Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 23
SVIPIR SAMTÍÐARMANNA: GERHÁRDSEN — hinn sterki maður norska verkamannaflokksins ÞINGKOSNINGAR þær, sem liáðar voru í Noregi fyrir um það bil ári, urðu mesti stjórnmálasigur norska verkamannaflokksins frá stofnun hans. Allt frá því að flokkurinn varð ein heild aftur, 1927, eftir klofning upp úr 1920, var hann í sífelldum vexti, unz hann náði völdunum í sínar hendur 1936 undir leiðsögu Johan Nygaardsvold. Þessi stjórn sat öll stríðsárin, og liún lilaut mikla viðurkenn- ingu þjóðarinnar árið 1945, er þingkosningar fóru fram eftir 10 ára hlé. En kosningarnar í fyrra voru þó enn meiri viðurkenning. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika eftirstríðsáranna, lilaut flokkurinn liart nær 50% af greiddum at- kvæðum og 86 fulltrúa af 150, sem kjörnír voru til þings. Þessi úrslit voru ekki aðeins mikill sigur fyrir stjórnarflokkinn, heldur líka og ekki síður persónulegur sigur fyrir hinn tiltölulega unga mann, sem stjórnar- forustuna hafði á hendi, Einar Gerhardsen, forsætisráðherra. ÞEGAR Einar Gerhardsen tók stjórnar- taumana i sínar hendur sumarið 1945, þá 47 ára að aldri, hafði hann enga reynslu að baki sem ráðherra eða háttsettur stjórnar- embættismaður. Hann hafði heldur ekki gengið í gegnum eldskírn kosningabaráttu og þingmennsku áður, og hafði aldrei átt sæti í Stórþinginu. Innan stjórnarflokksins voru þá margir menn, sem kunnari voru, bæði inn- an lands og utan. Kunnastur var hann innan verklýðshreyfingarinnar, en utan hennar voru margir, sem spurðu 1945, er hann mynd- aði ráðuneyti sitt: „Hver er hann, þessi Ger- hardsen?" Þessari spurningu var hægt að svara án þess að nefna marga titla eða segja viðburðaríka ævisögu. Maðurinn er fæddur í Osló árið 1897, og hóf starfsferil sinn sem sendisveinn. A þessum árum hófust fyrstu viðskipti Gerhardsens og þess manns, sem hann átti síðar mikil skipti við, en þá undir öðrum kringumstæðum. Hinn ungi sendi- sveinn hafði það stundum fyrir sið, er hann var að flytja pinkla á reiðhjóli sínu, að þeysa á því í kapp við bifreiðir. Eitt sinn háði hann eltingaleik við bíl frá konungshöllinni, en þegar bíllinn beygði inn á einkabraut hallar- innar, veifaði maðurinn, sem bílnum ók, til drengsins og brosti að leik hans. Þar fór eng- inn annar en Hákon konungur sjöundi, og þttta var, segir Gerhardsen, „kannske í eina skiptið, sem konungurinn liefur verið hýr við mig.“ ÞEGAR Gerhardsen var sautján ára, varð hann vegagerðarmaður í Osló. Eins og svo margir af forustumönnum norska vcrka- mannaflokksins, hefur hann brotizt áfram til valda og metorða úr fátækt og umkomuleysi og af eigin rammleik. Þannig var Johan Ny- gaardsvold járnbrautarverkamaður og Oscar Torp rafvirki. Gerhardsen varð brátt áhrifa- maður í verklýðsfélagi sínu og formaður þess þegar árið 1919, þá aðeins 22 ára. Fjórum árum síðar var hann orðinn aðalritari norska verkamannaflokksins. Hann var kjörinn í bæjarstjórn í Osló 1932 og var borgarstjóri þegar Þjóðverjar réðust inn í Noreg. Að baki þessarar sögu um feril norska forsætisráðherr- ans, sem hvorki er löng né sérlega viðburða- rík, er önnur saga, — saga um ungan mann, sem vex að áræði og þroska með árunum og ræktar með sér sterka ábyrgðartilfinningu og hæfileika til þess að skipuleggja og vera jafn- framt leiðtogi félaga sinna í pólitískum átök- um. Á árunum 1923 til 1932 vann hann mikið starf fyrir flokkinn, og það var ekki sízt fyrir hans tilstilli, að flokkurinn náði sér eftir sundrung og óeiningu áranna um og eftir 1920. Allan