Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.10.1950, Blaðsíða 29
 • •••• ••» GÆSASTEL PAN Eftir Eric Linklater Höfundur pessarar sögu, Eric Linklater, er einn kunnasti rithöfundur Breta, þeirra, er nú lifa. Hefur hann ritað skdldsögur, leikrit og greinasöfn, sem mikla athygli hafa vakið, og margt bóka hans hefur verið pýtt á erlendar tungur. Linklater er Orkney- ingur, og bera sögur hans keim af pví, p. á. m. pessi saga, sem tekin er úr smásagnasafninu „Sealskin Trousers", sem út kom á síðastliðnu ári. Þegar eg vaknaði inn á milli ripsberjarunnanna, sá eg hana korna út um kofadyrnar og spenna greipar um háls á á gæsasteggnum. Eg heyrði líka til þeirra, því að hún æpti upp yfir sig, en steggurinn barði dyratrén og lamdi nakin læri stúlkunnar með gríðarstórum og brakandi vængjum sínum. Líkt og dynur vindmyllunnar í fjarska. eða skellir af svörtum sundfitjum álftanna, er þær hefja sig til flugs af sléttu vatni, — eða smellir líndúkanna og fatanna á þvottasnúrunni, þegar stinnur þeyvindurinn ým- ist herðir á þeim tökin, eða slakar á þeim aftur, — þannig olli gæsasteggurinn engu minni hávaða en stúlkan sjálf, og æpti hún þó af öllum mætti. Það var engin hrynjandi í rödd hennar þennan morguninn. Engu var líkara en loftið, sem fyllti lungu hennar, brytist út gegnum barka hennar og kverkar eins og gufa úr kappkynntum katli, og orðbragð hennar var heldur ekki stórum fágaðra en ger- ist og gengur um orðalag hvers óvalins kyndara. En sjón mín var betur vakandi en heyrnin þessa stundina. Eg hafði lieyrt siíkt orðbragð áður, en aldrei fyrr hafði eg séð konu- líkama á borð við hennar — svo tápmikinn og limalangan. Stæltur var hann og fjaðurmagnaður eins og nýsprottið reyrgresi, ávalur eins og fidlþroskað epli, hvítur eins og ljómandi perla. Borið saman við vængi steggjans, sem voru kaldhvítir eins og snjór, var fölvi liennar heitur og glóandi. Ekki geislandi bjartur, heldur falin glóð undir þunnri eisu. Hún var nakin eins og himininn, og liimin- inn var, árla að óttuskeiði, heiðríkur, nema hvað eilítil maríutása var lágt á lofti í vesturátt. Nú spennti hún háls steggjans með báðum liöndum, og jafnvel hendur hennar voru ekki rauðar eins og annarra sveitastúlkna, heldur grannar og hvítar. En þó voru þær sterkar, og eg gat glögglega séð, hversu þróttmiklir og vöðvastæltir framhandleggir hennar voru, svo grannir sem þeir þó voru. Hún hélt fuglinum föstum með kyrkitök- um, og hann glennti upp gogginn svo mjög, að það stríkk- aði á gulri ginhúðinni, og efri skolturinn myndaði rétt horn við þann neðri. Augu hans fólust í úfnu og smáu hálsfiðrinu. Stúlkan dró fuglinn lit úr dyrunum, tók mikla sveiflu og varpaði honum af hendi í tröllasúrurunna, sem sprottinn var úr sér, svo að liátt lét í feysknum njólastokk- unum, þegar þeir brotnuðu niður undan þunganum. Daggarúði dundi af blöðunum og sindraði í morgunskím- unni. Andartak stóð hún álút og starði á eftir fuglinum, armar hennar ofurlítið íbognir og hár liennar í óreiðu, munnurinn opinn, og barmur hennar hófst og féll í of- væni. Svo sneri hún sér skyndilega á hæli, hvarf aftur til kofans og skellti hurðinni aftur á eftir sér. Eg man, að eg hlustaði eftir því, livort ekki heyrðist lykli snúið, eða slá skotið í gróp sitt. En í þessum landshluta iæsa menn aldrei dyrum sínum. Gömul hefð, en ekki skortur geðs- muna né stríðra tilfinninga, kom þannig í veg fyrir það, að hún undirstrikaði að síðustu bræði sína með því að liarðlæsa hverri liurð að baki sér. Gæsasteggurinn hristi sig, hvæsti hátt og braut enn fleiri tröllasúrunjóla, þegar hann brauzt út úr runnanum og komst á þrönga slóð, sem stráð var sjávarmöl. Eg hafði séð hann nokkrum sinnum áður með stúlkunni og ávallt dáðst að stærð hans. En nú, þegar eg sá hann úr bæli mínu meðal ripsberjarunnanna, sýndist mér liann enn stærri en áður, og úfið fiðrið reis á hausnum eins og kóróna. Háls hans var stífur og gildur, og liann skók hausinn til beggja handa, glennti upp goppinn og livæsti reiðilega. Litlu, svörtu augun voru þrútin, en þó furðulega skær, og breið- ar sundfitjarnar skullu á mölinni, svo að fótatakið minnti á hælaspörk þýskrar fótgönguliðssveitar á hergöngu. Fugl- inn nam staðar, þegar hann sá mig, dokaði við um stund og hvæsti eins og sprunginn hjólbarði; en ekki bar liann sig til eins og venjulegur gæsasteggur, sem teygir hálsinn fram á við og í átt til jarðar og sperrir nefið beint fram- undan sér. Hann stóð keikur og kerti hnakkann, eins og hann vildi líta sem lengst niður á mig. Og þegar hann hafði starað svo lengi á mig sem lionum þóknaðist, snérist iiann á lueli og spígsporaði gegnurn raðir af káiplöntum, sem urðu á vegi hans, að skarði nokkru í girðinguna, þar sem rothnausarnir í gömlu undirstöðunni höfðu bilað, og 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.