Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 19
og byrgir alla útsýn. Skyggni þverr nær alveg, en leiðin til baka er samt fljótfarnari. Það hallar undan fæti og færið er ágætt. Við göngum leiðina á skemmri tíma en uppeftir. Brátt er Kistufellinu náð, og við látum berast niður hlíð- ina. Degi er tekið að halla. Þokan grúfir enn yfir tjöldun- um og byrgir útsýn norður á liálendið. Og svo hefst löng bið í tjöldunum. Auðséð er, að jökulfaranna og áhafnar af flugvélunum tveimur, sem á jöklinum eru, er ekki að vænta fyrr en undir miðnætti. Nótt á jöklinum Þegar kvökl er komið og myrkur skollið yfir tjöldin, eru þrír menn sendir upp á jökulinn til móts við jökul- farana og áhöfnina. Þeir liafa vasaljós meðferðis og leiðin upp Kistufellið sækist vel, þótt skyggni sé nær ekkert og brattinn mik- ill. Slóðin er nú mjög troðin og greið- fær. Undir miðnætti nálgast þessir þrír menn brún Kistufellsins og í sama mund er svifblysi skotið inni á jöklinum. Fagurblár bjarmi lýsir upp himin- hvolfið stutta stund og varpar ævin- týraljóma á hjarnið, en síðan leggst myrkrið yfir aftur, nær því með tvö- földum þunga að því er rnanni v iiðist. Fnrarstjórinn, Þorsteinn Þorsleinsson, ávarpar leiðangursmenn i Herðubreiðarlindum 21. sept. s, I. og pahliar peim vasklega jramgöngu við björgun áhafnarinnar á Geysi. En þegar brúninni er náð, er fyrsti hópurinn af jöklinum kominn þar. Þeir eru allir hressir, en þreyttir og þyrstir. Þarna eru þrír jökulfaranna og öll áhöfn Geysis, að flugþernunni undanskilinni, og að auki einn maður úr bandarískti skíðaflugvélinni. Þarna verða fagnaðarfundir. Jökulfararnir eru komnir í samband við tjaldborg- ina, áhöfnin úr helju heimt, og aug- sýnilegt að björgunarstarfíð allt hefur tekizt giftusamlega. Þessi liópur fær lánað annað vasaljósið og heldur síð- an niður hlíðina, en þremenningarnir halda áfram inn á jökulinn, með eitt vasaljós og svifblysabyssu því að tveir hópar eru enn eftir á jöklinum. Na;st- ir eru nokkrir jökulfaranna með sleða fyrir flugþernuna, sem á erfitt um gang vegna nreiðsla, og nokkurn lar- angur. Hafa þeir félagar dregið sleð- ann innan af jökli. Enn lengra inni á jökli eru bandarísku flug- mennirnir þrír og tveir jökulfarar þeinr til fylgd- ar. Þremenningarnir eru skíðalausir og ösla snjóinn vestur lægðina, meðfram mðurbrún Kistufells. Með Á Vatnajöldi: Flugþernan, Ingigerður Iíarlsdóttir, og Guðmundur Sivertsen, lojt- siglingafi'aðingur, leika við Schaefer-hundinn, sem sið- ar var skilinn eftir á lifi i jlakinu fyrir mistök, með þvi, að hann vildi eklii fylgja leiðangursmönnum til byggða. Allir hinir hund- arnir voru skotnir, enda voru sumir með kramþaflog af kulda. Leiðangur Arna Stefánssonar úr Reykjavik bjargaði hundinum hálfum mánuði siðar.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.