þennan tíma átti hann náið sam- starf við forustumenn flokksins á stjórnmála- sviðinu, en jtað bar aldrei mikið á honum út á við, og kunnugir segja, að hann hafi aldrei sótzt eftir neinu embætti eða fremd á vegum flokksins. ÞEGAR Þjóðverjar réðust inn í Noreg, yfirgaf liann borgarstjórastólinn í Osló og sameinaðist varnarhernum sem liðsmaður, og hörfaði með honum norður á bóginn. Hann var í hópi þeirra, sem leituðu yfir sænsku landamærin undan sókn Þjóðverja. Þegar norski herinn gafst upp, var Gerhard- sen í Stokkhólmi. Hann hélt þá rakleitt til Osló og settist í borgarstjórastöðuna á ný, en Þjóðverjar viku honum frá eftir einn dag. Þá klæddist hann verkamannafötum á ný, og tók til við sitt gamla starf, að vinwi við gatna- gerð Oslóborgar. En ætlunarverk hans var meira en það. Allt frá fyrsta degi varð hann einn af aðalhvatamönnum hinnar leynilegu andspyrnulireyfingar og leiðtogi hennar með- an hann mátti um frjálst höfuð strjúka. í þessu starfi vann Gerhardsen með mönnum eins og lögmönnunum Paul Berg og Schelde- rup. Hinn síðarnelndi liefur í endurminn- ingum sínum lýst fundi í leynihreyfingunni, og þar með lýst Gerhardsen á þessum árum. Þar segir svo m. a.: „Enginn, sem viðstaddur var, mun gleýma, liver það var, sem djarfleg- ast talaði og mest sannfærandi. Ég hafði aldr- ei séð eins Ijóst fyrir mér baráttuna á líðandi stund og endurreisnarstarf það, sem fram- líðin hlaut að fela í skauti sér. A einfaldaií og auðskilinn hátt, og með miklum sannfær- ingarkrafti, sagði Einar Gerhardsen álit sitt á eðli baráttunnar. Hann eyddi engum orð- um til ónýtis. Þá varð mér Ijóst, að þarna var maður, sem við máttum sízt af öllu missa." — En Gerhardsen fékk ekki að vinna lengi fyrir mótspyrnuhreyfinguna. Þjóðverjar skildu, hver hætta var fólgin í honum fyrir þá og scndu hann til hinna illræmdu Sachsenhau- sen-fangabúa í Þýzkalandi haustið 1941. Þar varð hann að dvelja í þrjú ár. Fangavistin varð til þess, þrátt fyrir allt, að þroska per- sónuleika mannsins, og á jiessum árum ávann hann sér vináttu og virðingu fjölmargra ann- arra Norðmanna, sem í haldi voru. Hefur Halvard Lange utanríkisráðherra, sem líka sat í Sachsenhausen, skrifað lýsingu á kynn- unum af Gerhardsen þar, og liann segir, að allir Norðmennirnir, án tillits til pólitískra skoðana og viðhorfa, liafi safnazt um Ger- hardsen, sem hinn eðlilega og sjálfsagða leið- toga sinn á þeirri hörmungatíð. Þegar frelsið loksins kom, voru ýmsir menn innan verkamannaflokksins, sem kuntiari voru út á við og nutu almennara trausts en Gerhardsen. Johan Nygaardsvold, sem stýrt hafði málefnum landsins i útlegðinni, var enn vel starfhæfur. Trygve Lie, sem verið hafði utanríkisráðherra, var kunnari öllum almenningi en Gerhardsen. En jiegar mistek- izt hafði að mynda stjórn undir forsæti leið- toga mótspyrnuhreyfingarinnar, Paul Berg, kaus flokkurinn að snúa sér til Einars Ger- liaidsens. Á þeim árum voru uppi sterkar raddir um að leiðtogar andspyrnunnar gegn Þjóðverjum heima í Noregi mundú bezt falln- ir til að sameina jijóðina um liin miklu end- urreisnarstörf. — í Einari Gerhardsen átti norski verkamannaflokkurinn einmitt slíkan leiðtoga. Hann átti vináttu og virðingu að mæta langt utan raða flokksmannanna. Jafn- vel pólitískir andstæðingar studdu hann til forsætisráðherratignar á þessum fyrstu endur- reisnarárum. ARIN, sem liðin eru síðan, hafa verið erfið fyrir norsku þjóðina. Sameiningar- andinn, sem rikti eftir frelsun landsins, liefur (Framhald tí hls. 26) 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.