Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 22
Á förnum vegi LEIKMÖNNUM í öllum landsfjórðungum virðist það æ augljósara, með hverjum mánuðinum sem líður, að eitthvað meira en lítið er bogið við skipan verzlunarmál- anna hér á landi. Þegar á heildina er litið, sést, að vöruskortur er mikill og sár. Það er i sjálfu sér skiljanlegt og skýranlegt: Ut- flutningsverzlun þjóðarinnar hefur átt við erfiðleika að stríða. Síldin hefur enn einu sinni brugðizt og þjóðin hefur þar að auki átt að stríða við langvarandi stöðvun af- kastamestu framleiðslutækjanna vegna inn- byrðis ósamkomulags um skiptingu þeirra gæða, sem þjóðfélagið í heild aflar. Að nokkru leyti er því gjaldeyrisskorturinn sjálfskaparviti og er hollt að minnast þess. En þótt það sé þannig skiljanlegt eins og ástatt er í landinu, að hér ríki allsár vöru- skortur, er hitt nær óskiljanlegt og a. m. k. algerlega óviðunandi, að alger skortur er mánuðum saman á fjölmörgum þeim varn- ingi, sem talinn er til mestu nauðsynja í hverju menningarþjóðfélagi og í augum leik- manna réttlætir gjaldeyrisskorturinn ekki þessa þurrð, því að hún ríkir í landinu á sama tíma og ýmsar aðrar vörur eru fluttar inn og á boðstólum í verzlunum, og gjald- eyri er varið til ýmiss konar annarra þarfa, svo sem utanlandsferða landsmanna, náms- og kynnisferðir, þátttöku í ráðstefnum og fundahöldum og svo framvegis. Eg vil leyfa mér að halda því fram, að íslenzka þjóðin hafi ekki efni á að kosta þátttöku í ráðstefnum, fundahöldum eða kynnis- og námsferðir, svo að ekki sé talað um venjuleg skemmtiferðalög innlendra manna, ef hún hefur ekki efni á því að kaupa toilet-pappír handa landsmönnum, ekki manneskjulega sápu til að þvo sér með, ekki rakvélarblöð fyrir karlmennina, ekki nauð- synlegustu snyrtivörur fyrir kvenþjóðina, ekki nauðsynlegasta fatnað á ungbörn né nauðsynjar sængurkvenna o. s. frv. Þessi listi gæti verið allmiklu lengri, en þetta nægir til þess að sýna, að stjórn innflutn- ingsmálanna er nú orðin með þeim hætti að hún snertir viðleitni hvers borgara til þess að lifa siðmennilegu lífi, og möguleika hans að geta þrifið sjálfan sig sómasamlega og umgengist náunga sína eins og borgara menningarþjóðfélags á tuttugustu öldinni sæmir. Hér er ekki verið að ræða um neinn „lúxus", heldur blátt áfram siðmennilegustu nauðsynjavörur, sem jafnan eru á boðstól- um og í notkun hjá öllum stéttum þjóðfé- lagsins, ef hungursneyð, styrjaldir eða önn- ur óáran herjar ekki á þjóðirnar. ASTÆÐAN til þessa ómenningarlega vöruskorts, sem hér hefur ríkt undan- fama mánuði er í stuttu máli sú, að inn- flutningsyfirvöldin hafa ekki veitt innflytj- endum leyfi til kaupa á þessum varningi. Ekki verður því trúað, að tilætlunin hafi verið að stofna hér til þess ómenningar- ástands, að jafnvel gistihús, sem hýsa er- 22 lenda gesti, er heimsækja þetta „ferða- mannaland“, — sem ríkisstofnun auglýsir af allmiklum krafti á mörgum tungumálum, — skuli ekki geta boðið gestum sinum sið- mennilegan toilet-pappír, hvað þá heldur tækifæri til æðri snyrtingar. Hitt mun sönnu nær, að innflutningsyfirvöldin séu of van- kunnandi í því efni, hvaða vörur sé nauðsyn að aldrei þrjóti og hver þörf jafnan er á ýmsum slíkum vörum í þjóðfélaginu. A það má benda, að meðan kaupsýslumenn réðu sjálfir mestu um það, hvaða vörur voru keyptar til landsins, þekktist aldrei að slík- ur skortur væri landlægur og voru gjaldeyr- issjóðir þjóðarinnar þó ekki nema litill hluti þess, sem nú er orðið, þrátt fyrir erfitt árferði. A þessu sviði hafa orðið mistök, sem bitna á allri þjóðinni og eru til vansæmdar fyrir hana út á við. Almenningur í landinu hlýtur að krefjast þess, að nauðsynlegir hlutir sitji fyrir ónauðsynlegum og að