Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 25
sýndur, er „vatteraður", en það er ekki nauðí/nlegt, þó að það sé óneitanlega fallegt. Efnið er sniðið eftir herðatrénu og haft tvöfalt, þannig að það þekur tréð báðum megin. Vasarnir stungnir á, og má hafa þá fleiri eða færri eftir hentug- leikum og smekk. Eins er hægt að hafa þá hvort heldur er öðrumegin á efninu eða báðum megin, en með því fæst að sjálfsögðu meira geymslupláss. Vettlingar með skúfum Vettlinga þessa á helzt að gera úr flóka (íilt) en hægt er með góðu móti að nota til þess uliar- efni, t. d. Gefjunardúk. Vettling- arnir verða ánægjulegastir úr ein- iitu efni, sterku að lit, saumaðir með garni, sem fer vel við lit þeirra. Sniðið er teiknað á blað, og á hver ferningur að vera 2i/á cm. á stærð. Með því rnóti verða vettlinga r n i r m á t u 1 egir á me ðalstóra k v e n h ö n d. Hægt er að stækka sniðið eöa minnka eftir þörfum. Sniðið er lagt á efnið qg fjögpr sfykki eru klippt eins. Tvö og tvö þrædd sam- an, en látin vera klauf (óþrætt) að ofan báðum megin niður að úln- liðnum, en litlafingursmegin á klaufin að vera allt að 3 cm. lengri. Að svo búnu eru vettlingarn- ir saumaðir saman með hinu skemmtilega spori, sem sýnt er á myndinni. Ofan við klaufina cr saumað með sama ^ spori í efnið ein- / falt. Með þessu móti fær sauma- skapurinn á vettlingunum heiMar- svip. Böndin, með skúfum á end- anum, eru fest við vettlingana þumalfingurmegin og hnýtt litla- fingurmegin. Telpu-svuntur Litlu telpurnar hafa alltaf gam- an af fallegum svuntum, og flest- um mæðrum finnst hentugt að láta dætur sínar ganga í svuntum, sem létt er að þvo og strjúka, til Inniskór Hugmýndin að þessum litlu inniskóm er ævagömul, og segja sumir, að skórnir séu nákvæm eftir- líking af fótabúnaði liirðfíflanna endur fyrir löngu. Skórnir liafa verið nefndir bjölluskór vegna þess, að á þá eru festar litlar bjöllur, sem klingir í við hvert fótmál. Bjöllunum getum við sleppt og hirðfíflunum gleymt, en notfært okkur sniðið, sem er skemmtilegt og gott. Skórnir eru saumaðir úr flóka eða þykku ullarefni, tveggja and- stæðra lita, sem þó fara vel saman (t. d. blátt og sterkgult). Sniðin eru gerð eftir myndinni með því að hlífðar ullar- og prjónafötum. Litla stúlkan, sem er að byrja að þekkja stafina, mun hafa gaman að stafa-svuntunni, sem hér er sýnd. Svuntan er afar einföld í sniði, rykkt undir berustykki og hneppt að aftan. Hún er saumuð úr ein- litu lérefti, og í pilsið eru saumað- ir stórir bókstafir með alla vega litu garni og látnir snúa á ýmsa vegu. Þá er einnig hægt að sauma einhverjar smámyndir, einfaldar og barnalegar, t. d. neðan í pilsið. Kötturinn, sem sést á myndinni, er gott sýnishorn slíkra mynda, sem börn hafa gaman af. teikna hvern af hinum þrem hlut- um sniðsins á blað, og eiga fern- ingarnir að vera 2i/9 cm. Með því móti verða skórnir hæfilega stórir handa 4—5 ára gömlu barni. Snið- ið má minnka og stækka eftir þörf- um. Allir hinir þrír hlutir sniðs- ins eru sniðnir úr báðum litum efnisins, sem í skóna er ætlað. Framhluti skónna ér saumaður saman (tveir litir) með venjuleg- urn sporum, jjannig að stungið er út og inn. Þá er hælhlutinn saum- aður við á sama hátt. Bezt er að gera sólann þrefaldan og hafá þunnan leðursóla neðst. Ljósasti sólinn er hafður efstur, þá sá dekkri

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.