói helgi hugsaði sig um eilítið betur og sagði síðan: „Jæja, fylgdu mér til lians, sonur sæll.“ „Fylgið mér, faðir,“ mælti lögreglu- þjónninn. Hann gekk með Jóa inn í þokumyrkt sjóðheitt víti, þrungið svælu af svört- mn reyk og vellandi gufu. Heitt vatn lak og streymdi einlivers staðar að of- an, brennandi viðir brökuðu og brustu upp yfir, og einhvers staðar í nándinni æddi ósýnilegt eldhaf í öskrandi Jjyt. Jói helgi nam tvisvar staðar í ótta og efa, en lögreglujjjónninn togaði í handlegg hans og kallaði: „Bara beint áfram, faðir.“ Loks var honum ýtt inn í dauft skin- ið af einhverri ónáttúrlegri birtu. Slökkviliðsmaðurinn lá þarna endi- langur, fastur, með annan fótinn mol- (Framhald á bls. 21.) 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.