fyrir- byggt sé að fyrir tilstuðlan nefnda ríkis- valdsins sé þjóðinni þrýst langt aftur á bak í menningarsókn hennar og hún gerð að við- undri í augum annarra þjóða. VÖRUSKORTURINN og sú skipan mál- anna, sem honum fylgir, hefur að sjálf- sögðu margar afleiðingar í þjóðfélaginu aðr- ar en þær, er hér hafa verið raktar. Ein er sú, að hann hefur leitt til minnkandi smekk- vísi með þjóðinni og óraunsærra mats á Vörugæðum. Nægir í því efni að benda á gibs-ómyndirnar, sem fylla búðarhillur í öllum landsfjórðungum fyrir jól. Mest allur sá varningur er svo ljótur og lélegur að naumast er hægt að kalla hann verzlunar- vöru, þótt verzlanir taki hann til sölu, er hillurnar gapa tómar við viðskiptamönnun- um. Þróunin hér á landi er öfug við það sem gerist í nágrannalöndunum. Þar er lagt megin kapp á það af ýmsum menningarstofnunum, m. a. samvinnufélög- unum, að glæða smekkvísi fólks og kenna al- menningi að meta fagra og vel gerða muni til heimilisnota og heimilisprýði. Þetta er mikilsvert menningarstarf, til hags og heilla fyrir neytendur, sem þannig forðast frekar en ella að fleygja peningum fyrir fánýta hluti. Leir- og postulínsvörur í Danmörk og Svíþjóð t. d. eru margar með snilldarhand- bragði og menningarauki fyrir hvert heimili að eignast þær. Slíkir hlutir eru oftast illfá- anlegir hér, enda þótt sumt af íslenzkum leirvörum sé falleg og góð vara. En þessir fáu, góðu hlutir virðast sorglega oft hverfa í skuggann fyrir ruslinu, sem i rauninni er einskis nýtt. Hér á landi ættu menn heldur að geyma aura sína og bíða þess tíma, að vöruskorturinn verði gerður útlægur í nú- verandi mynd, en rasa að því að eyða þeim fyrir muni, sem eru hvorki til gagns né prýði. A LLT BER hér að sama brunni. Leik- -f*- mönnum sýnist rík nauðsyn orðin að þess sé betur gætt en nú um sinn, að halda nauðsynlegasta neyzluvöruinnflutningi til landsins í horfinu. Innflutningur vöru til ný- bygginga og framkvæmda er að sjálfsögðu nauðsynlegur, en fullt hóf verður að vera á hverjum hlut. Skortur nauðsynlegasta neyzluvamings hefur nú um sinn verið með þeim hætti, að fullkomin vandræði eru fyr- ir heimilin í landinu og hvern þann þjóð- félagsþegn, sem vill reyna að lifa menning- arlifi. Ur þessu er hægt að bæta, og almenn- ingur hlýtur að krefjast þess, að það sé taf- arlaust gert. ÞJÓÐLEGAR ÍSLENZKAR BÓK- MENNTIR SETJA SVIP Á ÚT- GÁFUSTARFSEMI SAMVINNU- MANNA (Framhald af 7. síðu.) dr. juris. Björn Þórðarson, fyrrverandi forsætisráðlierra. Afmœlisclagabók, með íslenzkum málsháttum. Búið hefur til prentun- ar séra Friðrik A. Friðriksson, prófast- ur í Húsavík. Barnabœkur: Norðri gefur út margar barnabæk- ur á þessu ári. í þeim hópi eru, auk þýddra barna- og unglingabóka, Högni vitasveinn eftir hinn unga rit- höfund Óskar Aðalstein, Á reki með hafísnum, eftir Jón Björnsson, og Forustu-flekkur og fleiri sögur, í bókaflokknum Menn og málleysingj- ar. Skráð hefur Einar E. Sæmundsen. — Hér hefur verið drepið lauslega á nokki'ar merkustu bækurnar, sem Norðri gefur út í ár. Er það fjölbreytt safn góðra bóka og markverðra. Flest- ar þessar bækur eru prentaðar í Prent- verki Odds Björnssonar á Akureyri, sem og fyrri bækur forlagsins, og að öllu leyti vandað til búnings þeirra. GLEYMSKA (Framhald af 9. síðu). legt bros lék um karlmannlega and- litið hans. Hann lauk upp hurðinni og gekk út. Og hvers varð hann var, er hann lauk upp hurðinni? Það var komið logn. Hann hafði ekki veitt því neina athygli síðustu stundina. Hann gekk traustum, öruggum skrefum heim á leið. Himininn var stjörnubjartur, og það var eins og stjörnurnar kepptust við að lýsa hon- um heim, til ástkæru konunnar og drengjanna þeirra.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.