Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 10
Þetta eru tímar skáldlegs hugarflugs - en ekki skýrslugerðar VESTRÆNU þjóðirnar hafa verið seinar að átta sig á því, að þær eiga í baráttu upp á líf og dauða við kommúnismann og í þessari baráttu er öllum mætti óvinarins, allri tækni hans, kunnáttu og bragðvísi, beitt gegn þeim. En þessar þjóðir eru frið- samt fólk og þær fá sig naumast til að viðurkenna, að nokkur alheimshreyf- ing geti verið eins óprúttin og áköf að ná takmarki sínu og kommúnista- hreyfingin er. En hin grínrulausa árás í Kóreu hefur þó e. t. v. haft þau áhrif, að vekja þær sálir, sem ekki vildu trúa, til meðvitundar um staðreyndirnar. Þessi barátta er liáð af fullum krafti á öllum vígstöðvum og þó umfram allt á mikilvægustu víglínunni, í sálum og hugarfylgsnum mannanna. Þekktu mótstöðumann þinn, segir máltæki, og það á sérstaklega við í átökum hugsjóna. Stríðið í Kóreu verða menn að skoða í ljósi þess veru- leika, að hvarvetna um jarðkúluna vinna kommúnistar markvisst að því að fanga hugi mannanna í áróðursnet- um sínum. Það er skaði, að það er ein- mitt á sviði áróðursins, sem Vestur- landabúar vanmeta mótstöðumenn sína mest, og eru jafnframt óraunsæj- astir á eigin stöðu í þeim efnurn. Ef fólk á Vesturlöndum, sem hefur áhuga fyrir viðhorfi Rússa til lífsins, er beðið um stuttorða skilgreiningu á því, svara margir á þá lund, að stærsti ágallinn á því sé, að þeir greini ekki á milli hagkenninganna og lífsins sjálfs. Að vera marxisti, segjum við, er að trúa því, að efnahagskerfið grundvalli og ákvarði allt annað, og að hugsjónir og stefnur og takmörk hverrar þjóðar séu aðeins lauslega gerð yfir- bygging, sem reist er á óhagganlegum efnahagslegum staðreyndum, svo sem eignaskiptingunni eða aðferðum þeim, sem notaðar eru til þess að framleiða auð. En þessi óhugnanlega mynd mannkynssögunnar stenzt ekki gagn- rýni. Hver getur sannfært okkur um stéttarstöðu Shakespears? Hver getur skýrt hinn furðulega þátt Gyðinga í Hinn kunni brezki ritstjóri, hagfræð- íngur og rithöfundur, Barbara Ward, birti þessa grein nýlega í amerísku tímariti. Er hún hér lauslega þýdd. Til þess að sigra í baráttunni um hug og hjarta mannsins, verða hugsjónir lýðræðissinna að standa jafnfætis hagkenningum þeirra Ejtir B A R B A R A W A R D 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.