Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 13
HINN 6. DESEMBER 1946 lagði kolaflutningaskip úr höfn frá Svalbarða, um 900 km. fyrir norðan nyrzta odda Noregs. Við skulum samt ekki binda hugann neitt við skipið sjálft, heldur brottfarardaginn. í byrjun aldarinnar var Svalbarði umlokinn ís frá því í október og frarn í júní ár hvert. Nú er þarna opin sigl- ingaleið meira en tvö hundruð daga á ári hverju, og einstöku sinnum allt fram í desember. Þannig hafa lilýindin aukizt að miklum mun á þessum norðlægu slóð- um. Á síðasta aldarfjórðungi hefur meðalhitinn á Svalbarða hækkað um hvorki nreira né minna en sjö til átta stig. Er þessi hækkun hin mesta, sem mæld hefur verið fyrir norðan lieim- skautsbaug, en hvarvetna á Norður- heimskautssvæðinu hefttr orðið vart aukinna hlýinda. Veturnir á Græn- landi verða æ mildari — svo mildir, að í jólavikunni 1942 sigldi birgðaskip inn á Upernavík, en það lrafði ekki borið við áður á þeim tíma árs, og Veðrabrigði r i vændiim Vísindamenn álíta að veð- ur muni fara hlýnandi í nánd við hvel jarðar og þjóðflutningar frá hitabelt- islöndum muni hefjast í norður og suður, til heim- skautalandanna. veturinn 1947—’48 mátti kalla, að eins konar hitabylgja gengi yfir Græn- land, því að þá fór hitinn tíu stig yfir gildandi meðalhita. Það hefur einnig komið í Ijós, að ísinn, sem árlega losnar frá strönd- um Grænlands, rekur ekki eins langt suður á bóginn og fyrr. ísjakarnir bráðna fyrr en áður. Á Suðurheimskautssvæðinu, þar sem stórir flákar eru tiltölulega lítt rannsakaðir, virðist svipuð loftslags- breyting vera að gerast. Sem dæmi má nefna, að amerískur flugmaður lenti vél sinni fyrir þrem árum á Suð- urheimskautsvatni, sem var þrír kíló- metrar að lengd og var autt svæði í kring, um tíu þúsund ferkílómetrar að stærð. Mörg fleiri auð vötn voru þarna í grennd. Því hefur einnig verið veitt eftir- tekt, að ýmsar mosategundir hafa á síðari tímum fest rætur í klettaskor- um á þessum slóðum, þar sem annars er gróðurlaust með öllu. Þessar nýju upplýsingar um Suður- heimskautssvæðið eru því þýðingar- Þess-i skemmtilega og fróðlega grein um veðrið og áhrif þess á líf og menn- ingu þjóðanna er hér endursögð eftir grein um þessi efni í danska sam- vinnutímaritinu Samvirke. 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.